Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1940, Blaðsíða 16

Heimilisblaðið - 01.01.1940, Blaðsíða 16
14 HEIMILISBLAÐIÐ ur Guðríðar, og þá komu ætíð kaupmanns- hjóniji, úr kaupstaðnum með dóttur sína, þrem árum eldri en Guðríði, og voru þær einlægar vinstúlkur frá barnæsku. Pau ætluðu einnig að koma nú, og Guðríður hlakkaði ákaft til þe,ss, og nú bar afmæli hennar upp á sunnudag. Móðir hennar hvatti hana til að búa sig nú sem bezt und- ir, því nú myndi verða mannmargt, þa.r sem einmitt átt.i að messa í heimakirkj- unni þann dag, cg svo rann sjöundi ágúst upp, skír og fagur. Kirkjufólkið streymdi, að hvaðanæva. Það vissi vel, hve gaman var að koma á prestsetrið, og ekki sizt nú. þegar myndasmiðurinn var þar. Kaup- mannshjónin hvöttu hann mikið til þess að koma í kaupstaðinn og taka þar myndi.r, en hann var því mótfallinn; sagði sem var, að presturinn hefði lofað sér að vera sér til ánægju, í sveitinni, og svo. kvaðst hann nú vera á förum, því þann 3. september kæmi skipið, sem hann yrði að fara með, svo væri hann svo heijlaður af sveitafeg- urðinni, að hann vildi ógjarna missa af henni fyrr en hann mætti til, — og allt af leit hann til Guðríðar. meðan hann tal- aði, Hann gerði það svo kænlega, að eng- inn veitti þvi ettirtekh nema Guðríður sjálf og Guðrún, dóttir kaupmannsins, er sat hjá henni. hún stóð upp, tók í hönd Guð- ríðar og hvíslaði: »Komdu út«. Þær leiddust frá bænum og út á túnið. Guðrún leit í augu Guðríðar og spurði hvísl- andi: »Elskarðu hann? Þér er óhætt að segja mér það«. Guðríður svaraði ekki strax. Svo greip hún um hönd Guðrúnar og sagði lágt, en með geðshræringu: »Já, ég held að ég elski hann, en held- ur þú, að honum lítist á mig?« Guðrún svaraði. ekki. Eftir litla stund sagði hún með hryggðarsvip: »Aumingja Jón!« »Jón! — Hvað meinarðu?« sagði Guð- ríður. »Ekkert, Gauja mín, alls ekkert. En ef þeir elskuðu mig báðir, myndasmiðurinn og Jón., myndi ég taka. Jón blindandi«. »Æ, vertu ekki að þessu«, sagði Guðríð- ur hrygg. »Sem betur fer, þykir Jóni ekki vænt um mig, nema. eins og systur sína. Hitt kemur aldrei til; það er bara heimska úr mér. En hvernig sem allt breytist ert þú þó vina mín. — Eða ertu það ekki? ; »JÚ, í lífi og dauða«, sagði Guðrún með áherzlu, »en nú skulum við gleðja okkur, góða vina. Ætli það séu ekki nógu margir til þess að við gætum fengið okkur snún- ing á Barnaflötinni fyrir neðan bæinn?« »JÚ, það er fyrirtak«, sagði Guðriður glaðlega. Eftir messuna voru mörg pör farin að dan,sa á Barnaflötinni, og dönsuðu þau með lífi og sál eftir harmoniku, sem Guðríður átti. Nú bauð Ágúst Guðríði í dansinn. Þau dönsuðu. út úr hringnum. »Hvar get ég fengið að tala við yður í næði,?« hvíslaði hann lágt að Guðríði. »Ég fylgi kaupmannshjónunum eitthvað á leið«, svaraði hún eftir litla umhugsun, »kannske þér vilji,ð þá verða, með. Ef til vill gætum við þá talað saman á heimleið- inni«. Hún var forviða, á sjáfri sér að svara þannig, og henni, fannst sem eitthvert hul- ið afl stjórnaði orðum henna.r. Litlu síð- ar settist hún hjá kaupmannsdótturinni. »Dúdda«, hvíslaði hún lágt, »Ágúst ætlar að ríða á veg með ykkur, og ég«. »Það verður gaman«, sagði Dúdda glað- lega. Litlu síðar gekk hún til Jóns, er stóð sér og horfði, á dansinn. »Nonni! Eir hann Kópur þinn heima við? Blessaöur, ríddu með okkur úr garði. Hún Gauja bjóst. við því«. Jón hýrnaði í andliti. »Það er velkomið, ef þið óskið þess«. Það var yfir háls að fara. Guðríður, myndasmiðurinn og Jón höfðu ákveðið að fylgja þeim á Vegamót, þar sem hálínuð var leiðin. Guðríður og Guðrún, riðu spöí á undan.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.