Heimilisblaðið - 01.01.1957, Blaðsíða 23
ásáttir við piltinn um verðið, keyptu kúna
fyrir geitarverð og héldu síðan leiðar sinnar.
Þegar þeir voru farnir, stóð pilturinn
stundarkorn eftir á götunni og taldi saman
Peningana, sem hann hafði fengið fyrir grip-
inn. Það var ekki mikil upphæð, og hann
sá strax eftir kaupunum. Hann hugsaði með
sér: Þetta hlýtur að hafa verið kýr, sem ég
kom með, en ég hef verið það fífl að selja
bana fyrir geitarverð.
Hann var líka hræddur við pabba sinn.
Hann vissi, að hann mundi fá skammir, þeg-
ar hann kæmi heim með svona litla pen-
inga. Og nú fór hann að velta því fyrir sér,
hvernig hann gæti bjargað þessu við. Að
fokum þóttist hann hafa fundið gott ráð
°g hélt nú af stað í áttina þangað, sem hann
hafði síðast séð til mannanna. Eftir skamma
stund kom hann á markaðstorgið, og þar
sá hann, að mennirnir voru að bjóða til
kaups kúna, sem þeir höfðu keypt af honum.
Pilturinn stóð þar sem lítið bar á hon-
Um og fylgdist með sölunni, og hann sá, að
nú seldu þeir kúna, sem hann hafði selt
beim fyrir geit, fyrir venjulegt kýrverð.
Hann skildi nú, hversu þeir höfðu gabbað
^ann, og hann hugsaði með sér: — Jæja,
fcið hafið þá gabbað mig og prettað, en við
skulum sjá, hvort ég get ekki líka prettað
ykkur.
Síðan gekk hann inn í næsta veitinga-
kús, fékk veitingamanninum vissa peninga-
uPphæð sem fyrirframgreiðslu og sagði um
leið:
Eftir stundarkorn kem ég hingað með
tvo menn og drekk fyrir þessa peninga,
sem ég fékk yður. Og þegar ég fer út aft-
Ur> ætla ég að lyfta húfunni, sveifla henni
UPP í loftið og spyrja, hvort við séum ekki
kvittir, og þá verðið þér að svara játandi.
_ Það skal ég sannarlega gera, það er
sjálfsagt, svaraði veitingamaðurinn og lof-
aði að fara í öllu eftir fyrirmælum piltsins.
Pilturinn gekk síðan inn í tvö veitinga-
_ s í viðbót, borgaði fyrirfram og komst að
s°mu samningum við veitingamennina. Síð-
aP hélt hann aftur út á torgið. Mennirnir,
sem keypt höfðu kúna hans, voru þar enn-
ua> °g þegar þeir komu auga á hann, komu
ueir á móti honum og vildu spjalla við
ann. Þeir spurðu hann með glensi miklu,
v°rt hann vildi ekki drekka með þeim skál
Nýi forsætisráðherrann.
Harold McMillan, sem tók við forsæti brezku ríkis-
stjórnarinnar af Eden, sézt hér ræða við blaðamenn.
fyrir þeim kaupum, sem þeir hefðu gert,
þar sem þeir hefðu létt honum svo m]Og
fyrirhöfnina að koma geitinni í verð.
__ Jú-ú, við getum svo sem gert það,
svaraði pilturinn og tók þá með sér ínn 1
næsta veitingahús, þar sem hann atti mm
fyrirframborgun sína. Þeir fengu ser að
drekka, sátu þar stundarkom og vildu sið-
an halda af stað. Pilturinn lyfti húfu smni,
sveiflaði henni og spurði veitingamannmn:
— Erum við ekki kvittir?
__ Jú, ég er nú hræddur um það, maður
minn, svaraði veitingamaðurinn, við erum
kvittir.
Þeir gengu nú út úr veitingastofunm og
löbbuðu spölkorn eftir götum borgarinnar.
Mennirnir voru mjög undrandi á því, að pilt-
urinn skyldi ekki hafa þurft að borga, og þo
hafði veitingamaðurinn sagt, að þeir væru
kvittir. Samt þorðu þeir ekki að spyrja
piltinn, hvernig á þessu stæði, en héldu á-
fram göngunni með honum. Þegar þeir komu
að næsta veitingahúsi, sagði pilturinn:
__Við skulum athuga, hvað þeir eiga að
drekka hérna.
Hinir voru til í það, og þeir gengu inn 1
veitingahúsið. Pilturinn bað veitingamann-
inn að færa þeim eitthvað að drekka, og
21