Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1957, Page 15

Heimilisblaðið - 01.01.1957, Page 15
Skuldaskil Frásaga eftir Joseph Philips Hafið þér heyrt Johnny Mercer getið? Það má telja harla ólíklegt, enda þótt naum- ast hafi hjá því farið, að þér hafið heyrt eitthvað af lögunum hans, „Blues in the Night“, eða „Cool, Cool, Cool of the Even- ing“, svo að tvö séu nefnd. Um allan heim eru dægurlögin hans sungin og leikin, en þeir eru vafalaust fáir, sem vita, hvert er mesta afreksverk hans. Faðir Johnny, George Mercer, var lítill, grannvaxinn maður, sem gekk alltaf með háan, harðan flibba, jafnvel í mestu sumar- hitunum. 1 byrjun aldarinnar setti hann á stofn arðvænlegt víxlarafyrirtæki í Sav- annah í Georgia-fylki í Bandaríkjunum, og avaxtaði fé manna í fyrirtækjum. Hann var heiðarlegur maður og í miklu áliti allra bæj- arbúa, og margir voru þeir, sem komu með spariféð sitt til hans og báðu hann að ávaxta það, og keyptu um leið hlut í fyrirtæki hans. George Mercer var einnig með afbrigð- um örlátur maður, og ef hann vissi af bág- staddri fjölskyldu, var hann vís að senda henni peningaupphæð, án þess að geta um sendandann. ,,Faðir minn var afar trúhneigður," segir Johnny Mercer. „Honum var trúin jafn mik- il nauðsyn og daglegt brauð. Hann var vin- gjarnlegur og skilningsríkur, hver sem átti 1 hlut, og ég bar alltaf mikla virðingu fyrir honum. Hann hafði yndi af tónlist, og ég minnist þess, þegar hann sat í ruggustóln- ,Jm smum á kvöldin og söng fyrir okkur hrakkana." Fn árið 1927 varð hann fyrir áfallinu. Svimháar upphæðir urðu á einu vetfangi að engu. Innan nokkurra vikna var George Mercer févana og skuldaði 700 viðskipta- ^muffl samtals rúmlega milljón dollara upp- hæð. Hrunið breytti honum úr starfsömum, miðaldra manni í vonsvikið gamalmenni. „Hann brotnaði gjörsamlega,“ segir Johnny. „Hann náði sér aldrei eftir þetta.“ Flestir viðskiptavinirnir gerðu sér Ijóst, að ekki var hægt með nokkrum rétti að saka George Mercer um orðinn hlut. Flestir sýndu honum fremur samúð en reiði. En áfallið hafði raskað grunninum undir til- veru hans. Vinir hans, nágrannar og sam- borgarar höfðu treyst honum fyrir pening- unum sínum, og nú fannst honum hann hafa brugðizt trausti þeirra. Honum fannst það aðeins sjálfsögð skylda sín að borga aftur peningana, svo að hann neitaði að viðurkenna sig gjaldþrota. Chat- ham-bankinn í Savannah tók við fyrirtæk- inu, en hann skipti öllum eignum sínum, sem reyndust 73,500 dollara virði, milli við- skiftavina sinna, sem misst höfðu peninga sína. Sjálfur átti hann ekki eyri eftir, en virðingu sinni hélt hann óskertri í augum manna, og banki nokkur varð til þess að lána honum fé, til þess að stofna fasteigna- sölu, svo að hann gæti séð fjölskyldu sinni farborða. Þegar þetta ólán henti fjölskylduna, var Johnny á heimavistarskóla í Virginia. Þeg- ar móðir hans skrifaði honum um atburð- ina, svaraði hann: „Þetta er alvarlegt fyrir okkur, þótt verst bitni það á pabba. Ég vona aðeins, að ég geti verið honum til hjálpar á einhvern hátt.“ Skömmu seinna neyddist Johnny til að hætta námi sínu vegna þess, að foreldrar hans höfðu ekki lengur ráð á að kosta hann. Dag nokkurn sat hann heima ásamt föður sínum, sem var niðursokkinn í hugsanir sín- ar. „Vertu ekki að hafa áhyggjur út af þessum peningum," sagði drengurinn. Hann vissi, hvað olli áhyggjum föður hans. ,,Ég skal áreiðanlega einhverntíma borga þá aft- ur.“ „Þú gerir þér víst ekki ljóst, hversu upp- 13

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.