Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1957, Blaðsíða 9

Heimilisblaðið - 01.03.1957, Blaðsíða 9
f sellófan. Grímudansleikjatíminn erlendis er nýlega um garð Sengínn. I>ag ma segja, að hápunktinum hafi hann í febrúar í Múnchen, og þangað er þessi mynd s°tt. Eins og allir vita, keppast menn um að hafa uninga sína sem skemmtilegasta, og þessi unga ®fúlka hefur áreiðanlega hlotið verðlaun fyrir sinn. Un er aðeins íklædd sundbol og hefur fest utan hann^ snotrasta kjólefni úr sellófan! hans og hreysti, og kom honum og félög- Urn hans að ómetanlegu liði í bardögunum. Síðla sumars þetta ár lenti verndargripur ans í sinni hörðustu raun. Dag nokkurn "Qinuin við akandi í jeppa, og áttum einn dómetra ófarinn til Rengam, þegar við °®um auga á trjábol, sem dreginn hafði VeHð inn á veginn. Við sáum hann of seint að draga nokkuð að ráði úr ferðinni, svo íeppinn valt, og við köstuðumst í allar ^ttir. Okkur tókst samt að sleppa lifandi Ur skothríð kommúnistanna og komum sam- an hundrað metrum ofar á veginum. Þá s^knaði ég Yusof og kom auga á, hvar hann ,a /^eðvitundarlaus úti á miðjum veginum jeppanum. kallaði til manna minna að brjóta mér eið með skothríð, og hljóp síðan til baka °B gat dregið Yusof í skjól niður í skurð- lnn ^eeðfram veginum. Hann var meðvit- Undarlaus og hafði fengið sár, grunnt að Vlsu- á hnakkann. Rétt á eftir barst okk- ur liðsauki frá Rengam, svo að hættan var löngu yfirstaðin, þegar einn mannanna sagði við mig: „Tuan, það blæðir úr bakinu á yður!“ Það kom í ljós, að ég hafði fengið byssukúlu undir vinstra herðablaðið. Til allr- ar hamingju hafði hún ekki lent í lunganu, en ég varð að liggja á sjúkrahúsi í tvær vikur. Á meðan var gert að sárum Yusof og hann sendur í leyfi heim til sín. En skömmu áður en ég átti að losna af sjúkrahúsinu, barði hann að dyrum á herbergi mínu, stór- myndarlegur í sparifötunum sínum, síðum sarong, silfurlitum og bláum, og fráhneppt- um baju, appelsínulitum silkijakka með með tveim, víðum vösum. Hann var óstyrk- rr og óframfærinn, þar sem hann stóð og reyndi að lokka bros fram á varir sér. ,,Tuan,“ sagði hann lágri rödd. ,,Má ég koma innfyrir?“ Ég benti honum á stól, en hann fékkst ekki til að setjast, heldur stóð þarna vand- ræðalegur og tvísté. Loksins hrökk upp úr honum: „Tuan, ég er yður innilega þakk- látur fyrir að bjarga lífi mínu.“ „Hvaða vitleysa er þetta, liðþjálfi, — þetta var ekkert nema bannsett skylda mín,“ sagði ég. „Þér mynduð hafa gert það sama í mínum sporum.“ En Yusof hélt fast við sitt. „Þér björg- uðuð lífi mínu, Tuan,“ sagði hann. Hann stakk hendinni niður í annan vasann á jakk- anum sínum og dró eitthvað upp — það var fimmtán sentímetra löng askja úr bezta viði, með kúptu loki og botni. „Þér gerðuð mér mikinn heiður, Tuan, ef þér tækjuð við þessum litla kris, — sem merki um þakk- læti mitt.“ Hann opnaði öskjuna og sýndi mér full- komna eftirlíkingu hins fræga malaya-rýt- ings, hins skelfilega kris, (sem nú er bann- að að bera), með bylgjuðu egginni. Efst á banvænu blaðinu er lítil fjöður, sem fellur alveg inn í útflúrað haldið, — þegar rýt- ingurinn er rekinn í fjandmann, má með örlítilli hreyfingu losa fjöðrina, svo að blað- ið festist í sárinu. „Það eru aðeins örfáir, sem ennþá kunna að búa til reglulegan kris,“ sagði Yusof, „ég fékk gamlan sérfræðing til þess að smíða þennan handa yður.“ Hann sagði mér líka frá því, að hann hefði fengið prestinn í fæð- HEIMILISBL AÐIÐ — 53

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.