Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1940, Blaðsíða 26

Heimilisblaðið - 01.01.1940, Blaðsíða 26
24 HEI.MILISBLAÐIÐ hann drakk kaffið. Því næst gekk hann með blaðið að borði Watts og sagði: »Lesið þessa grein, hún er skemtileg*. Leó, kinkaði kolli og fór að lesa. »Mér hefir ekki komið dúr á auga í tvær nætur«, sagði Hume við Jenny litlu seinna. Þau sátu fram í eldhúsi, en hann gætti þess að tala svo hátt, að fangarnir heyrðu hvert orð. »Ég er svo dauðsyfjaður, þú getur nú vakað á meðan ég legg mig til svefns dálitla stund. Hér eru skammbyssur. Enginn þeirra getur losnað. En gættu þeirra samt. Sér- staklega verðurðu að gæta Watts. Það var hann, sem ég var að elta«. Svo hvíslaði hann, svo að Jenny gat naumast heyrt. Gættu þess vel hvort þeir koma blaði yfir til Watts. Þú getur lát- ist vera syfjuð. Auðvitað sofna ég ekki. Svo sat Jenny með byssu í hönd. En Hume gekk inn í dimma hliðarherberg- ið. Þar settist hann á stól. Þorpararnir liöfðu eitthvað fyrir stafni. -Hefur þú lesið þetta?* sagði annar þeirra og ýtti blaði yfir borðið til hins. »Nei, en þetta er mikið skemtilegra,- sagði hinn og ýtti blaði yfir borðið aft- ur og benti á eitthvað með blýantinum. Jenny fór að dotta og hraut hljóðlega. Ræningjarnir horfðu hvor á annan og fóru að fitla við böndin. Watt sat graí- kyr og starði fram fyrir sig. Hann and- varpaði við og við. Alt í einu stóð Hume á fætur og athugaði handjárnin og bönd- in á Hank og Rubs, svo tók liann sam- an blöðin og bar þau fram í eldhúsið. Hann athugaði þau nákvæmlega. Fjöldi blýantsstrika og punkta var á þeim, en ekki eitt einasta skiljanlegt orð skrifað, aðeins merki og undirstrikanir. Hann tók tímarit, sem hann hafði lengi rjálað við, fór með það til Watts og lagði það fyrir framan hann. »Lítið á þessa grein.* sagði hann, og Watt fór að lesa. Hið bezta fyrir hann var, að tíminn styttist. við eitthvað. — Oti fyrir ýlfraði stormurinn, svo að lirikti í hurðum og gluggum. Hume rann- sakaði nákvæmlega blöðin, sem Hank og Rubs höfðu haft til lesturs. Fyrst tók hann eftir að O var fyllt út með blýanti. svo sá hann að merki höfðu verið sett við ýmsa stafi. En ekkert vit varð úr, þótt hann reyndi að setja staf- ina saman. Komdu hérna snöggvast-, sagði hann allt í einu við Watt. »Gæti ég komist hjá gamni yðar?« sagði Watt og leit á handjárn sín, Hann vildi ekki gera sig hlægilegan með því að draga stólinn með sér. »Þér eruð alls ekki bundinn*, sagði Hume og brosti. Togið í og þá munuð þér sjá, hvað verður. Watt togaði í handjárnið, það var alls ekki læst. Það hrökk því upp, og hann var frjáls. Hann stóð upp og gekk yfir í eldhúsið til Hume og Jenny. Hume sagði Watt að setjast hjá sér, og dró dagblað upp úr vasa sínum. Hann benti á grein í blaðinu og sagði: »Lesið þetta og segið mér svo, hvort þér sjáið nokkuð merkilegt við það.* Hann virti andlit Watts nákvæmlega fyrir sér, meðan hann las. *Jæja, hvað segið þér nú, getið þér ekki lesið neitt á inilli línanna?* »Það get ég ekki*, sagði Watt undr- andi. »Gætuð þér ekki séð, að merki eru sett yfir suma stafina? Þýðir það ekkert fyrir yður?* »Ekki hið minnsta*. »Jæja, lítið þér á þessa blaðsíðu, sem ég hefi hérna. Þér þekkið þetta blað, ef til vill. Þér hafið fengið mér það, og sögðuð, að þorpararnir, sem rændu bank- ann, hefðu týnt því, áður en þeir hurfu með feng sinn. Þér getið skilið, að þar eru merki við marga stafi. Þeir eiga að byrja við O, sem er fyllt út með blýanti. Ef þér lesið merktu bókstafina á venju-

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.