Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1961, Blaðsíða 39

Heimilisblaðið - 01.01.1961, Blaðsíða 39
sem vinnum eldhússtörfin ^AÐ Er alltaf gaman að fá nýjar köku- ^Þpskriftir, og þetta er sá tími ársins, sem kst heimboSin eru, og því ekki vanþörf á ° fá nokkrar nýjar hugmyndir. Kaliforníukaka 3 egfc' ^5 gr sykur 1 pk. vanillusykur 1 tsk. sítrónudropar 125 gr grófhakkaðar möndlur eða hnetukjarnar 125 gr smátt skornar gráfíkjur 125 gr smátt skorið súkkat 250 gr rúsínur 125 gr hveiti 3 tsk. lyftiduft. Eggin eru þeytt saman, síSan er sykri °£ vanillusykri blandað -smám saman út í ^ það er haldið áfram að þeyta og sítrónu- Cr°Punum blandað út í. Síðan eru möndl- r> gráfíkjur, súkkat og rúsínur látin út í og að lokum hveiti og lyftiduft, og allt hrært vel saman. Bakað í ca. 60 mín. — Þessi kaka er að vísu dýr, en hún er mjög góð. Hér er uppskrift af rúllutertu, sem kall- ast: Trjábútur 3 eggjablómur 4 msk. heitt vatn 125 gr sykur 1 pk. vanillusykur 3 eggjahvítur 60 gr hveiti 50 gr mais- eða kartöflumjöl 1 tsk. lyftiduft. Eggjablómur og vatn þeytt saman og % af sykrinum smám saman bætt út í ásamt vanillusykri. Eggjahvíturnar eru þeyttar vel stífar og afganginum af sykrinum bætt út í; á meðan er haldið áfram að þeyta. Stífþeyttu eggjahvíturnar eru lagðar ofan á eggjablómurnar og þar yfir er stráð hveiti, maís og lyftidufti. Þetta hrærist allt varlega saman. Deiginu er hellt í bök- unarskúffu og bakað í 10 mín. en ofninn er hitaður vel áður í ca. 15 mín. Kakan er strax rúlluð saman og látin kólna. Hrærið saman venjulegt smjörkrem og bætið kakói út í. % af kreminu er smurt á kökuna og hún síðan rúlluð saman aftur og afgangurinn smurður ofan á. Með gaffli eru gerðar bylgjulaga línur eftir endilangri kökunni. < Það hefur verið hljótt um bandarisku kvikmyndaleikkon- una Ritu Hayworth eftir að hún skildi við indverska furst- ann Aly Khan, sem nú er lát- inn. Nú fyrir skömmu var hún í Rómaborg, þeirra erinda að endurnýja fatnað sinn hjá frægasta kvenfataklæðskera borgarinnar. Aly Khan, sonur Aga Khans trúarleiðtoga múhammeðstrú- armanna í Pakistan, var ekki vel fallinn til andlegrar for- ystu, því hann var ætfð upp- tekinn af hestaveðhlaupum, kappakstri og fögrum konum, svo að gamli maðurinn gerði son hans, hinn núverandi Aga Khan, að trúarleiðtoga mú- hammeðstrúarmanna. > ILISBLAÐIÐ 39

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.