Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1953, Síða 21

Heimilisblaðið - 01.03.1953, Síða 21
hafði vitað fyrirfram, hvöss eins °£ rakhnífur. Hann stakk hnífnum i vasa sinn var á leið út úr herberginu, Pegar hann heyrði eitthvert þrusk. Hann snerist á hæli og dró hníf- *nn ^r slíðrum, en svo heyrði hann Ijóð aftur, það kom frá glugga- 'wunum, sem hreyfðust af vind- lnum- Hann tautaði við sjálfan sig, þetta væri sama hljóðið og hann eyrði f fyrra skiptið. En það var ekki laust við, að ann væri dálítið taugaveiklaður, egar hann gekk niður stigann, og e>nhvern veginn hafði hann það ® tilfinningunni, að mannleg augu . efóu séð hann taka hníf Destrys Ur skúffunni. Tuttugasti og sjöundi kapítuli. ^>ð förum skemmstu leið heim, sagði Clifton, þegar hann gekk frá húsi Bents. Ecnt stanzaði á tröppunum, eins °g til þess ag njóta kvöldblíðunn- r- En Clifton sagði varfærnislega, eins °S hann skammaðist sín fyrir a ónáða skuldunaut sinn: htér þykir leitt að biðja þig f hraða þér, gamli vinur, en ég Parf hjá að hitta nokkra menn heima Baér í kvöld, og ég þarf að ®nra dálítið, áður en þeir koma. hú hefur ekkert á móti því, ég að við höldum af stað. Hvers vegna eigum við að u fa shemmstu leið ? spurði Bent, m leið og hann gekk upp að hlið ^úftons. Ég sýni mig ekki á götunni a en nauðsyn krefur þessa hv^0113 munt fara nærri um, það^ V6gna kæri mig ekki um Er það vegna Destrys ? Einmitt. jv,„ » held, að hann muni ekki ^ Þig, Jimmy! hf^nd^T3 er ekki Það versta. ____u’ hvað hann gerði við Orrin! sti* ^efur þú líka fengizt við D°rnmál ? og~á Ekuk' eins og 0rrin. En strax er ég kaupsýslumálum, g þarf að sinna, œtla ég að Heimilisblaðið flytja á burt úr þessum landshluta, þar til friður er kominn hér á. — Hefurðu Destry í huga? — Já. Það borgar sig að bíða. Ég hef hugsað mér að ráðleggja hinum að fylgja fordæmi mínu, þegar ég hitti þá í kvöld. — Ætlið þið að hafa mót með ykkur í kvöld? — Já, við höfum ákveðið það. — Þú ætlar að bjóða þeim mið- degisverð, geri ég ráð fyrir? — Ekki heima hjá mér! Þú veizt, að offylli hefur heimskandi áhrif. Við þurfum á gáfum okkar að halda í kvöld. — Það hafið þið, mælti hinn. Svo að þið ætlið að hittast og ræða um Destry og hvað þið eigið að gera við hann? Ég vona, að hann standi ekki á hleri og heyri til ykkar. Clifton stanzaði allt í einu og lyfti hendinni. — Við skulum ekki ræða lengur um þennan manndjöful, sagði hann. Við skulum heldur ræða um víxlana, hvað segirðu um það ? Loksins tók Bent ákvörðun um áform sitt. Þeir fóru þrönga og krókótta stíga, þar sem ekkert mannlegt auga sá þá. — Við skulum athuga það, sagði Bent. Kannske er bezt að við út- kljáum okkar viðskipti með þvi að ég gefi þér ávísun. — Geturðu það? Mér þykir vænt um, að þú skulir geta það, Chet. Það væri bezt fyrir okkur báða. Mér þykir vænt um, að þú skulir eiga þessa peninga handbæra. Satt að segja var ég hræddur um, að þú hefðir það ekki! — Varstu það ? spurði Bent. Varstu það? Hann hló undarlegum hlátri, og Clifton horfði á hann. — Ég á varasjóð, sem ég nota helzt aldrei. Ég ætla að taka af honum núna. Hann varð djarfari, og einhver óheillavænleg kaldhæðni gerði vart við sig hjá honum. — Ég tók síðast af honum fyrir sex árum! Þá erum við komnir heim til þín, Jimmy! Þeir stóðu við bakdyrnar. Jimmy lyfti klinkunni og hratt upp hurð- [57] inni. Hundur þaut geltandi út og flaðraði með gleðilátum upp um húsbónda sinn. Þeir gengu gegnum eldhúsið og setustofuna og inn í svefnherbergi Cliftons, en skrifborð stóð í einu horninu og gaf til kynna, að þar væri skrifstofan líka. Clifton kveikti ljós og hengdi hatt sinn á snaga á veggnum. — Tylltu þér, Chet, sagði hann. Hér er penni og blek, ef þú vilt skrifa snöggvast ávísunina. Piltarn- ir koma ekki strax, en ég verð að hraða mér dálítið fyrir því. Gerðu þig heimakominn. Ég ætla að fara og setja stóla umhverfis borðið í næsta herbergi. Hann tók stól úr svefnherberg- inu og fór með hann með sér inn í herbergið, þar sem hann flýtti sér að setja sex stóla umhverfis borðið. Á meðan tók Bent upp ávísana- hefti úr vasa sínum og skrifaði ávísun að upphæð tólf þúsund doll- ara. Hann vandaði sig sérstaklega við skriftina. Hann hafði lokið þessu, þegar Clifton kom inn aftur. Hann athugaði nákvæmlega ávís- unina og kinkaði kolli. — Þá er tilveru víxlanna að fullu lokið, sagði hann. — Þú yrðir undrandi, ef þú fyndir, hve þung- um steini er létt af hjarta mínu. Mér þykir annars leiðinlegt, að ég skyldi hálfpartinn neyða þig til þess að borga, þar sem þú áttir svona auðvelt með það. — Viðskipti eru viðskipti, sagði Bent og brosti undarlega. Þér ber að fá útistandandi skuldir greiddar. — Þú ert heppinn að eiga þenn- an varasjóð! Bent beit á jaxlinn. Honum var ljóst, að hann varð að framkvæma áform sitt sem fyrst. En einhver snákur í huga hans kom honum til að kvelja fórnardýr sitt, áður en hann reiddi til höggs. Þess vegna brosti hann stöðugt. Clifton brosti á móti, en dálítið utan við sig, eins og sá, sem ekki skilur, hvað er á seyði. — Þú skilur, að maður verður að hafa einhvern bakhjarl, sagði Bent. — Auðvitað, sagði Jimmy Clift-

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.