Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1957, Qupperneq 7

Heimilisblaðið - 01.01.1957, Qupperneq 7
 Drungalegur svipur fœrist yfir landi‘8 og hausd'ð svífur að. brún á kyrrum sumarkvöldum, nær litskrúð náttúrunnar mestum ljóma. Andspænis þeirri dýrð, sem þá getur að líta, finnur mað- urinn ósjálfrátt til smæðar sinnar og van- máttar til orða og athafna. Við, sem dveljum að jafnaði fjarri haf- inu, eigum þess sjaldan kost að sjá slík sól- setur. Þó hefur mér auðnast að sjá þau nokkrum sinnum, og er mér einkum eitt þeirra minnisstætt. — Það var í ágústmán- uði, fyrir allmörgum árum, að mér birtist sú ógleymanlega sýn. Ég var þá á ferð yfir hraunið norðaustantil við Hafnarfjörð. Er mér ríkt í minni, hve umhverfið þar var lað- andi í kvöldkyrrðinni. Voru þar víða fagr- ar kvosir, grasi- og kjarrivaxnar, með kyn- lega kletta umhverfis. — En athygli mín beindist brátt að öðrum og meiri dásemd- Um. Sólin var nefnilega að kveðja við hafs- brún í vestri og vesturhimininn var því tek- 'nn að sveipast undurfögrum litskrúða, sem endurspeglaðist þegar í haffletinum, svo að himinn og haf virtust fallast í faðma. Megin- hluti vestursins varð þannig á skammri stund fagurrauður að lit. Og upp af þessari þtfögru víðáttu teygðust hvarvetna samlit- ar slæður eða tungur upp í háloftið, eins og dýrðlegar kórónur. Sólin sjálf, sem var mið- ^epill og orkugjafi alls þessa, sendi stöðugt sér ljómandi geislamagn, er sindraði út frá henni til allra hliða og myndaði síbreyti- leg blæbrigði víðsvegar um haf og himin. — En þessi dýrð átti sér ekki langan aldur. Brátt hvarf sólin bak við hafsbrúnina og lit- skrúð lofts og lagar dvínaði eðlilega í sam- ræmi við það. Slíkar minningar, sem þessi, eru í vitund- inni, þótt sumarið kveðji. Þær eru fjársjóð- ur, sem haustið og veturinn fá ekki grand- að. ★ Allur síðasti hluti sumarsins er raunveru- lega tími hnignunar í náttúrunnar ríki. Þró- unaröfl lífsins hafa lokið því hlutverki sínu, að skapa hinum ýmsu tegundum jurta og dýra vamir og öryggi gegn komandi vetri. Smám saman sígur máttugur svefnhöfgi yfir náttúruna. Drungalegur svipur færist yfir landið og haustið svífur að. HAUSTIÐ í hvert skipti, sem við sjáum haustblæj- una færast yfir náttúruna, finnum við ætíð til einhvers lamandi kvíða og saknaðar í hugum vorum. Við vitum, að þá eigum við að sjá á bak öllu því fagra og dásamlega, sem sumarið færði okkur í ótal myndum, en að framundan er myrkur og kuldi hins geigvæn- 5

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.