Dýravinurinn - 01.01.1887, Page 30
80
Farðu vel með dýrin.
y hef lieyrt margt það um skepnur á íslandi, sem vert væri í
frásögur að færa. En af því langt er um liðið, síðan jeg heyrði
ýmsar af sögum þessum, þá hef jeg nú gleymt mörgum þeirra,
enda vona jeg, að eigendur skepnanna, sem rnargir eru mjer
að góðu kunnir, muni síðar skýra nákvæmar frá viðburðunum.
Yerður því hjer aðeins drepið á fátt eitt.
Optheí jeg aumkastyfir liestaþá, sem brennivínsberserkirnir
eiga. Vani þeirra er sá, að ríða þvínær í einum spretti milli
bæjanna, svo hart sem liesturinn getur komist; og eigi ber það
sjaldan við, að svipan er til beggja hliða á‘jafnharðri ferð. það
sjálfsagt, að „berja fótastokkinn" þarf' að fylgja með. þegar svo
heim á lilaðið er komið, er hesturinn löðursveittur og lafmóður; þar fær hann
að kasta mæðinni, meðan eigandinn er að fá sjer í staupinu; en í stað þess, að
hesturinn fái að hvíla sig úti í liaganum, er hann bundinn við hestastjakann, eða
steininn, hvernig sem veður er. Svona gengur bæ frá bæ, þar til kvöld er komið,
eða eigandinn er kominn heim til sín.
Atakanlegt er stundum að sjá þá umhyggjusemi og tryggð, sein hestar
sýna þessum fyllirútum, þrátt íyrir meðferðina. Jeg hef þekkt hesta, sem stóðu
yfir eigendum sínum, er höfðu dottið af baki þreifandi fullir og lágu sofandi
við veginn. Hestarnir biðu þangað til eigandinn vaknaði og voru honum hjáiplegir
til að komast á bak, svo þeir gætu borið hann heim. það er margreynt um
ýmsa hesta, að þótt hesturinn sjemesti fjörgapi, verðurhann stilltur ef drukkinn
maður situr á lionum. Sömuleiðis eru liestar opt gætnari ef kvennmenn sitja á
þeim en karlmenn. það er einsog hesturinn finni það, að sá situr á honum, sem
ekki er fær um að fara harða ferð eða ógætilega.
Margar sögur eru um það, þegar hestar hafa ratað til bæja í náttmyrkri
eða kafaldsbil, en eigandinn verið svo viltur, að liann ekkert heíur vitað livar
liann var og hvert átti að stefna; á þann hátt hafa margir hestar bjargað lífi
eiganda sinna.