Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1953, Síða 6

Heimilisblaðið - 01.03.1953, Síða 6
mikið lengur, því að ennþá höfðum við naumast séð nema eins konar yfirlitsmynd af allri þeirri margvíslegu nátt- úrufegurð, sem einkennir þennan stað. En því miður vorum við svo tímabundnir, að við máttum ekki eyða nema aðeins tveim- ur dögum í þetta ferðalag og urðum því að líta yfir allt í hálfgerðum flýti. Eins og áður er vikið að, gisti margt manna í sæluhús- inu þessa nótt, en fæstir þeirra voru komnir á kreik, þegar við fórum þaðan um morguninn. Var þetta flest allt skemmti- ferðafólk úr Reykjavík, en auk þess nokkrir erlendir ferða- menn. Höfðu allmargir enskir stúdentar komið þangað dag- inn áður, og gistu sumir þeirra í sæluhúsinu, en flestir höfðu þó aðsetur sitt í tjöldum þar skammt frá. Skömmu eftir að við lögð- um af stað heimleiðis, tók að hitna mjög í veðri, og varð sá hiti að lokum óþægilega mikill. Hestarnir urðu því næsta þunglamalegir, og ferð- in gekk fremur treglega í fyrstu, enda var vegurinn líka ákaflega slitróttur og seinfar- inn. Við vorum heldur ekkert að flýta okkur, því að við vissum, að við mjmdum samt sem áður hafa nægan tíma til heimferðarinnar þá um dag- inn. Með því líka að fara okk- ur að engu óðslega, höfðum við miklu betri aðstöðu til þess að gefa nánar gætur öllu því margvíslega, sem fyrir augu bar, og varð okkur oft- ar en einu sinni staldrað við á leiðinni í því skyni að virða sem bezt fyrir okkur hinar einkennilega fögru f jallamynd- anir, sem þarna gefur hvar- vetna að líta. Þegar við vorum komnir vestur yfir Hvítá, hugkvæmd- ist okkur að yfirgefa þjóðveg- inn um hríð og halda beinustu leið upp síhækkandi auðnina, sem þar tekur við, með stefnu laust af norðvesturhorni Blá- fells. Var bersýnilegt, að með þessu móti myndi vera hægt að stytta sér leiðina að mikl- um mun, því sjálfur beygist vegurinn langt til norðvesturs frá ánni og liggur þannig í risaboga upp á Bláfellsháls. — Það varð okkur líka til hins mesta happs að velja heldur þessa leiðina, því þegar upp í hæðir þessar kom, blasti við svo hrífandi fögur fjallasýn, að aðra slíka hef ég aldrei augum litið. Það var komið undir hádegi, og sólin stráði brennandi geislum sínum yfir umhverfið. Útsýnið var svo dásamlegt, að unun var á að horfa. 1 norðvestri og norðri blöstu við hin undurfögru fell við Hvítárvatn, með dimm- bláa hamraveggi, en jökul- krýnda kolla. Sjálft var vatn- ið spegilslétt, og á því flutu fjölmargir, fannhvítir jakar, eins léttisnekkjur fyrir fullum seglum. 1 austri bar hina einkennilegu tinda Kerlingar- fjalla við himin, og norðan til við þá sást á hjarnbreiður Hofsjökuls. Allt þetta höfðum við að vísu séð úr Hvítárnesi, en aðeins í annari mynd. Mér varð ósjálfrátt hugsað til þess, hvernig hér myndi vera umhorfs á tunglskins- björtum vetrarnóttum, þegar allt væri snævi hulið, en allur himingeimurinn alsettur glitr- andi stjörnum. Hvílík tign og fegurð! Hvílíkt ævintýraland! Er við komum fast að Bla- felli norðanverðu, barst allt 1 einu hljómþýður niður að eyr' um okkar. Gátum við í fyrstu ekki áttað okkur á, hvaðan nið þennan bæri að, en um leið og við beygðum fyrir norð' vesturhornið á fellinu, kom 1 ljós, af hverju hann stafaði- Þarna féll lækur einn, sem ég eigi kann að nafngreinai í ótal fossum og flúðum nið' ur hamrahlíðar Bláfells, og vai það niðurinn af fossaföllum hans, sem okkur hafði borizt til eyrna. I þetta skipti vaf lækur þessi enginn farartálmii en sagt er, að öðru máli sé þ° stundum að gegna í leysingum á veturna og vorin, þegar mik' ill snjór hefur áður safnazt J fellið. Þá getur þessi litla spræna, sem á sumrin hoppai fagurlega niður bergstallana 1 mörgum, syngjandi fossumi orðið býsna vatnsmikil og fef' leg ásýndum. Mun það vera stórfengleg sjón að sjá laek þennan í slíkum ham, þar sem hann geysist niður hamra' beltin í ægilegum stökkum- Eftir því sem lengra bar áfram, óskýrðist þessi laðand1 lækjarniður smám saman, uns hann hljóðnaði með öllu. E11 rétt um sama leyti fórum við yfir hæsta hlutann af Bláfells' hálsi, og urðu þá samstundlS miklar breytingar á öllu út' sýninu. Framundan blöstu við sveitirnar í hláleitri móðu, eJ1 töfraríki óbyggðanna lokaðis^ að baki. STAKA Eins og lœkur WSur í haf er lífitS takmörkum hundiö. í feröina síöustu fœ ei staf, en fjalir á dauöasundiö. Þ. K. [42] HEIMILISBLAPlP

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.