Heimilisblaðið - 01.01.1957, Page 9
En eigi að síður býr hann yfir fegurð, sem
er svo furðuleg, að hún tekur fram nálega
öllu öðru, sem ber fyrir augu dauðlegra
manna. Sú fegurð er fólgin í hreinleik mjall-
ar og þeirri uppheimadýrð, sem opnast á
heiðríkum vetrarkvöldum, þegar fortjald
himinsins dregst til hliðar. 1 blárri hvelfing-
unni gefur þá að líta ótölulegan grúa tindr-
andi stjarna, sem dreifa ljóma sínum víðs-
vegar um snækrýnda jörðina. Hámarki sínu
nær undrafegurð þessi, þegar blikandi norð-
urljósin þjóta til og frá um geiminn, leiftr-
andi í öllum regnbogans litum, en tungl og
stjörnur kasta birtu sinni á drifhvita fann-
breiðuna, sem hylur landið frá hafi til hafs.
Á slíkum stundum er sem okkur, börnum
jarðar, opnist innsýn í „musteri allrar dýrð-
ar“, og þá fyrst lærum við að meta „vorn
þegnrétt í ljóssins ríki“.
★
Norðurljósin eru það himnaskraút, sem
mest hefur heillað mig. Oft hefur fegurð
þeirra og regintign verið mér undrunarefni,
en þó eigi annan tíma svo mjög, sem eitt
skipti fyrir mörgum árum. Ég var þá stadd-
ur hér heima við bæinn — Helgastaði í
Éiskupstungum — og var að virða fyrir
ttiér stjörnuskrýddan stjörnuhimininn. Sá ég
bá hvar dauf norðurljósarák teygðist skyndi-
lega upp á austurhluta himinsins. Hún fór
órt stækkandi og varð innan lítillar stund-
ar að breiðu belti, sem náði þvert yfir geim-
lnn, frá austri til vesturs, svo að endar þess
^irtust nema við sjónarrönd beggja vegna.
Sveiflaðist belti þetta stöðugt til og frá,
eins og fyrir sterkum rafstraum, og leiftr-
andi litaskrúð lék um það allt. Brátt mynd-
aðist annað belti samskonar, en var þó tals-
Vert minna. Þessi tvö norðurljósabelti tóku
aiðan að þenjast út, unz þau féllu saman
1 eitt ólgandi, litauðugt haf, sem bylgjaðist
^ram og aftur um himinhvelið á afar miklu
svseði. En jafnframt skaut upp rauðleitum
l°gatungum utan þessa svæðis, sem breidd-
Ust einnig óðfluga út og sameinuðust brátt
^egin norðurljósabreiðunni, svo að úr varð
allsherjar víðátta dásamlegra litbrigða.
Var þá nálega allur himinninn - á tímibili -
eitt ólgandi norðurljósaskraut, sem flæddi í
Úfógrum, æðandi bylgjum um hásali himin-
Vlðáttunnar. Fór þessu fram dálitla stund.
En brátt tók að draga úr orku norðurljós-
anna, sterkustu litir þeirra dofnuðu og þann-
ig hvarf þessi óviðjafnanlega fegurð smám
saman og umbreyttist í litdaufar slæður,
sem hurfu loks með öllu.
★
Hin æðsta fegurð, sem mannleg augu fá
litið, tilheyrir þannig vetrinum. og er hon-
um bundin. — En því miður er þessi feg-
urð svo skammvinn og sjaldgæf, og oft er
land og byggðir umvafið niðamyrkri að nóttu
til, en kólguþrungnir byljir geysa yfir víð-
áttumikil svæði. Þýðviðri eiga sér þó eigi
sjaldan stað á veturna, en þau koma þá oft-
ast fram í stórviðrum, fossandi regni og
miklum stormi, svo að þau eru litlu skemmti-
legri en frostið og snjókoman.
Sem betur fer, er þó vetrarveðráttan ekki
alltaf í þessum ham. Logn og bjartviðri eru
einnig algeng. Geta slík hægviðri stundum
haldizt dögum og jafnvel vikum saman.
Þannig líður veturinn smám saman. 1
fyrstu verður skammdegismyrkrið stöðugt
svartara og svartara. Það er eins og landið
sé að klæðast í einhvern álagaham, sem
óþekktar nornir hafi tileinkað því. Dauða-
þögn ríkir yfir öllu. Hér og þar standa bæ-
irnir upp úr jökulkrýndri mörkinni, eins og
þeir hafa gert vetur eftir vetur í þúsund ár.
Dagarnir eru hver öðrum líkir, og hin þung-
lyndislega blæja, sem yfir öllu hvílir, nær
stöðugt sterkari tökum á landi og lýð.
Mitt í þessum ömurleika lífs og náttúru
koma jólin. Þá er eins og skammdegis-
myrkrið sé skyndilega rofið af himneskum
ljóma. Kveikt er á jólakertum og hvert fá-
tækt hreysi verður að dýrðlegri höll, því
sjálfur Guð er þar gestur. — Litlu síðar
byrjar nýtt ár og nýir tímar færast yfir
mannlífið.
Um þessi tímamót fer birtan aftur að
færast í vöxt, undur hægt að vísu, en mark-
víst og örugglega. Dag frá degi hækkar leið
sólarinnar upp í himinhvelið, og ylríkir geisl-
ar hennar verma kalda jörðina í sívaxandi
mæli.
En auðnardrungi vetrarins þokar treg-
lega, þótt sólin skíni. Landið er jöklum hul-
ið. Og yfir þessari dauðablæju ríkir svo mik-
il kyrrð og friðarhöfgi, að undrum sætir.
Ekkert hljóð rýfur þögnina. Enginn söngur
7