Heimilisblaðið - 01.03.1957, Blaðsíða 21
LJÓÐABRÉF
TEL
HELGU PÁLMADÓTTUR
LITLA-HÓLI í SKAGAFIRÐI
ORT
FRÁ
HELGU GUNNLAUGSDÓTTUR
KONU SVEINS SVEINSSONAR
HAGANESI f VESTUR-FLJÓTUM
F
HAFLIÐA FINNBOGASYNI
1. Svofnis brúa sólin hér,
sæl og blessuð vertu,
allt til snúist yndi þér,
ósk mín sú af rnunni fer.
2. Þakkir hlýjar þels um bing
þér um ævidaga,
sprundið frýja ég fyrir syng
forna og nýja viðkynning.
3. Allt hið góða, er gerðir mér
gullskorð, fyrr og síðar,
geðs af slóð ég þakka þér
og þar með ljóð, er sendir mér.
4. Síðan einatt geðs um gil
girn sú hjá mér vakti,
Góins hleyna blíðri bil
Bragar grein að senda til.
5. Frétta verður fátt hjá mér,
foldin mundar ljóma,
aðrir sverða Ullar hér
um sem ferðast tjá hvað skér.
6. Tíðarfarið teljast má
töstugt hér í Fljótum,
hríðar gari hauðri á
hvorki sparar frost né snjá.
L Naustast lengi mastra már,
marar fram við heiði,
hefur mengi hér í ár
hákarls fengur gefist smár.
3. Tálmun valda veiðunum
verstu óstillingar,
gefur skjaldan skeiðunum
að skríða á Mjaldurs heiðunum.
9- Ljónin fokku — ljóst með sann
— létu snemma á Þorra
holdar brokka um humra rann,
hleraði nokkuð tíma þann.
10. Lengi stóð ei stilling kjörð,
storma þussinn leiði
barði óður áls um jörð
essin flóða á Siglufjörð.
11. Varði lengi vindur sá,
virðar teftir láu,
allir gengu gnoðum frá,
gat ei fengizt leiði þá.
12. Nokkru síðar Freyrar fleins
flúðar sóttu jóra,
verða lýðum vann til meins
veðrið stríða og þá allt eins.
13. Hófst þá rimma harla stríð,
húmi nætur meður
að nam dimma austan hríð,
ógnar grimm, sem hrelldi lýð.
14. Meðan Grérar Lagar ljóss,
léttu heima knörinn.
Vendir hér að vargur sjós
Vík frá snéri Yzta-Mós.
15. Hringa lundar festu far
fram af lendingunni,
meðan hundur Hlésborgar
hinn á grundu settur var.
16. Lands til fóru firðar þeir,
flutning smáan meður,
á öldu jór um ufsa leir
eftir vóru bændur tveir.
17. Hart svo gekk að hríðin bráð,
að höldar gjörla sáu,
að fært var ekki um fiska láð
fram, svo rekkum yrði náð.
18. Hríðar æðis ógnin þá
öllu fram úr hófi
barði svæði og húsin há,
hörs sem þræði léki á.
HEIMILISBLAÐIÐ — 65