Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1940, Blaðsíða 6

Heimilisblaðið - 01.01.1940, Blaðsíða 6
4 HEIMILISBLAÐIÐ búa hann undir prestsstöðu, fyrst í Adel- berg (1584) og síðan í Maulbrom (1586); tók hann burtfararpróf þaðan rrieð svo á- gætum vitnisburði (1588), að hann fékk að- gang að háskólanum í Túbingen (1589). Þar safnaði. hann sér ríkulegum forða af fornum fræðum og hlaut doiktorsnafnbót (1591). Mikael Moestlin var aðalkennari hans við skólann, b.inn mætasti maður, og æfivinur Keplers, meðan þeir lifðu báðir (f. 1542). Hann var lærisveinn Kóperniks. Hann fræddi Kepler aukalega um kenningar Kóperniks um gang himintunglarina og drakk hinn ungi maður það í sig, eins og honum var eiginlegt. En þrátt fýrir það var þekking hans á þeim fræðum næsta lítil, og hugur hans beindist ekki í þá átt; honum var ríkast í huga að verða. prestur, og þótti sú staða vera sér vænlegust til frambúðar. En það átti, nú ekki að verða. Svo bar til, að stærð- fræðikennara. vantaði við háskó-lann í Gratz um þessar mundir. Kennararnir við háskólann í Túbingen höfðu rétt til að veita það embætti fyrir hönd lútherskra manna, í Steiermark; kusu þeir þá Kepler til þess,a. starfs, en hann var ófús á, að sleppa prestsstöðunni. En samt; varð það úr (1594). Alkunnasta starf stjörnufræðipga Þjóð- verja um þessar mundir var það, að semja spásagnar-almanök. Voru þar sagðir fyrir óorðnir hlutir og forlög manna eftir stöðu reikistjarnanna á himninum á stundu hverri. Alþýða manna var hjátrúarfull mjög og gleypti við þessum almanökum með mikilli, áfergju. Þóttust stjörnuspá- menn þessir geta látið hvern mann sjá fram í tímann og þessari lygi trúði nálega hver maður. Kepler þóttist nú sjá, að sér mundi eigi duga annað en að verða við óskum almennings um þetta. Hann var glaðsinna og fjörugur að eðlisfari, og lét ekki á sér standa að kynna sér reglur þess- ar spásagnarlistar af bókum fornra stjörnuspámanna. Stjörnuspár þessar áttu alla leið til Forn-Egipta rót sína. að rekja, eins og vikuskiptingin. Hver af hirium sjö reiki- stjörnum réð fyri,r hverjum degi vikunn- ar, sólin fyrir sínum degi og tunglið fyrir sínum (sunnudagur, mánudagur o. s. frv.). En ekki var þar við látið standa heldur var hver stund sólarhringsins helguð hverri reikistjörnu til skiptis. Ef Saturn réð fyrstu stund (laugardags), þá réð Júpíter annari a. s. frv., máni hinni sjöundu og þá Saturn aftur hinni. áttundu og síðan hver af annari áfram í sömu röð og áður. Stjörnurnar höfðu auðvitað guðlegt vald og fór þá hver dagur og hver stund eftir því, hver stjarna réð. En þær réðu æði mis,- jafnt; sumir hlutu allskonar lán, en aðrir urðu fyrir ósköpum, einkum á fæðingar- stundinni, allt eftir því hver stjarnan réð þá. Því var það haft að orðtaki, að sá sem væri fæddur undir hálfs eyris plánetu, gæti aldrei orðið eins eyris virði! Var þao auðvitað sagt í gamni út af þessari hj átrú.. Kepler gaf nú út spásagnaralmanakið sitt. hið fyrsta 1595 og var því vel fagnað. Hann sannaði jafnvel með dæmum úr sínu eigin lífi. að kenningip um áhrif stjarn- anna á náttúruna og mannlífið væri óyggj- andi sannleikur. 1 því skyni hélt hann dag- bækur um það, sem á dagana dreif fyrir honum, nálega til dauðadags. Af þessurn dagbókum má því sjá, með nokkurnveginn óyggjandi vissu, hvað honum bar að hönd- um þá og þá, að minnsta, kosti stærstu stefni. En þó svona væri, þá stefndi þó hugur hans hærra; þóttist hann hafa, fundið með langvinnri íhugun, af hverju þetta áhrifa- vald stjarnanna, stafaði. Þessa apinberun sína gaf hann út í sérstökum bæklingi (Túbingen 1596). Segir þar, meðal ann- ara fáránlegra, hluta, að Guð hafi í önd- verðu, hagað því svo til, að sól, tungl og stjörnur skyldu tákna hina guðlegu þrenn- ingu! Varð hann frægur mjög af þessari falsopinberun og hófust af henni einkar vinsamleg bréfaskipti milli hans og tveggja

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.