Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1957, Qupperneq 5

Heimilisblaðið - 01.01.1957, Qupperneq 5
EYÞÓR ERLENDSSON: ÁRIÐ UM KRING Ríki náttúrunnar er því lögmáli háð, að taka sífelldum breytingum frá ári til árs. Þessar breytingar birtast í ótal myndum og svipbrigðum einstakra árstiða og ræður veð- urfar þar um mestu. Mætti um þetta rita langt mál. — Hér fara á eftir örfá brot og minningar, sem þar að lúta. VORIÐ „Nú andar suðrið sæla vindum þýðum.“ Svo kvað Jónas Hallgrímsson. 1 huganum hefur hann séð, hvernig vorblærinn kemur úr suðri, mildur og hlýr, og umvefur eyjuna hvitu í norðurhöfum, séð, hvernig sólarylur- inn bræðir klakann og faimirnar af tindum hinna íslenzku fjalla. Einmitt þannig gætir fyrstu áhrifa vorsins. Veturinn, sem svo lengi hefur drottnað yfir landinu, verður smám saman að þoka fyrir áhrifamætti sól- arljóssins. Snærinn á sér eigi friðland leng- nr á íslenzkri grund, leysist upp og verður að niðandi lækjum. Aðeins á jöklum uppi verður veldi hans eigi brotið niður til fulls, bar drottnar hann ávallt og eilíflega. Loks vaknar móðir náttúra til nýs lífs eftir vetrardvalann. Fyrir sameiginleg áhrif fegns og sólar, teygir lífsmeiðurinn mikli ^rjóanga sína hvarvetna upp úr jörðinni og fyllir hana dásamlegu lífi. Grös og jurtir verða til, ná smám saman fullum þroska og Diynda prúðar fylkingar, hvert sem auganu rennt. Er unaðslegt að sjá allt þetta líf Dmhverfis sig á sólríkum vordögum, alla þessa þöglu einstaklinga, sem í sameiningu sveipa foldina hlýjum klæðum og breyta henni í frjósamt land. I skjóli gróðurs og moldar endurfæðist og þróast margvíslegt líf. ótölulegur grúi skordýra skríður þar úr fylgsnum sínum og fer á kreik. — Og einnig á annan hátt vinn- ur lífið stórfelldan sigur, því nú koma far- fuglarnir „með fjaðrabliki háa vegaleysu" yfir úthöfin bláu. „Vorboðinn ljúfi“, þröst- urinn, er jafnan fyrstur í sumardalinn sinn. Undir júnísól.

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.