Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1957, Blaðsíða 40

Heimilisblaðið - 01.03.1957, Blaðsíða 40
Mabelar. Það var hans hlutverk, að læra réttu tökin á karlinum. Hann tók fram fleiri og fleiri myndir af fleiri og fleiri risabaun- um. Pabbinn sortnaði meir og meir í framan. „Það eru nú ýmis leyndarmál í sambandi við þetta,“ sagði Harold og benti á mynd- irnar. Pabbinn sagði: ,,Jamm.“ ,,Ég hleð dálítinn vegg kringum þær, með- an þær eru að spretta,“ sagði Harold. Pabbinn setti upp svip, sem lesa mátti í: ,,Nú er nóg komið.“ ,,Þá verða þær,“ sagði Harold, ,,að hækka til að teygja sig eftir birtunni. Og því hærra sem þær vaxa, því hærri geri ég vegginn.“ Pabbinn var orðinn sótrauður. ,,0g svo er annað,“ sagði Harold. „Það er áburðurinn." Pabbinn sagði: „Jamm.“ „A þessum tímum má maður ekki láta slá sig út í samkeppninni. Einhver gras- asni getur spássérað burt með verðlaunin ef maður er ekki á verði. Þess vegna vel ég áburðinn með mestu natni. Ég vel áburð, sem baunirnar hafa ógeð á. Þá teygja þær úr sér til að forða sér burt frá honum.“ Pabbinn var alveg að missa stjórn á sér. Hann stóð upp og gekk til dyra. Svo leit hann aftur á Harold. Síðan rauk hann á dyr. Hann fór út á næstu bjórstofu. „Mabel kom með piltinn sinn heim í kvöld,“ sagði hann drungalega við veitinga- manninn. „Geðslegur piltur?“ spurði veitingamað- urinn. „Alveg band-sjóðandi vitlaus, maður,“ sagði pabbinn. „Talaði ekki um annað en garðyrkju allan tímann.“ Harold sat aleinn í fimm mínútur. Hann fór að velta fyrir sér, hvað hefði gerzt, og síðan því, hvað hann hefði átt að gera. Þá kom Mabel inn. Hún spurði hvar pabbi sinn væri. Harold sagðist ekki vita það. Pabbi henn- ar hefði gufað upp orðalaust. Mabel sá myndirnar af baununum og sagði: „Hvað er þetta?“ Harold gerði grein fyrir því. „Harold,“ sagði Mabel, ,,þú ert asni. Þú Þessi unga, glæsilega stúlka, er ítalska kvikmynda dísin Elsa Martinelli, sem nýlega var dæmd í einS og hálfs árs fangelsi fyrir að móðga lögregluþjóna a starfi. Henni varð það á að aka á ofsa hraða í A Romeo-bílnum sínum yfir Piazza d’Espagna í Rorn’ án þess að skeyta hið minnsta um umferðamerk1- Þegar þrír lögregluþjónar stöðvuðu hana, jós hun yfir þá svívirðingum og skömmum. tekur aldrei eftir, það er verst við Þ1^' Hvernig datt þér í hug að pabbi hefði áhuga fyrir þessari vitleysu." Harold benti á bikarana yfir arninum- „Pabbi hefur aldrei ræktað verðlaunajui't ir,“ sagði Mabel, „hann var hlaupari, mundu það. Af hverju tekurðu aldrei eftir?“ Svo fór hún út og skellti hurðum. Harold drattaðist út á bjórstofuna til a ná sér eftir sneypuna. Pabbinn sá hann uU1 leið og hann kom inn og hljóðaði upp yfir slf' Pabbinn stökk út um bakgluggann og til fótanna. Strax og hann kom heim, leit hann 3 klukkuna og rak upp fagnaðaróp. „Jæja, eitt gott hefur leitt af þessuU1 strákbjána," hugsaði hann. „Ég hef bætt m1^ eigið met um tvær sekúndur." Niðri á bjórstofunni horfði Harold á krús ina sína, tæmdi hana og rétti veitingamann inum. „Aðra til,“ sagði hann. „Já takk,“ sagði veitingamaðurinn. (i „Hann hefur verið kaldur undanfariú’ sagði Harold. „Jamm,“ sagði veitingamaðurinn. 84 — HEIMILISBLAÐH)

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.