Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1957, Blaðsíða 31

Heimilisblaðið - 01.03.1957, Blaðsíða 31
maðurinn var, en ég áleit hann vera mikinn ®ann í viðskiftalífinu, því að hann skipaði Wanninum, sem ég heimsótti, ákveðið fyrir °g lét hann sækja koníak handa mér. Þeg- ar við vorum einsömul, spurði hann, hvað amaði að mér. Ég sagði honum alla söguna, — því að hugur minn var allur í uppnámi, og ég var fegin að hafa einhvern, sem ég gat trúað fyrir vandræðum mínum, — og hann var kaupsýslumaður. Mér geðjaðist ekki að and- litssvip hans, en hvað þýddi fyrir mig, að fura að setja mig á háan hest? Það var omögulegt að vita, nema hann gæti hjálpað mér. Hann hlustaði á frásögn mína með eftir- tekt. Síðan spurði hann mig, hvar ég ætti heima, og hversu lengi ég yrði í borginni. i því kom hinn maðurinn með koníakið, og skömmu seinna kvaddi ég og fór. Tveim dög- um síðar fékk ég bréf. Það var frá kaup- sýslumanninum. Hann bað mig að koma til sín, þar sem hann hafði tilboð að færa mér. Ég fór þangað og hlýddi á tilboð hans. ^iann bauð mér fjörutíu þúsund franka á ari og greiðslu allra útgjalda, ef ég gengi mn á það, sem hann kallaði ,,smygl“. 1 þrjá ^ánuði hélt ég líka, að þetta væri smygl. ■^n dag nokkurn komst ég að því, að þetta ^ar annað og meira. Smyglvarningurinn var uka stolinn. Pyrsta hugsun mín var, að fara til lög- reglunnar, og ég iðrast þess innilega, að eg skyldi ekki gera það. En ég óttaðist, að ^fleiðingarnar kynnu að verða alvarlegar yrir mig, og í þess stað fór ég á fund hús- °nda míns, sagði honum álit mitt á hon- Uru> kastaði þýfinu á borðið fyrir framan hann og gekk út. Um kvöldið rankaði ég við mér í káetu um borð í skipi. Dyrnar voru læstar, ég gat opnað kýraugað, og mér stóð stuggur negranum, sem kom, þegar ég hringdi. usbóndi minn heimsótti mig klukkustundu a Ur en skipið átti að leggja úr höfn. Hann Sagði, að ég skyldi sjálf velja, — milli þess til aHam eins og áður, eða verða flutt 1 Buenos Aires og seld í hendur hvítu Prselasölunum. E ' g atti ekki annars úrkosta en gefast upp °g SUua aftur inn á afbrotabrautina. einna reyndi ég aftur að komast und- Austurlandatízka. Nýlega hittust tveir stórhöfðingjar Austurlanda í Neapel. Það voru Ibn Saud, Arabíukonungur, á leið til Washington, og æðsti maður indverskra múham- eðstrúarmanna, Aga Khan. Á myndinni sézt ara- bíski konungurinn kynna einn sona sinna fyrir Aga Khan. an, en þá var ég orðin of hrædd til þess að geta farið til lögreglunnar. Eg var orðin of flækt inn í þetta, — það hafði hann séð um. Ég kaus því að hverfa þegjandi og hljóðalaust, og þegar ég hafði verið í felum í nokkra daga, vogaði ég mér heim í Kast- alann. Þar lá bréf og beið eftir mér. Fram að þeim tíma hafði mér ekki dottið í hug, að hann þekkti nafn mitt og heimilisfang, því að ég hafði tekið upp nafn móður minnar og alltaf gætt þess að leyna hann heimili mínu. En hann vissi allt þetta. Bréfið var stutt. Hann tilkynnti mér þar, að ef ég sneri ekki aftur, myndi hann koma til Kastalans og heimsækja föður minn og segja honum allt af létta. Það vildi ég ekki leggja á föður minn, svo að ég fór aftur til hans.“ Hún bar báðar hendur upp að enninu og strauk hárið aftur. Síðan hélt hún áfram: „Þetta bréf sannfærði mig um það, sem ég hefði átt að vita áður, — að það, sem maður byrjar á annað borð á, verður maður að halda áfram við. Þegar ég kom aftur til HEIMILISBLAÐH) — 75

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.