Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1957, Blaðsíða 6

Heimilisblaðið - 01.03.1957, Blaðsíða 6
frumstæðu veiðimanna, sem lifðu hálfgerðu hirðingjalífi, yrði skyndilega til hámerining Inkanna í Perú, Mayanna í Guatemala og Yucatanna og Aztekanna í Mexíkó? Hvers vegna miðluðu þessi hámenningarríki svo litlu þjóðflokkunum, sem bjuggu í kringum þau, sem varla voru komnir af steinaldar- stiginu? Nábýli frumstæðra búskaparhátta og myndun vel skipulagðra rikja hlítur allt- af að vekja undrun vísindamanna. Ef til vill er svar við seinni spurningunni. Frumbyggjum Ameríku hefur ekki tekizt að finna upp hjólið. Það er ef til vill hin undar- legasta staðreynd, sem sagnfræðingurinn hef- ur sannað. Aðdáanleg verk voru unnin, er Aztekarnir byggðu gríðarstór musteri og hallir í fenjunum kringum Tenochtitlan, þar sem í dag er Mexíkó. Vegir Inkanna lágu hundruð kílómetra hæst í Andesfjöllum. Gullsmiðir smíðuðu skartgripi úr gulli handa fegurðardísum fortíðarinnar, og skraddar- arnir saumuðu kápur úr þúsund himneskum kolibrífjöðrum. En það rann aldrei vagn eft-' ir hinum breiðu vegum borganna, sem voru byggðar uppi í hálendinu, aldrei ók vagn eftir þjóðvegum til fjarlægra staða. Og al- drei höfðu hinir fornu íbúar „Nýja heims- ins“ hugmyndaflug til að smíða sjófært skip. Framfarirnar eru litlar frá hellum Indíán- anna eftir ísöld til bústaða Pueblo-Indíán- anna á seinasta áratug. En órafjarðlægð er á svæðinu milli Klettafjalla til sjávar og mustera hinnar söguríku borgar Paititi í Andesfjöllum. HELMUT HOLSCHER Kúreki kom inn í matsöluhús og bað um nauta- steik. Þjónninn kom með hana, en hún var illa soð- in — mjög illa. Kúrekinn leit á hana og krafðist þess, að þjónninn færi fram með hana aftur og léti sjóða hana. ,,Hún er soðin,“ hreytti þjónninn í hann. „Soðin?" sagði kúrekinn. „Þú getur nú sagt ein- hverjum öðrum en mér það. Ég hef séð beijur verr farnar en þessa og lifna þó við aftur." Gestur á matsöluhúsi: „Mér finnst matarskammt- arnir vera orðnir minni hjá ykkur upp á síðkastið en áður.“ Þjónn: „Þeir sýnast bara vera það, síðan við lét- um stækka veitingastofuna." Heimsmeistari í skák. Hér á myndinni sjáum við heimsmeistarann í skák, Rússann Smysloff, sem í þessum mánuði vann tit- ilinn af landa sínum, Botvinnik, eftir harða keppni- Galdramaður ? Hér á myndinni sést þýzki verzlunarmálaráðherr- ann Ludwig Erhard, fjármálasnillingurinn, sem 8 heiðurinn af góðum hag þýzka ríkisins. Honum muD hafa verið boðin forsetastaða við alþjóðabankan11 í Washington. 50 — HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.