Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1957, Blaðsíða 32

Heimilisblaðið - 01.03.1957, Blaðsíða 32
hans, undirstrikaði hann þessi sannindi með því að segja: „Gerið þetta ekki einu sinni enn, því að þá hendir yður nokkuð hræðilegt. Þér eruð virði þeirrar fyrirhafnar, sem ég hef þegar haft af yður, en heldur ekki meir!“ Ég gerði mér Ijóst, að ég myndi aldrei losna, Því að ég vissi of mikið. Ég veit nefnilega um ýmislegt, sem enginn ætti að þekkja. Ég þekki þjófana og milligöngumennina. Ég þekki hvert smáatriði í gangi málanna, venj- ur þeirra og samkomustaði. Ég veit hvernig þeir fara að því að leika á lögregluna, og ég þekki skyssurnar, sem lögreglan gerir. Ég þekki þetta allt saman mætavel, og þess- vegna má ég ekki sleppa. Tvisvar hefur mér verið hlíft, — af því að það gat borgað sig. Ég er þjófunum ómetanleg aðstoð. Vegna uppruna míns og uppeldis fellur enginn grunur á mig, og ég get farið óhindrað allra minna ferða. Það grunar enginn unga stúlku af góðu fólki um að vera í slagtogi með glæpamannaf lokki ‘ ‘. ,,0g nú hef ég eyðilagt allt fyrir yður“, sagði Thomas. Katherina yppti öxlum. „Þetta er vilji ör- laganna. Þegar ég sá yður koma inn í veit- ingastofuna, stirðnaði ég upp, — ég hafði ekki hugmynd um, hvað til bragðs skyldi taka. Ég vissi, að hjá því gat ekki farið, að þér kæmuð auga á mig, og þér mynduð koma til mín strax og þér þekktuð mig. Og þann- ig fór líka .... Ég veit ekki, hvað ég sagði við yður, en ég reyndi að reka yður út. Ef þér hefðuð gengið þegjandi út, býst ég við, að þér hefð- uð fengið að fara í friði. En þar sem þér þrjózkuðuzt við og fóruð hvergi, þá var það sama sem að stinga höfðinu inn í lykkjuna. Þér hefðuð löngu síðar verið fiskaður upp úr Signu. En eitthvað varð til bragðs að taka. Það hefði ekkert stoðað að reyna dyrnar, en ég þekkti aðra útgönguleið. Flestir þekkja hana að vísu, en það má aldrei nota hana. Um það er þegjandi samkomulag. Vandinn var sá, að koma yður út þessa leið með mér. Þá mundi ég skyndilega eftir rafljósaskápnum. Ég vissi, að hann var rétt innan við dyrnar, og afar auðvelt að slökkva ljósin, en að hvaða gagni kom það, ef ég sæi heldur ekk- ert, þegar ljósin slokknuðu? Ég lokaði því augunum í tvær mínútur, fálmaði síðan eft- ir aðalrofanum, slökkti Ijósið, læsti skápn- um og stakk lyklinum í vasa minn, og fór síðan að leita að yður. Þér vitið bezt sjálfur, hvað síðan gerðist“. „Þér björguðuð lífi mínu“, sagði Thomas. „Má vera“, svaraði hún. „Og af þessu leiðir, að nú sækjast þessir náungar eftir að koma yður fyrir kattarnef ?“ „Yður líka“, svaraði hún. „Við erum í sama númeri. Húsbóndinn, það er sá svip- ljóti, Shamer heitir hann reyndar, — hann gefst ekki upp fyrr en hann hefur náð okk- ur báðum, og hann er vanur að fá vilja sín- um framgengt". „Já, það má vera,“ svaraði Thomas, „en hann er nú ekki einn um að ákveða það“. Katherina leit á hann. „Þér þekkið hann ekki, þér hafið álíka mikla möguleika á móti manni eins og Shamer og hvítvoðungur á móti tígrisdýri, sem rænt hefur verið feng sínum“. —o— Tólf klukkustundir voru liðnar. Þau höfðu baðað sig í ánni og sofið síðan. Katherina var komin í föt Thomas. Þau voru henni að vísu allt of stór, svo að hún leit út eins og telpukrakki í leik með full- orðinsföt. „Jæja“, sagði hún, „hérna höfum við átt saman dásamlega friðsælan dag, og ef allt væri í lagi, gætum við lagt af stað og fengið okkur gistingu á þægilegu hóteli. En því er nú ekki þannig farið, og enda þótt þér trúið því ekki, þá erum við í hræðilegri klípu. Við verðum að gera allt, sem við getum til þess, að þeir komist ekki á slóð okkar. Fyrsta mánuðinn leita þeir um allt Frakk- land þvert og endilangt, og okkur þýðir ekkert að reyna að komast úr landi, því að þeir hafa auga með öllum höfnum og landa- mærastöðvum. Húsbóndinn hefur allsstaðar sambönd, og hann þarf ekki annað en kippa í þræðina. Veitingastofan Blauta flaggið er eins konar fréttamiðstöð. 1 gærkvöldi var þar útgefin tilkynning um flótta minn, Form- ósu, — og það sem mikilsverðara er, að húsbóndinn vildi gjarnan hafa hendur í hári mínu. Og þar sem það borgar sig alltaf að gera húsbóndanum smágreiða, er ekki til svo auvirðilegur flækingur, að hann sé ekki 76 — HEIMILISBLAÐH)

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.