Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1940, Blaðsíða 14

Heimilisblaðið - 01.01.1940, Blaðsíða 14
12 HEIMILISBLAÐIÐ SÓLYEIG »Þar sem Guðríður í Haga er, þar er allt af sól og sumar. Hún flytur með sér líf og kæti,«. Þetta var viðkvæði allra er þekktu hana. Guðriður var einbirni prests- hjánanna í Haga, og var 17 ára að aldri. Lífið lék við hana, enda kunni hún að gleðj- ast með glöðum. Var það ekki ótítt, að Guðríður efndi til dansleiks að aflokinni messugerð á veturna. Var hún hrókur alls fagnaðar. Spaug hennar var meiplaust, en svo bráðfyndið, að allir urðu kátir, er með henni voru. Eins voru bláu, blíðu augun hennar fljót að fyllast af tárum, ef hún sá, að einhver átti bágt eða hafði um sárt að bipda. Var hún þá sem blíðasta móðir að hugga og gleðja. Foreldrar hennar sáu ekki sólina fyrir henni, Fósturbróðir átti hún að nafninu til, er Jón hét. Var hann, 5 árum eldri en h.ún. Hann var mótsetning við Guðríði: allt af þurr í viðmóti, kaldur og afturhaldssam- ur. Fáir höfðu heyrt hann hlæja, og efuð- ust menn um, hvort hann kynni það, en við Guðríði var hann þó jafnan viðmóts- góður. Prestshjónin höfðu tekið hann 8 ára að aldri, er hann missti foreldra, sína og stóð einn uppi hjálparlaus, að undanskild- um einum bróður, er var vinnumaður á Vestfjörðum, og hafði, hann ekkert látið frá sér heyra árum saman. Það var um hæsta heyskapartímann. Guðríður var með stúlkunum að rifja á túninu. Hún iðaði öll af fjöri. Löngu, ljósu lokkarnir hennar blöktu fyrir blænum. Li.tli, fagri munnurinn hennar var símas- andi, og brosbollar í kinnunum. Allt í einu henti hún hrífunni og tók á rás heim á hlað í einum sprett. Hún hafði séð Eyjólf póst koma heim túnið. Hún hljóp til gamla mannsins og söng: »Góðan daginn«, um leiö og hún tók í handlegginn á hcaium. Gamli maðurinn æjaði við. »Æ, blessuð mín, láttu ekki svona! Ég er svo ófær af gigtinni núna, þótt ég sé að rölta þetta«. EFTIR HENRlETTU FRÁ FLATEY »Og aurningi,nn«, sagði Guðríður góðlát- lega, »hvar er hún í þér núna?« »Hún er í lungunum á mér, kelli, mín, — í lungunum, bæði gigt og vindur á víxl«. Guðríði lá við að skellihlæja, en hún gerði það ekki. »Gakktu í bæinn, Eyvi mipn«, sagði hún glaðlega. »Ert,u með bréf til mín, góði? Eða hvað?« »Eitthvað er ég með af bréfum«, svar- aði hann. Prestur sat á tali við konu sína niðri í stofu. Eyjólfur var seztur inni í baðstofu. Gauja kom inn. »Hvernig lízt þér á það, Gauja mín«, mælti prestur, »að hingað kem- ur ungur piltur um næstu helgi? Það er myndasmiður, sjálfsagt prúður maður, ef hann er líkur honum föður sínum sáluga«. Guðríður klappaði saman lófunum og sagði: »0, það verður indælt! Þá látum við öll mynda okkur. — Ætli hann kunni ekki að dansa?« Presturipn beit. á vörina til að leyna brosi og sagði: »Eg vona, dóttir mín, að þú hagir þér samkvæmt stöðu, þinni, þegar menntaður maður kemur á heimilið«. »Þó það nú væri, pabbi«, sagði Guðríður, kastaði til höfðinu, reigði sig alla, og gekk með fyrirmennskusvip út úr herberginu, og skildi foreldra sína eftir skellihlæjandi að tilburðum hennar. ★ Myndasmiðurinn va.r kominn. Prestur- inn oig frúin tóku honum tveim höndum. Faðir hans og presturinn höfðu verið bekkj- arbræður. Guðríður virti hann fyrir sér með kvenlegri forvitni og um leið með sí- kvikanai barnsaugum. Hún hafði búist við að sjá eitthvað broslegt við hann, en þao sá hún ekki. Hún hafði fyrir framan sig háan og grannan mann, bláeygan og Ijós- hærðan. Það þóttist hún sjá, að hann hefði

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.