Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1957, Blaðsíða 28

Heimilisblaðið - 01.03.1957, Blaðsíða 28
til neinna vandræða með því. Ég get svarið að ég var sannfærð um, að þér hefðuð ekið eins og leið lá til Bordeaux. Ég gerði mér í hugarlund, að þér væruð á leiðinni gegnum Chartres, borðuðuð hádegisverð í Poitérs eða Angouléme. Og þegar ég svo skyndilega kom auga á yður i þessari andstyggilegu krá .... Nei, en ég ásaka yður ekki fyrir neitt, en hvernig í ósköpunum fóruð þér eiginlega að því að hafa upp á mér?“ Thomas sagði henni frá því, hvernig hann hefði af tilviljun rekizt inn í krána. ,,Ég sá yður ekki strax“, sagði hann, ,,en ég ætlaði naumast að trúa mínum eigin augum“. Katherina andvarpaði. ,,Ég vildi bara óska, að þér hefðuð ekki séð mig. Og eitt get ég sagt yður: Verndarengillinn yðar hefur stað- ið sig harla lélega í stöðu sinni, úr því að þér fóruð að rekast þangað inn.“ ,,í sannleika sagt,“ sagði Thomas, ,,þá fannst mér gestirnir líta harla misyndislega út, þótt kráin virtist að utan vera sæmilega virðingarverð kaffistofa.“ „Það kemur örsjaldan fyrir,“ sagði Kathe- rina, ,,að þangað rekist ,,utanaðkomandi“ inn. örsjaldan. Blauta flaggið er nokkuð sér- stök kaffistofa, eins og lega hennar bendir til. En það hefur sem sagt komið fyrir, að þangað hafi rekizt utanaðkomandi maður, og þá, — ja, ég veit að vísu ekki, hvað hend- ir hann, en hann hverfur fyrir fullt og allt, nema því aðeins, að einhver viðstaddur hafi getað mælt með honum.“ ,,Utanaðkomandi?“ spurði Thomas undr- andi. „Mér skjátlaðist þá ekki í áliti mínu á staðnum. Þetta er þá einskonar klúbbur, þetta Blauta flagg.“ Katherine kinkaði kolli. „Já, eins kon- ar klúbbur. í rauninni er þetta ræningja- bæli, svo að notað sé gamaldags nafn. Þetta er samkomustaður glæpamannaflokks. Og ég er meðlimur flokksins. Ég skal segja yð- ur nokkuð. Ef þér spyrjið mig, hver ég sé, get ég með sanni sagt, að ég sé þjófur. Glæpakvendi!“ 4. kafli. Sek eða saklaus? Thomas hafði orðið fyrir ýmsu óvæntu á ævi sinni, en þessi orð Katherine gerðu hann furðu lostinn. Hann starði á hana. Svitinn brauzt fram á enni hans, en svo skýrðust hugsanir hans aftur, og hann tók að brjóta heilann um þær staðreyndir, sem fyrir lágu. Þessi yndislega, háttprúða, unga stúlka glæpakvendi! Þessi dásamlegi ferðafélagi hans, sem hann hafði verið svo stoltur af, réttur og sléttur þjófur! Katherine — For- mósa! Unga stúlkan, sem hann hafði kysst á höndina, og sem hafði skilið eftir bréf til hans, þar sem stóð: „Þér hafið gert mér svo örðugt að breyta rétt . . .“ Hugsunin um þetta kom honum til að spretta á fætur, — fyrir þessu viku allar aðrar staðreyndir, fuku út í veður og vind og eftir varð aðeins tvennt, sem hlaut að vera hreinn sannleikurinn. 1 fyrsta lagi, að þótt hún kallaði sig glæpakvendi, þá var hún það ekki, — ekki í eðli sínu. Og í öðru lagi, þá var hann ást- fanginn af glæpakvendi. „Það er ekki auðvelt að kingja svona nokkru,“ sagði hún og reyndi að vera kald- hæðin. Hann leit upp og mætti gráum augum hennar. „Það má vera, ef þetta væri satt,“ sagði hann. „Þetta er satt! Það hljótið þér að gera yður ljóst.“ Hann horfði fast á hana. „Ég trúi ekki öðru en því, að þér hafið gert yður seka um afbrot af einhverri ástæðu, — vegna þess, að þér voruð neyddar til þess. En þess vegna þurfið þér alls ekki að vera afbrotakona. Þér gætuð aldrei orðið það, ekkert í heimi gæti gert yður að því.“ Hún leit undan og strauk hendinni yfir ennið. „Það er ákaflega fallegt af yður að taka þessu svona,“ sagði hún, „en svo auðveld- lega verður ekki sloppið frá því.“ „Ég vil alls ekki á nokkurn hátt slepp3 frá því,“ sagði hann. „Það skiftir mig engu máli, hverja þér hafið umgengizt eða hvað þér hafið gert. Gestirnir í kránni voru glæpa' menn, en það hafið þér aldrei verið. Ein' hverra ástæðna vegna hafið þér neyðst til þess að ganga í hóp þessa fólks. Hverjar þær ástæður eru, veit ég ekki, en það skiftir heldur ekki nokkru minnsta máli. Þér hafið áreiðanlega haft yðar gildu ástæður, og þa^ 72 — HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.