Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1940, Blaðsíða 30

Heimilisblaðið - 01.01.1940, Blaðsíða 30
28 HEIMILISBLAÐIÐ hræðileg't. En okkur til mikillar hugfróun- ar urðum við þess vísir, að hann var enn með lífi, því að hann hreyfði aðra hendina og’ stundi. Orme lei,t á mig. »Það væri hægt að bjarga honum með vatni«, sagði ég. En nú kom spennandi augnablik. Við höfðum tæmt aðra vatnsflöskuna, áður en stormurinn skall á, en í hinni var enn góð- ur slatti, máske þrír fjórðu. Það var stærð- ar flaska, vafin flóka og harðskrúfuð aft- ur. En hver gqt nú vitað, nema að vatnið væri gufað burtu í þassum vellandi hita! Ef svo væri, þá var úti um Higgs. Og kæmi engin hjálp, hlytum við allir að fara, sömu. leiðina innan skamms. Ég var orð- i,nn magnlaus á höndum. Orme varð að taka korktappann úr með tönnunum. Það va.r Kvik að þakka, sem alltaf var svo hugs- unarsamur, að undir skrúfunni var kork- ur. Svo var Guði fyrir að þakka að dálít- ið var eftir af vatninu í flöskunni. Og þó að það væri vel volgt, en það fann hann, þegar við bárum það að vörum hans, þá sáum við, að hann beit í varirnar, svo blóð- ið fossaði úr þeim; það kostaði hann svona mikla, áreynslu að standast. freistinguna til að drekka. En hann stóð sig eins og hetja og drakk ekki einn dmpa, heldur rétti flöskuna að mér og mælti, um leið: »Adams, þú ert elztur, þú átt að fá þetta«. Nú kom röðin að mér að falla í frefstni. En ég stóðst hana líka. Ég settist niður og lagði höfuð Higgs í fang mér og lét svo drjúpa einn og einn dropa á hinar þrútnu varir hans. Þetta hafði dæmafá áhrif, þvi að ekki fullri mínútu síðar, þá sat pró- fessorinn uppréttur, greip flöskuna tveim höndum og ætlaði að rífa hana af okkur. »Grimmdarseggur! Sérgæðingurinn þinn«, sagði hann gapandi, þegar mér tókst að slíta hana úr höndunum á honum. »Heyrðu, Higgs!« varð mér að orði. »Orme og ég erum dauðþyrstir líka og höfum ekki fengið einn dropa. Þú gætir vel fengið það allt saman, ef það gæti bjargað þér. En það myndi einmitt ekki duga til þess.. Við höfum vijst í eyðimork- inni svo að við erum neyddir til að spara. Ef þú fengir það allt núna, þá myndir þú vera oröinn jafnþyrstur aftur eftir fáein- ar stundir. Og þá myndir þú liggja dauður«. Hann hugsaði sig dálítið um, leit upp og sagði: »Ég skil. Fyrirgefið mér. Það er vísi ég, sem er sjálfum mér næstur. En þao er víst töluverður sapi, eftir í flöskunni enn. Við skulum skipta því á milli okkar, ann- ars komumst við ekki lengra«. Við gengum að þessu og mældum vatns- sopann nákvæmlega, í smáum gúmmíbolla til jafns á milli okkar; bollinn tók nákvæm- lega, jafn mikið og portvínsstaup. Og við drukkum eða réttara sagt: sötruðum í okk- ur þrjá bolla, við, sem hefðum með mik- illi gleði getað gleypt í okkur heila tunnu hver, og þó heimtað meira til. En þótt lítið væri þá hafði það undursamleg áhrif á okkur. Við urðum aftur að mönnum. Við stóðum upp og lituðumst um; en stormurinn hafði umturnað öllu. Þar sem áður voru sandhólar, voru nú sléttur og dalir. Og þar sem áður varu dalir, voru nú sandhólar. Háa brekkan ein, þar sem við höfðum legið, var söm og áður, af þvi að hún var hærra, en aðrar brekkur og' berg var þar undir. Við reyndum að finna í hvaða átt gróð- urhólminn væri, með því að athuga stöðu sólarinnar. En það kom ekki að neinu haldi, af því að öll okkar vasaúr voru, hætt að ganga og við vissum því ekki, hve langt væri liðið á daginn og hvar sólarinnar væn að leita. Og eigi, dugði það heldur nokkra vitund í eyðimerkurflæmi þessu, að líta á strikin á áttavitanum. Hvað sem annars leið andlegum þrótti Higgs, þá er víst, að þrákelkniji í honum var söm við sig. Það þurfti nú svo sem ekki að segja honum í hvaða á,tt gróður- hólminn var. Orme var á alveg gagnstæðu máli við hann. Þeir þrefuðu meira að segja

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.