Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1953, Blaðsíða 19

Heimilisblaðið - 01.03.1953, Blaðsíða 19
HEFND FANGANS Framhaldssaga eftir Max Brand Þetta er viðskiptapólitík, ®agði hann. Ég ásaka þig ekki. £ mun spjara mig. Þetta verður aðeins bráðabirgðalán, gamli vinur! Hann gekk aftur út á götuna. ann brosti stöðugt. En á göng- unni sá hann fyrir sér mynd, ^ynd, sem var fremur óviðfelldin dauður maður lá fyrir framan ann, 0g sá dauði var Jimmy Clifton. Tuttugasti og sjötti kapítuli. þe6ar hann kom aftur til skrif- stofu sinnar, kom einkaritari ans. Sara Gann, og tilkynnti hon- Urn> að spurt væri eftir honum. B Sendu manninn burtu, sagði ent ergilega. Ég kæri mig ekkert y111 tala við hann. Það er sama ”Ver það er. Það er drengur, sagði Sara Þann. , Jseja, ég er búinn að segja er> hvað þú átt að gera. j Hann er kominn viðvíkjandi j 6stry> sagði hún, um leið og hún . Ú ®Hur, þegar hún kom að hurð- lnni. T~ Hestry? Sendu hann þá inn! k fnrlítil svipbrigði, er gáfu til ^ynna sigurhrós, sáust á andliti þe^nar- Hétt á eftir vísaði hún inn h^úv tötrale£asta dreng, er Bent . 1 nokkru sinni séð. Hann var j jnkka, sem náði honum niður aj n® °S vasarnir voru úttroðnir Var ^ °g stóðu út 1 loftið' Hann Ust Úorfættur> og iljar hans virt- Var arðar elns °S sólaleður. Hann mað klæddur eins og fullorðinn ]6g 'n-’ en fötin voru bætt og tötra- Vjg, ° lelt hann út fyrir að vera ragðsskjótur og þróttmikill rengur. — Ertu með sprengjur í vösun- um? spurði Bent, um leið og hann hallaði sér áfram í stólnum og setti olnbogana á skrifborðsrönd- ina. Sérhver maður finnur til öfund- ar gagnvart hinu frjálsa drengja- lífi, sem hann var einu sinni þátt- takandi í. Og Bent hafði ástæðu til þess að óska, að hann væri frjáls undan áhyggjum augnabliks- ins. — Ég er með hnetur í þessum vasa, sagði drengurinn. Hann var dálítið hræddur, og einnig hrifinn, en úr augum hans skein árvekni. — Finnst þér þær góðar? — Þær eru léttar í vasa og end- ast manni vel, sagði drengurinn. Hann tók upp skinnpoka, opn- aði hann, og var hann fullur af hnetum. — Hinn vasinn er líka fullur, eða hvað ? — Tannbursti, sagði drengurinn, um leið og hann brosti, svo að skein í mjallahvítar tennur. Mamma hefur kennt mér að bursta tenn- urnar, sagði hann sakleysislega. Svo eru þar nokkrir sokkar, hand- klæði og sápustykki. — Þú ert útbúinn í langferð, mælti Bent. — Já, ég hef gengið eitt hundr- að og tíu mílur. — Á hvað löngum tíma. — Þrem dögum. — Yfir fjöll? — Já. — Það er vel af sér vikið. — Fætur mínir þyngjast ekki af skóm. — Ég sé heldur ekki neitt höf- uðfat. Drengurinn sýndi samanvafða hálmvisk, er hann hafði haldið fyrir aftan bak. ^ElMlLlSBLAÐIÐ [55] — Þetta er ekki merkilegt höf- uðfat, sagði drengurinn, en það hlífir manni fyrir regni, vegna þess, að hálmurinn er mettaður af svína- feiti. — Hvað heitirðu, góði minn? — Ég heiti Willie Thornton, herra. — Og hvers vegna komstu hing- að? — Vegna Destrys. Maðurinn hrökk allt í einu ónotalega við. — Destry! Hvað kemur hann þér við? — Hann sagðist gjarnan vilja sjá mig aftur. Þess vegna er ég kom- inn til hans. Það var lítið varið í að vera heima eftir að hann var farinn. Það veit enginn, hvar hann er, ef þér vitið það ekki. Það segja allir, að þér séuð bezti vinur hans. — Ég er vinur hans, Willie. Segðu mér, ert þú drengurinn, sem hjálpaðir honum, þegar Sam Warr- en elti hann? — Ég var nálægur, sagði dreng- urinn snúðugt. — Var það þá, sem þú fékkst kúluna á gagnaugað? — Ef til vill. Ég lenti í áflog- um þá nótt, sagði Willie. Bent varð Ijóst, að hann varð að gera eitthvað. Hann stóð allt i einu upp af stólnum og rétti fram hendurnar. — Mér þykir mjög vænt um að sjá þig! sagði hann. Það mun Destry þykja líka. Hann hefur oft talað um þig. Langar þig til þess að hitta hann? — Já, það mundi ég vilja, herra. — Farðu nú heim til mín fyrst. Þú verður að fá ærlegan matar- bita og gott rúm til að sofa í, áð- ur en þú leggur upp í ferðina. Hvar hefurðu sofið undanfarnar nætur? — Ég gisti eina nótt á bóndabæ, en svo gerði ég mér sæng úr hrísi, og ég get ekki neitað því, að það var kuldalegur náttstaður. — Ég get trúað þvi. Spurðu til vegar að húsi minu, sem er við enda götunnar. Bíddu augnablik. Taktu þetta með þér! Hann skrifaði nokkur orð á pappírsblað og rétti drengnum það. — Fáðu þetta einhverjum heima hjá mér. Þá mun verða tekið á

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.