Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1957, Qupperneq 2

Heimilisblaðið - 01.03.1957, Qupperneq 2
SKUGGSJA Hjálp fyrir blinda.. Amerískur læknir, Dr. Witch- er að nafni, hefur gert áhald, sem er í lögun eins og sjálfblekungur, og er útbúið með vélrænu auga (Fotozelle). Það á að hjálpa blindum til að átta sig á umhverfinu. Mjór símaþráður tengir áhaldið við heyrnartæki í eyranu. Þegar hinn blindi ætlar að finna glugga í herbergi, sveiflar hann áhaldinu í kring og hlustar eftir hávaða. Þar sem ljósið er skærast, framkallar vél-augað sterkar rafmagns- sveiflur, sem breytast í hljóð. Kettir verða elztir allra lítilla húsdýra. Enskur dýrafræðingur við háskóla í London, Alex Comfort, sannaði það nýlega. Þeir geta náð allt að þrjátíu ára aldri. Hundar verða sjaldan eldri en 20 ára (Foxterrier-hundurinn er langlífastur). Eftirtektar- vert er, að kettir eru líka lengur ungir en hundar. Líffærakerfi þeirra er lengur starfhæft. Comfort fann læðu, sem átti kettlinga 26 ára gömul. En hundar hafa venjulega misst frjósemi sína tíu ára gamlir. 4 Tíu sinnum áhrifaríkara en Cortison. Fludrocor- tone heitir nýtt lyf frá þýzku fyrirtæki. Það er um það bil tíu sinnum áhrifaríkara en undrameðalið Cortison, sem er að ná heimsfrægð. Hið nýja meðal er sérstaklega gott við ýmsum húðsjúkdómum. 5000 ára gamalt fiskinet. Yið fornmenjauppgröft í Satrupholnermýri (í Schleswig) fannst 5000 ára gamalt fiskinet. Prófessor Schwabedissen við þjóð- minjasafnið í Schleswig-Holtsetalandi, sem stjórnaði uppgreftrinum, sá að hér var um að ræða elzta net, sem hingað til hafði fundizt í Evrópu af sömu teg- und. Efnið virðist vera plöntu-trefjar, sem hafa ver- ið fléttaðar í stóra möskva. Minna fóður — feitari svín! Efna- og lyfjaverk- smiðja ein (í Þýzkalandi) hefur nýlega hafið sölu á kjarnafóðri til aukins vaxtar fugla og svína, sem auk þess á að minnka þörfina á eggjahvítu-fóðri. 8 millimetra stór fiðla. Armenski hljómlistamað- urinn og smámyndaskerinn Eduard Kasarjan hefur líklega smíðað minnstu fiðlu í heimi. Hljóðfærið er aðeins átta millimetrar að stærð og er nákvæm eftirlíking fiðlunnar, sem spilað er á í sinfóníuhljóm- sveit Armeníu. Sein&sta smá-listaverk Kasarjans er dráttarvél, búin til úr örsmáum stálbút. Hann not- aði hveitikorn fyrir fótstall, sem var helmingi stserr1 en dráttarvélin sjálf. Gimsteinar í jurtum. Brezki vísindamaðurinn Pr’ Smithson hefur komizt að þeirri undraverðu niður stöðu, að sumar jurtir eru færar um að geta af set hinn hálfgerða gimstein (opal — glossastein). gat sannað, að minnsti hluti þessa kristalssteiu5, sem hann fann í sumum grösum, höfðu kristalla a veg eins í lögun og jafnstóra þeim, sem finnast jörðu, Það er ekki útilokað, að steinrunnar jurt'^ fyrri alda hafi að geyma stærri opala. Fjöldi skrau steina, af lífrænum uppruna, myndi þá aukast u111 einn. í bók einni, sem gefin var út árið 1668, var ráð við tannpínu: Takið járnnagla og þrýstið honum upp tannholdinu kringum veiku tönnin^ þangað til farið er að blæða og naglaoddurinn orðinn alblóðugur. Rekið síðan naglann — a '" g upp að haus — inn í trjástofn, og -eftir það munu þér aldrei framar fá tannpínu í þá tönn. Fyrirtæki eitt í Bandaríkjunum hefur tekið upP nýja innheimtuaðferð við erfiða skuldunauta. " ^ sendir þeim kröfubréf fyrir helmingi hærri UPP1 , en þeir skulda í raun og veru, og við það breg ^ þeim svo ónotalega í brún, að þeir flýta seí ^ mótmæla og greiða þá að jafnaði þá upphæð, s þeir skulda. Pierre Bellemaire, forseti „Franska menning9 sambandsins“, lagði þá spurningu fyrir alhnar Parisarbúa, hvort þeir vissu, hvað það værii s°, kallaðist ,,Rock ’n Roll“. 63% höfðu ekki hug®yu um það. Hér fara á eftir sýnishorn af svörun nuU1' Veitingamaður í matsöluhúsi: Smásíld í tómatso Háskólaprófessor: Sjaldgæft hundakyn. TízkuS selt í metratali- L°. fræðingur: Bómullarefni regluþjónn: Rokkanrollgata ? Hún er ekki lengur Það er búið að breyta um nafn á henni. til' Kemur út annan hvern Heimilisblaðið uð| tvö tgiublöð saman, ^ blaðsíður. Verð árgangsins er kr. 50,00. í lausaS°,] kostar hvert blað kr. 10,00. Gjalddagi er 14; Útgefandi: Prentsm. Jóns Helgasonar. Utanásk Heimilisblaðið, Bergst.str. 27, Reykjavík, Pósth.

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.