Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1953, Page 27

Heimilisblaðið - 01.03.1953, Page 27
Selma Lagerlöf Umskiptingurinn Ævintýri ' Guð almáttugur! sagði jftaður hennar. Nú skil ég, að uu ætlar að koma því til leið- fr> að barnið okkar verði • yr.rt hjá hólbúunum alla æv- líla' Hann stóð kyrr og beið, kona hans lá hreyfingar- au® fyrir framan hann og a.i barnið. Þá fleygði mað- rinn lurknum frá sér og gekk ryggur og reiður út úr hús- pfU' Hann furðaði sig á því i lr á, að hann skyldi ekki i a.a bnúið fram vilja sinn, Jfatt fyrir mótspyrnu kon- i Uriar> en það var eitthvað í , ri hennar, sem hélt áftur af °num. Hann gat ekki gert 'SUm ^ún var mótfallin. ,u bðu enn nokkrir sorgar- e5,. rySgðardagar. Það er full- l 1 ^ fyrir móður að missa bn^u S1^> en bó er það öllu • Uara aÓ hafa fengið SlíW V^in6 1 staðinn fyrir það. v i neldur þrá hennar sífellt al^ aUc^’ sv° að hún öðlast a Urei frið. að veit ekki, hvað ég á b0r*ge^a urnskiptingnum að ejn a’ sa£Öi konan morgun eifL,- mann sinn. Hann vill fyrjp ^°rða Það, sem ég ber það er víst engin furða, HEiM1LISBLAÐIÐ sagði maðurinn. Hefur þú ekki heyrt, að hólbúarnir borða ekkert annað en froska og mýs? — Þú getur þó ekki kraf- izt þess, að ég fari út í froska- tjörnina, til þess að sækja mat handa honum, sagði konan. — Nei, þess krefst ég alls ekki, sagði maðurinn. Mér finnst það væri bezt, að hann væri látinn deyja úr hungri. öll vikan leið án þess að bóndakonan gæti fengið hól- búakrógann til að borða neitt. Hún raðaði hvers konar fáan- legu góðgæti í kringum hann, en hann glotti aðeins og hrækti, þegar hún reyndi að fá hann til að bragða á ljúf- metinu. Kvöld eitt, þegar svo leit út, sem hann væri að því kominn að deyja úr hungri, kom kötturinn hlaupandi inn í herbergið með rottu í munn- inum. Þá hrifsaði bóndakonan rottuna af kettinum, fleygði henni til umskiptingsins og flýtti sér út úr herberginu, til þess að þurfa ekki að horfa á, hvernig hólbúabarnið tók til matar síns. En þegar bóndinn varð þess var, að konan var í raun og [63] veru farin að tína froska og köngulær handa umskiptingn- um, fékk hann svo mikinn viðbjóð á henni, að hann gat ekki lengur leynt honum. Honum var ómögulegt að segja nokkurt vingjarnlegt orð við hana. Samt hafði hún enn- þá það mikið eftir af hinu fyrra valdi sínu yfir honum, að hann hélzt enn við heima. En það var ekki svo vel, að við þetta sæti. Vinnufólk- ið fór líka að sýna húsmóð- urinni óhlýðni og virðingar- leysi. Húsbóndinn lét sem hann yrði þess ekki var, og húsmóðurinni skildist nú, að ef hún héldi áfram að halda hlífiskildi yfir umskiptingnum, mundi líf hennar verða erfitt og þungbært hvern einasta dag, sem Guð gæfi henni. En henni var nú einu sinni þann veg farið, að ef einhver var, sem allir hötuðu, hlaut hún að leggja fram ýtrustu krafta sína, vesalingi þeim til aðstoð- ar. Og því meira, sem hún varð að þola vegna umskipt- ingsins, með þeim mun meiri trúmennsku gætti hún þess, að hann yrði ekki fyrir neinu illu. Ári síðar sat bóndakonan ein saman í húsinu morgun einn og saumaði bót eftir bót á barnaföt. — Æ, já, hugsaði hún meðan hún saumaði. Það eru.engir sæludagar fyrir þá, sem verða að hugsa um ann- arra barn. Hún saumaði og saumaði, en götin voru svo stór og mörg, að tárin komu fram í augun á henni, er hún sá þau. — En það mikið veit ég, hugsaði hún, að ef ég mætti gera við kuflinn af syni mín- um, þá mundi ég ekki telja götin. — Mikið erfiði hef ég af umskiptingnum, hugsaði bóndakonan, þegar hún kom auga á eitt gatið enn. Bezt væri, að ég færi með hann svo langt inn í skóginn, að hann rataði ekki heim og skildi hann þar eftir.

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.