Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1957, Blaðsíða 18

Heimilisblaðið - 01.03.1957, Blaðsíða 18
hann fingurna inn í lófana, er kominn á þá bláleitur blær og er kominn gulleitur litur á hörundið?" ,,Já, þetta kemur allt heim!“ ,,Þá er þetta áreiðanlega ,,edema“ eða bólga í barkakýlinu. Það verður að opna á honum barkann tafarlaust, ef hann á að lifa þetta af. Gerðu allt, sem í þinu valdi stendur, til að ná i lækni — það er enginn möguleiki til þess, að ég geti komizt til hans nógu snemma. Dr. Smith heyrði hann leggja símaáhald- ið á. Hvers vegna ætlaði Guð að taka son hans frá honum? Honum lá við að yfirbug- ast af miskunnarleysi dauðans, og hann hringdi í sjúkrahús eitt í bæ skammt í burtu. En það var sama, leiðin var líka of löng fyrir þá, og þeir gátu ekki vísað honum á neinn lækni nógu nærri. „Miðstöð, gefið mér samband við annað sjúkrahús!“ Oft hafði dr. Smith reynt að hugga harmi lostna foreldra. Og hvað hafði hann ráðlegt þeim, þegar þeir höfðu orðið að sjá á bak sonum sínum og dætrum? Að þeir yrðu að beygja sig undir vilja Guðs og trúa því, að þetta hefði verið til góðs, enda þótt eng- inn möguleiki væri á að þeir skildu það. En gat hann nú sjálfur beygt sig undir vilja Guðs? Það var engin von heldur í næsta sjúkra- húsi. Hann hristi símaáhaldið. Hvers vegna svaraði miðstöðin ekki ? Þessa stuttu stund, meðan faðirinn beið, minntist hann texta úr gamalli ræðu. „Haf- ið hljótt og vitið, að ég er Guð.“ Um leið og þetta flaug í huga hans, greip hann níst- andi efi um, hvað hann ætti að gera. Síðar átti hann oft eftir að minnast þessa ægilega augnabliks, er hann varð að velja um, hvað gera skyldi, og það fór alltaf um hann hroll- ur, er honum varð hugsað til þeirrar stund- ar. Það augnablik hékk trú hans í þræði. En allt í einu tók hann örvæntingarfulla á- kvörðun. Hann ætlaði að gera það, sem hann hafði prédikað fyrir öðrum að gera! 1 sömu andrá lagði hann frá sér síma- áhaldið. Hann hneig niður á hnén og baðst fyrir á þessa leið: „Faðir minn á himnum, ég bið þig af öllu hjarta mínu og allri sálu minni að bjarga lífi litla drengsins míns. En verði þinn eo ekki minn vilji. Ef sonur minn hlýtur a® deyja, þá þakka ég þér, ástkæri, himneski faðir, fyrir árin, sem við höfum fengið hafa hann------- Síminn tók allt í einu að hringja. Það var læknirinn í Hollywood. „Ég hef verið að reyna látlaust að ná 1 þig, en síminn hjá þér hefur alltaf verið a tali,“ sagði læknirinn. „Guði sé lof, að þa lagðir símann á. Ég frétti nefnilega rétt 1 þessu, að það sé staddur erlendur skurð' læknir þarna í borginni hjá þér. Hann g®rj strax ráðið f ram úr þessu. Hann heitir —- — Faðirinn þreif nýja reiðhjólið og þul<k nafnið og heimilisfangið fyrir munni sér 1 sífellu. Hann brunaði áfram eftir hálfdirnö1' um götunum, þangað til hann kom að huS' inu, þar sem evrópiski skurðlæknirin11 dvaldi. Læknirinn stóð fyrir utan dyrnar var að leggja af stað í gönguferð. Dr. Smitl1 gat aðeins stunið upp þremur orðum- „Drengurinn minn — edema!“ en það var líka nóg. Læknirinn þreif tösku sína og veif' aði í bíl, sem ók fram hjá í sömu andrá. Innan tíu mínútna hafði Berti litli verið lagður upp á eldhúsborðið, og læknirim1 framkvæmdi aðgerðina, sem var í því fólg111 að gera op á barkann, svo að lungvm nse^u að draga að sér hreint loft. Og það mátti ekki tæpara standa. Sum af guðhræddustu sóknarbörnum dr' Smiths segja honum, að þarna hafi han11 þó einu sinni verið heppinn. En hann brosin sannfærður um það innst í hugskoti sínU> að þá fyrst, er hann gerði það, sem hanU hafði prédikað fyrir öðrum að gera, haf1 Guð heyrt bænir hans og uppfyllt þær. ,,Það eru nú meiri furðugripirnir, þessir kar menn,“ sagði ung stúlka nýlega. „Sumir þeirra er^ svo feimnir, að manni liggur við að öskra, og aðr>r eru aftur á móti svo ófeimnir, að maður neyðist 41 að gera það.“ Gamalli konu var gefinn áfengur bjór í glas, var það í fyrsta skipti á ævinni, sem hún bragða þann drykk. Þegar hún hafði sopið á glasinu lel hún upp með undrunarsvip. „Þetta er einkennilegt," tautaði hún. „Þetta ef alveg eins á bragðið og meðalið, sem maðurinn minp hefur tekið inn síðastliðin tuttugu ár.“ 62 — HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.