Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1961, Blaðsíða 23

Heimilisblaðið - 01.01.1961, Blaðsíða 23
ElMlLlSBLAÐIÐ < Chicago-drengurinn Ste- ven Rosenberg, fimm ára að aldri, vann það afrek að slökkva eld, sem komst í olíu í kjallara í húsi for- eldra hans. — Hér sést hann með slökkviliðshjálm á höfði taka við hundrað dollara seðli og verðlaunum fyrir snerræði sitt og dáð. Þessi fallega, Ijóshærða norska stúlka heitir Ragn- hild Aase og var fulltrúi lands síns í Miss Univer- sum-keppninni í Miami Beaeh í Florída. Hún sést hér með geysistóran vernd- argrip í fanginu, þegar hún var á heimleið til Nor- egs fyrir nokkru síðan. > < í rökkri eru allir kettir gráir, en þessi Persi myndi sjálfsagt þakka fyrir sig ef honum væri líkt við venju- lega heimiiisketti. — Pers- inn hreykir sér hér í silfur- bikar, sem hann vann á kattasýningu í París. Frú Gladys Werell, sem býr í Staffordshire í Englandi, hefur fundið undir grasflöt- inni á lóð sinni kolalag. En í Englandi eru allar kolanámur sem finnast rik- iseign, en þar sem hér er um tiltölulega lítið magn að ræða, fær frú Werrell að hagnýta sér þessa kolanámu til eigin þarfa. > < Hinn kunni ameríski sjónvarpssöngvarl Perry Como var fyrir nokkru í Englandi og kom fram í brezka sjónvarpinu. Hér sést hann fyrir utan Covent Garden í London, ásamt brezku balletdansmærinni Margot Fonteyn. Fyrir nokkrum árum síðan var þessi stúlka einn kunn- asti skiðastökkvari Austur- ríkis. Hún heitir Resi Haunnerer. Nú tekur hún ekki lengur þátt í íþrótta- keppnum heldur fæst við að útbúa íþróttaklæðnað, sem hún kynnir stimdum sjálf og sýnir. >

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.