Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1940, Blaðsíða 18

Heimilisblaðið - 01.01.1940, Blaðsíða 18
16 HEIMILISBLAÐIÐ Það var kominn 2. september. Daginn eftir ætlaði Ágúst að fara með strand- ferðaski.pi, sem væntanlegt var til kaup- staðarins. Þau höfðu oft fundkst, Guðríð- ur og hann, ag átt ma.rga inndæla stund, eins og allir elskendur á öllum tímum eiga. Guðríði hafði langað til þess, að segja foreldrum sínum frá trúlofuninni áður en Ágúst færi, en það vildi, hann ekki. »Þeg- ar ég er farinn, Gauja mín, skrifa ég for- eldrum þínum; það er miklu mannslegra. — Er það ekki?« Mótmælin, sem komu á varir henni, kæfði hann með kossum. Gauja svaf rétt, við dyrnar á herbergi foireldra sipna, sem var í öðrum enda bað- stofunnar. Ágúst hafði gtofuna. Nú hafði hann beðið Guðríði að koma niður til sín, svo þau gætu ráðið ráðum sínum síðustu nóttina, sem hann yrði þar. Guðríði lang- aði ákaft til að kveðja, hann. þa.r í síðasta sinni,, en hún óttaðist vinnufólkið, er svaf allt í kringum hana, og svo mamma henn- ar, sem var svo svefnstygg. Hún lagðist fyrir um kvöldið, í ljósum sumarkjól. Kvartaði hún um höfuðverk við Lenu gömlu, er svaf næst henni. Svc, breiddi hún yfir höfuð sér. En er klukkan sló 12 og allir voru í svefni, reis hún hljóðlega á fætur. Hún varð að gæta þess, að stíga á tvö gólfborð í einu, því ella tísti í borð- unum, sem orðin voru naglsvikin fyrir löngu. Hún opnaði stofudyrnar hljcðlaust, en hversu bylt varð henni ekki við, er hún sá, að Ágúst. var háttaður og lá með frá- hneppta skyrtuna. Við það sást; í bert brjóstið. Hún hafði nærri hrökklast út aftur, er hún heyrði að Ágúst hvíslaði, um leið og hann breiddi faðminn út á móti henni: »Komdu, elskan mín«. »En, góði Ágúst, hnepptu að þér skyrt- unni«. Hann sagði brosandi: »Elsku sakleysið mi,tt! Heldurðu að þú sjáir mig aldrei svona, þegar við erum orðin hjón?« Hún læddist. inn gólfið Oig laut niður að honum. Hann tók hana í faðm sér og kyssti hana með mikilli áfergju. »Ágúst!« hvíslaði hún lágt, »ég er hálf hrædd. við þig«. »Elsku litla. stúlkan mín! Getur ást mín hrætt þig?« »Nei«, sagði Guðríður og hjúfraði sig að brjósti hans. Nú skildi hún samlíkingu Guðrúnar vinstúlku sinnar um máfinn og rauðmagann. — Nei, það gat ekki átt við; hún var svo mikið barn og Ágúst var svo göfuglyndur. Ágúst krækti frá henni kjólnum. »Hvað ertu að gera, elsku bezti?« »Elskan mín! Þú lofar mér að kyssa á brjóstið þitt, þar sem hjarta þitt slær und- ir, — hjartað mitt; eins og þú veizt, er þetta í síðasta sinni,«. Hún fór að gráta, og sagði: »Eg get ekki lifað án þín«. »Ég veit það, ástin mín. — Legstu nú hérna, hjá mér, þér er svo kalt. — Ö, þú skelfur!« sagði hann um leið og hann dró hana, hálfnauðuga fast að sér. Guðríður vaknaði við, að haninn galaði. »Ágúst! Guð hjálpi okkur! Iianinn er fari.nn að gala.. Það er komið undir fóta- ferðatíma,«. »Æ, góða bezta! Láttu mig vera, ég er syfjaður«. »En góði, ég er að fa.ra«, sagði Guðríð- ur kjökrandi. Hann áttaði sig og settist upp. »Æ, það er satt«, sagði hann. »Vertu sæl, ástin mín. — En heyrðu! Ertu nu feirnin við mig„ þó skyrtan mín sé óhneppt, elsku lifla konan mín?« »Segðu það aftur, Ágúst! Það var svo fagurt. Ó, að ég væri orðin það!« »Elsku litla konan mín«, hvíslaði hann og kyssti hana á ennið. »Hún er inndæl, saklaus og fríð«, taut- aði hann, þegar hún var gengin út, »en að bindast henni fyrir allt lífi,ð, það er til allt of mikils mælst. — Herra trúr!« En þegar Guðríður læddist upp á loftið, heyrði hún Ágúst blístra lag ofur lágt og það tók hana sárt. ★

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.