Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1961, Blaðsíða 36

Heimilisblaðið - 01.01.1961, Blaðsíða 36
Eftir James Ramsey Ullman. Stormur hrakti regnið á undan sér í tryllt- um hryðjum og rótaði upp haföldunum. Sólin var hulin að baki skýjunum, og sjálf skýin sáust ekki fyrir regninu. Aldrei hafði Kyrrahafinu verið lýst þannig í bókum eða ferðapésum. Ég var farþegi í Chicot, 3900 tonna vöru- flutningaskipi. Það fór eftir fastri áætlun milli fjölda eyja í Míkrónesíu, sem áður laut Japan, en er nú undir stjórn Banda- ríkjanna fyrir hönd Sameinuðu þjóðanna. Við höfðum lagt af stað frá Guam fyrir 11 dögum og virtumst nú einir og yfir- gefnir á rúmsjó, á leið okkar til Truk, einnar af austustu eyjunum í Carolínu- eyjaklasanum. Snemma morguns, þegar dagsskíman brauzt inn um kýraugun, vakn- aði ég við það að skipið hægði ferðina og nam loks staðar úti á miðri haf-auðninni. Eftir þrjár mínútur var ég kominn upp á þilfar. Aldrei hafði ég áður séð jafn stórfenglegan öldugang. Eftir því sem Chi- cot dró úr ferðinni, tók það að veltast og höggva í ylgjunni. Skipstjórinn, Edward O’Neill, stóð uppi í brúnni og veifaði. til mín, til merkis um að ég skyldi koma upp til hans. „Lítið þér á,“ sagði hann og benti. Ég grillti og pírði augun í regnið, en sá ekki neitt, fyrr en hann rétti mér kíkinn og benti mér hvert horfa skyldi. Og þá kom ég auga á það, sem hann ætlaðist til að ég sæi: — Kanó, — einmastraðan segl- bát þeirrar tegundar, sem tíðkast mjög í Austurlöndum. „Hann er varla stærri en trjábolur," sagði é gundrandi. „Og hann er varla annað en trjábolur — holur trjábolur með siglutré. Ég gizka á, að hann sé tæpir sex metrar á lengd.“ Jafnvel úti á litlu vatni hefði hannsyn2 lítill og brothættur. Hér — úti á víða u Kyrrahafsins — leit hann ekki einu s11111^ út eins og leikfang barna, heldur nánas sem smáspýta, fljótandi sprek. Þarna sto um við í brúnni á Chicot og störðum a y irbærið eins og það væri frá öðrum heim1- Það var líka frá öðrum heimi —- a sllin hátt. * Nú komst ég að raun um, að um bor í fleytu þessari voru menn. Þeir hreyt sig líkt og skordýr á grasstrái. En ek höfðu þeir gefið okkur nein merki. Voiu þeir í háska, eða ekki? „Ef þeir eru ekki í háska staddir, Pa hafa aldrei neinir verið það,“ sagði 0’Nel ■ Chicot hélt þannig kyrru fyrir, að sj° og vindur bar fleytuna í áttina til okka1- Kanó þessi var með beitirá, — þesskonn1 hliðartrjábol útfrá sér, sem auðveldar jaf11' vægið og er algengt fyrirbæri á farkostuU> Míkrónesíumanna. Án slikrar beitna myndi fleki þessi hafa steypt stömpum ofí fyllzt af sjó. Miðskips var einskonar sky n lágt undir loft og með stráþaki. Upp1 y*1 gnæfði tiltölulega hátt mastrið, segHaU® ' Stundum risu öldurnar svo hátt, að ek■ * ert sást af fleytunni nema mastrið el ’ Þess á milli sást vel til hennar, og við &a ' um séð, að fimm manns var innan b°rð Þeir litu út fyrir að vera veðurbarðir oS þjakaðir mjög, en gerðu þó allt hvað þel1 gátu; einn stýrði, en hinir stóðu við austm- Einn þeirra var vel við aldur, annar m1 aldra ,en hinir þrír varla meira en piltu11^" ar. Þeir voru aðeins klæddir rauðum m11" isskýlum. Eftir tíu mínútur voru þeir komnir upP að skipshliðinni, og vélar skipsins höfo stöðvazt með öllu. Hér við hliðina á vlf‘?g miklum skipsskrokknum virtist bátknh jafnvel minna en nokkru sinni fyrr. Fyrsti stýrimaður, Stanley Gilje, st0 við borðstokkinn uppi yfir fleytunnú °£ hófst nú samtalið með hjálp tveggja túlka af skipshöfninni. í Ijós kom, að bátsverja1 virtust alls ekki hugsa um það fyrst o^ fremst að láta bjarga sér. Fyrst af ölm spurðu þeir, á hvaða leið við værum. Til Truk,“ svöruðum við. Eftir að þeir höfðu heyrt það, skiptust þeir enn á orðum V1 36 HEIMILISBLAÐ1®

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.