Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1957, Síða 10

Heimilisblaðið - 01.03.1957, Síða 10
Dugleg stúlka. Það er síður en svo auðvelt hlutverk, sem þessi litla i stúlka hefur tekið á sínar herðar, að stjórna þess- um stóru hundum. Foreldrar hennar eiga hundana, og þeir eiga bráðum að koma fram á hundasýnmgu í London. ingarbæ sínum til þess að blessa hann, og þá fannst mér vandræði hans auðskildari. Því það leyndi sér ekki, að hann var ákaf- ur í að gefa mér þetta, en hinsvegar féll honum það þungt að skilja það við sig. „Berið hann alltaf á yður, Tuan,“ sagði hann alvarlegur. „Hann færir yður heppni.“ Þegar ég hafði þakkað honum fyrir og við rabbað saman um stund, varð hann aft- ur sami Yusof og fyrr. Skömmu seinna stóð hann á fætur, kvaddi að hermannasið og fór. Morgun nokkurn í árslok vaknaði ég í grárri morgunskímunni við það, að síminn hringdi í bústað mínum í Rengam. Það var vaktstjórinn að tilkynna mér, að hánn hefði heyrt skothríð. Einhver hafði líka hringt til lögreglustöðvarinnar og sagt, að hann hefði heyrt skothríð úti við Sembrong-plantekr- una. Vaktstjórinn hafði reynt að hringja þangað, en ekki náð sambandi. Ég þekkti plantekrueigandann, Sandy Grant hét hann, — hann bjó þarna ásamt sinni yndisfögru, ljóshærðu konu og tveggja ára dóttur. Ég flýtti mér hvað ég gat í föt- in og hljóp niður malarstíginn að bifreið- unum, sem biðu þar. Ég lét alltaf lögreglu- flokk bíða reiðubúinn utan við bústað minn, og í þetta skifti vildi svo til, að það var flokkur Yusof Hussein. Ég stökk upp í fremstu bifreiðina. Yusof, sem alltaf sat aft- ur í, bankaði létt á öxl mína: „Þér hafið kris vonandi meðferðis, Tuan?“ Ég sló hendinni á skotfæratöskuna mína- „Það máttu reiða þig á,“ svaraði ég. „Baik! — gott!“ Við beygðum inn á veginn til plantekr- unnar, þriggja kílómetra leið. Það náði að vísu ekki nokkurri átt. Auðvitað hefðura við átt að stanza og dreifa okkur seinasta spölinn. En hér var um líf konu og barns að tefla, svo að við tókum áhættima á okk' ur. Þegar við nálguðumst skrifstofubygg' ingu plantekrunnar, var tekið að skjóta a okkur af annari hæð. Við köstuðum okk' ur niður í skurðinn. Þykkur, kolsvartur reykjarmökkurinn gaf til kjmna, að komni' únistamir hefðu kveikt í gúmmíbirgðunum í skúrunum okkur á vinstri hönd. Bústaður Grant-fjölskyldunnar lá hundrað metrum fjær. „Við verðum að þagga niður í þessum vélbyssum og . . .“ Áður en ég hafði lokið setningunni var Yusof á harðaspretti yfir svæðið með hand' sprengju í annari hendinni. Hann kastaði ser á dyrnar á skrifstofubyggingunni, en í sam9 vetfangi kvað við vélbyssuskothríð. Han® hné niður á þröskuldinn. Bróðir hans, Abdul Raman, sem var á hælum hans, greip hand' sprengjuna og þeytti henni inn í húsið. Síð' an skreiddist Yusof að horni byggingarinn' ar, þar sem hann hjálpaði bróður sínum við að tína niður flýjandi hermdarverkamenU' ina, er þeir leituðu út um bakdyrnar. Skyndilega kvað við hamslaus skothríð okkur á vinstri hönd. Nokkrir hermdar' verkamenn gerðu tilraun til árásar frá þeirr1 hlið. Meðan ég fylgdist með hreyfinguin þeirra, sá ég einn þeirra laumast yfir veg' inn heim að bústaðnum, bersýnilega til koma okkur á óvart hinum megin frá. Þ hann kæmist í skjól, fengjum við á okku^ skothríð frá tveim hliðum. Vélrænt lag^1 ég riffilinn upp að vanganum og skaut þrepl skotum. Skæruliðinn valt um á jörðinni- Góða stund héldu kúlurnar áfram að hvíua við eyrun á okkur, en við gátum loks broti mótspyrmma á bak aftur. Ég hljóp heim 9 54 — HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.