Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1957, Qupperneq 27

Heimilisblaðið - 01.03.1957, Qupperneq 27
Hann hjálpaði henni í hlýjan frakka, sem hann hafði meðferðis í bifreiðinni. Grasið var döggvott, en þau settust við matborð í bifreiðinni og notuðu töskuna fyrir borð. Thomas hafði hverskyns kræs- mgar meðferðis, og hann naut þess að sjá hana borða matinn með góðri lyst. Að máltiðinni lokinni, fór hún út úr bif- reiðinni. „Það skyldi þó aldrei vilja svo heppilega til, að þér gætuð lánað mér svamp, sapu og greiðu?“ spurði hún. Thomas þótti vænt um að geta látið henni þetta í té, en þegar hún var komin niður að ánni, kom honum til hugar, að henni hlyti að líða illa í samkvæmiskjólnum, sem hún var ennþá i. Hann minntist þess, að harm hafði með- ferðis spánnýjar flónelsbuxur, gráar, og urm- U1 af stutterma skyrtum. Tegar hún kom aftur að bifreiðinni, lá heilt úrval af fatnaði á sætinu auk bað- slopps og nýs tannbursta. _,,Er þetta allt saman handa mér?“ spurði hún og augu hennar ljómuðu. nMér datt í hug, að þér kynnuð að vilja shipta um föt“. Hún kinkaði feginsamlega kolli. ,,Á ég &ð segja yður nokkuð?“ sagði hún. ,,Ég held uð ég fái mér bað í ánni, — ekki strax, en oraðum, og þá verður svo dásamlegt að fara 1 þessi hreinu föt. Nú skuluð þér bara fara og þvo yður og raka, en verið nú ekki alltof leugi að því.“ Stundarfjórðungi síðar kom Thomas aftur fil hennar. Hann nam staðar spölkom frá enni og virti hana fyrir sér. Hún hafði lagt nhreiðuna úr bílnum í grasið og sat á henni. Wun hvíldi andlitið í höndum sér, og oln- ngana á hnjánum. í svip hennar var hyl- ýpsta örvænting, sem Thomas hafði nokkru sinni séð. Andlit hennar var ekki afmyndað J Erettu, heldur var hún ímynd hryggrar fegurðar. Thomas ræskti sig og kom nær, og þegar ann leit aftur á hana, var örvæntingin °rfin úr svip hennar. Hún leit alvarleg í augu hans og klappaði á ábreiðuna við hlið sina. , nMig langaði til þess að fá mér í eina P'PU, og þér hafið víst ekkert á móti því að ta yður vindling?“ nNei, þökk fyrir“. Svarti svanurinn. Montesi-hneykslið á Ítalíu hefur staðið íþrjú ár, og virðist naumast til mergjar krufið ennþá. Á myndinni sézt aðalvitnið í málinu, leikkonan Anna Maria Caglio, einnig nefnd Svarti svanurinn. Hún heldur því fram, að Piero Piccioni, sonur fyrrver- andi utanríkisráðherra, eigi sök á dauða Wilmu Montesi, og hafi fals-greifinn Hugo Montagna hjálp- að Piccioni við að komast hjá lögreglurannsókn. Á myndinni, sem tekin er fyrir þrem árum, er málið kom fyrst fyrir rétt, sést Svarti svanurinn reyna að byrgja andlit sitt fyrir hnýsnum blaðaljósmyndur- um, en einn þeirra hindrar hana í því. Skömmu síðar sat hann við hlið hennar í glampandi sólskininu. Hann kveikti í vindl- ingnum fyrir hana og tróð í pipu sína. „Þér eruð þreytulegar“, sagði hann. „Við höfum bæði þörf fyrir hvíld“. „Það getum við líka veitt okkur“, svaraði hún. „Við förum ekki héðan fyrr en í kvöld.“ Stundarkom sat hún og horfði í gaupnir sér unz hún sagði: „Eigum við þá ekki að nota tímann til þess að segja hvort öðru sannleikann. Það verður bezt að hreinsa andrúmsloftið, og engin ástæða til þess að slá því á frest. Ég skal ekki leyna yður neinu, — nú er það hvort eð er of seint. Það er bezt að byrja á því að viðurkenna, að sökin er öll mín. Ég hefði aldrei átt að senda yður bréfmiðann í gærmorgun. Það var hugsun- arlaust af mér og kom okkur í klípuna, sem við erum núna í. Nei, ekki grípa fram í fyrir mér, ég veit bezt, hversu alvarleg hún er. En mig óraði ekki fyrir því, að ég myndi stofna HEIMILISBLAÐIÐ — 71

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.