Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1957, Blaðsíða 39

Heimilisblaðið - 01.03.1957, Blaðsíða 39
Tilvonandi tengdasonur GAMANSAGA EFTIR WILLIAM WATT >>Mamma og pabbi,“ sagði Mabel, ,,þetta er Harold Mamman sagði það gleddi sig að kynnast °num. Pabbinn var maður fámáll og sagði ara= „Jamm." j Harold leit í kring um sig og brosti kálfs- ega. Hann myndaðist við að heilsa með handabandi. Mamman varð ekki fyrir eins miklum von- ^igðum og pabbinn. Hún mundi eftir því, a hann var álíka kjánalegur, þegar hún hafði .rir naörgum herrans árum farið með hann 1 að sýna hann föður sínum. Harold sagði það hefði verið kalt undan- aijf- Mamman tók undir það. abbinn sagði: ,,Jamm.“ Mamman hugsaði: „Jæja, Mabel hefði ^annske getað valið ennþá verr.“ Hún leit Varfærnislega á pabbann. „Þeir skána, þeg- ar nrnður hefur haft þá dálítinn tíma,“ hugs- aðl hún. ^egar umtalsefnið hafði verið gersamlega 1 nokkrar mínútur, flutti Harold hatt- 11 af hægra hné á vinstra, horfði beint í k Pabbans og sagði: „Hann hefur verið ^a nr undanfarið.“ Pabbinn sagði: „Jamm.“ k® eftir stundarkorn sagði Mabel, sam- bendingu frá móður sinni: „Ó, með- k ^nan . . .“ og fór út. Og eftir stund- tjJ"11 sagði mamman, sem hafði á sínum a fengið bendingu frá sinni móður: „Ó, ar en ég steingleymi því . . .“ og fór út. skildu Harold og pabbann eina eftir. sa& t° ^ reyndi að muna> hvað Mabel hafði rétt hitthvað var það um að taka hann br Um ^ökum. Hann leit til pabbans og agjS 1- Pabbinn brosti til hans og andvarp- >>Það hefur ekki verið sérlega hlýtt und- '"'"iS," sagði Harold. séý' f111111’1 sagði pabbinn. Hann velti fyrir Jyja’> Vaða mistök í uppeldinu hefðu gert e að svona miklu flóni. Ekki svo að skilja, að Mabel kæmi neitt kjánalega fyrir. En Harold var svo kjánalegur, að Mabel hlaut að vera sami asninn, hugsaði pabbinn. Þá sá Harold röð af silfurbikurum á arin- hillunni og minntist nú einhvers, sem Mabel hafði sagt honum. „Þetta eru ljómandi bikarar, sem þú átt þarna.“ Pabbinn sagði: „Jamm.“ „Átt þú þá alla?“ Pabbinn sagði: „Jamm.“ Harold tók eitthvað upp úr vasa sínum. Það var ljósmynd af gríðarstóru baunagrasi. Hann rétti pabbanum hana. Pabbinn leit á myndina. Síðan leit hann á Harold. Honum fannst þetta undarleg tilvera. Hann sagði „Jamm." „Þessir belgir eru átján þumlunga langir og metfjöldi af baunum í hverjum belg.“ Pabbinn setti upp gleraugun og horfði á þennan methafa plönturíkisins. Hann sagði ekki einu sinni jamm í þetta sinn. Hann var gjörsamlega orðlaus. „Og líttu bara á þessar,“ sagði Harold. Hann dró fram nokkrar myndir af risabaun- um í viðbót. Hann lét þess ekki getið, að hann hefði fengið þær léðar hjá fræsalan- um á horninu. Það er nú einu sinni svo, að allt er leyfilegt í ástamálum og ófriði. Ekki var reyndar svo að skilja, að hann væri ástfanginn af pabba Mabelar. Satt að segja fannst honum þetta vera leiðindaskröggur. En margt verður á sig að leggja til að skrönglast gegnum lífið. Pabbinn sagði: „Jamm.“ „Hefurðu nokkurn tíma séð aðrar eins baunir?“ sagði Harold. Pabbinn leit manndrápsaugum á Harold. „Ég skora á hvern sem er,“ sagði Harold, „að rækta vænni baunir en þessar.“ Hann lét þess ógetið, að hann hefði ekki ræktað þær sjálfur. Það stóð ekki til að hann segði satt. Hann mundi eftir aðvörun HEIMILISBLAÐIÐ — 83

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.