Dýravinurinn - 01.01.1887, Page 28
Útroðnar gæsir.
yndin, sem lijer má sjá, lýsir mjög einkennilegum ósið,
sem íslendingar naumast liafa lieyrt getið.
það er kona, sem er að troða mjölkekkjum niður í
hálsinn á gæs. j>að er gjört til þess að fuglinn fitni
fljótt og verði betri til frálags. En þó nægir það
ekki að fylla skepnurnar þannig á óeðlilegan hátt,
því auk þess banna menn þeim að hreyfa sig. Hengja
menn því gæsirnar upp í poka og draga saman opið,
svo höfuðið stendur eitt uppúr. I þessurn pokum
verða aumingja skepnurnar að sitja dögum ogjafnvel
vikum saman, þangað til fitusýkin er orðin hæfilega
mikil og lifrin er orðin svo bólgin, að hún getur orðið
„herramanns matur11.
í stað þess að hengja gæsirnar upp í poka hafa
sumir |>ann sið, að reka nagla gegnum sundfitina og geta gæsirnar þá náttúrlega
heldur ekki hreyft sig.
Mai'gir menn, sem hafa vit á, halda því fast fram, að þetta sje ekki greiðasti
vegurinn til þess að gjöra gæsirnar feitar, og er því ekki ólíklegt að þessi ósiður
leggist niður.
1 gömlum tröllasögum er sagt frá því, að tröllskessurnar hafi alið
kongssynina, til þess að hafa feitt og gott kongakjöt til jólanna. Kongssynirnir
sluppu vanalega frá jieim, áður en þeir voru orðnir nógu feitir, en ])ó þær hefðu
slátrað kongssyninum hefðu þær líklega snætt hann með góðri lyst. En þær voru
líka tröllskessur. En undarlegt er að siðaðir menn ogkonur skuli ekki hafa ógeö
á að leggja sjer til rnunns matinn af |>eim ske])num, sem þau vita að liafa verið
kvaldar svona miskunnarlaust, aðeins til |)ess, að veita þeim lítilfjörlega stundargieði.