Heimilisblaðið - 01.03.1957, Blaðsíða 20
9. En nær drifa óeyrðum
áls á svifar grundu,
seglin yfir sæjórum
seggir rifa mundu.
10. Beittu þá um brimils hvamm
brögnum tjáist snjöllum,
essum ráar upp og fram
í stórsjávar föllum.
11. Fylgdi prúð með hölda hrein
. Hræsvelgs knúð af æði
jafnan súða álka ein
oss um lúðu svæði.
12. Fram með undrum Bylgjan blá
blökkum sunda ríður.
ölduhundur einn hvar lá
akker bundinn viður.
13. Lýsti óraga þegna því
á þröstum Lagar slyngum,
voðum haga brims um bý
og bragna slaga kringum.
14. Huglar víða hringnum á
Hlynir skíða tjáðu.
Litlu síðar, svo skal tjá,
segl upp hýða náðu.
15. Storma gjóður vaxa vann
víst af móði stríðum,
skellti hróðug hafaldan
hryssum flóða tíðum.
16. Undan halda vurðum við
voða tjaldi smáum,
lengi um kalda laxa mið
landið aldrei sáum.
17. Sprungu boðar brjóstum á,
búnir voða þjósti,
stórir froðu fossar þá
féllu af Gnoðar brjósti.
18. Knörnum þokar knár um Unn
Kára hroki séður,
huldi þoka hnísu brunn
háa roki meður.
19. Hlés um bungur Gjálpin grá
gaular drunga Ijóðin,
brúna þungu ýtum á
Ægis sprungu jóðin.
20. Hríðar þráa fylgdi fast
funa knái hlýri.
Oft í ráar birni brast,
boðar rjá við stýri.
21. Hræsvelgs andinn mettur mátt
minnstu að vanda eyrði,
fyrir Stranda-Hornið hátt
hestinn banda keyrði.
22. Reiði ei sparði Ránin gljúp,
ranga varðist hestur.
ísaf jarðar dreif í djúp
drengi harða vestur.
23. Virða tjáða vestur greitt
veðrið bráða flytur.
Fjall svo náðum nálgast eitt
nafn sem þáði ,,Ritur“.
24. Lamin undan löðri þar
lá ein sunda Trana;
sú á undan vestur var,
við svo fundum hana.
25. Akker vundu áls úr jörð
örvar lundar tjáðu,
á Önundar fjögur fjörð
fleyin skunda náðu.
26. Ört nam linna öldu klip,
ýtar sinna dáðum.
Mörg þar inni útlend skip
einnig finna náðum.
27. Mær óseldan mjólkur geim
mundi um veldi bera.
Óviðfelldin orð hjá þeim
all mörg héldum vera.
28. Menn þar hýra mátti sjá
og meyjar rýrar valla,
þarna týrum það skal tjá
þorskinn ,,býra“ kalla.
29. Bróður elda þraut nú þrótt,
þjóð óhrelld úr vörum
flóðs um veldið austur ótt
aftur héldum knörum.
30. Borða á settum birni þar
birtings rétt um svæði
ei til frétta fleira bar.
Fellur þetta kvæði.
64 — HEIMILISBLAÐIÐ