Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1961, Blaðsíða 37

Heimilisblaðið - 01.01.1961, Blaðsíða 37
°kkur með hjálp túlkanna. Loks gaf stýri- ^ðurinn skýrslu um samtalið. »Þeir segjast vilja koma um borð, ef þeir ai að taka bátinn með.“ »Gott og vel, — hífið upp bátkrílið,“ SaSði skipstjórinn. Nú va rspilið sett af stað og uppskipun- arköðlum varpað niður til bátsverja. Tveim ^'dum köðlum var brugðið undir farkost lleirra, og skipsstiga var rennt niður; það Var kaðalstigi. Fjórir bátsmanna tóku að ^iifra upp stigann, en sá elzti þeirra kaus að vera um kyrrt á farkosti sínum í lengstu °&- En skipsyindurnar fóru aftur af stað, °£ nú var fleytunni lyft rólega úr sjó, og lllnan skamms stóð hún á þilfari skipsins. Sá gamli sat í skutnum, rólegur og ó- J?a&ganlegur eins og ekkert hefði komið yrir. I festi um háls hans hékk gljáfagur nlutur. Fyrst hélt ég að það væri einskon- ar töfragripur, en það reyndist bara vera Venjulegur dósahnífur. í kjöltu hans lágu f^ðgaðar leifar af áttavita, sem hann virt- lst gæta sem sjáaldurs auga síns. Strax þegar bátur þeirra félaganna var a°niinn um borð, klifruðu þeir upp í hann d gamla mannsins. Við stóðum og glápt- Uln á þá eins og tröll úr heiðríkju. Eins og fyrr var sagt, var bátur þessi á a® gizka sex metra langur. Hann var þó . ki holaður úr einum bol, heldur bund- lnn saman úr brauðaldin-trjáviði og þétt- Ur nieð kvoðu úr kóralmulningi. Ekki var n°tazt við einn einasta nagla við slíka skipasmíð. Bátsskrokkurinn var harla ; varla meira en mannsbreidd. Yfir- ,yggingin var hins vegar tvíbreið og lá uf á þvertré beitiránna. Undir stráþaki ennar gátu í hæsta lagi tveir menn leitað skjóls í einu. Seglið, verksmiðju-unninn ereftsdúkur blár, lá undið og samankuðl- , 1 framþóftunni. Farangur eða. vistir Sanst hvergi. Fáeinir viðarkolamolar lágu í skutnum, og þar voru einnig tvær eða nrJár kastarholur, sem sennilega hafa meir Verið notaðar til vatnsausturs en matar- gerðar. Jafnvel eftir að fleytan var komin Uln borð í Chicot, stóð vatnið í henni upp ^Jóalegg á bátsverjum, og þeir voru önn- Uln kafnir við að ausa hana þurra. Það Var eins og fyrsti stýrimaður sagði: að úti á reginhafi hlaut aðbúð þeirra að hafa verið svipuð því að sitja í baðkari, þar sem ekki væri hægt að skrúfa fyrir vatns- hanann. Er þeir finnmenningarnir höfðu ausið bát sinn þurran, breiddu þeir út seglið til þerris, aðgættu þéttleika kænunnar og reyrðu hana betur, þar sem kókóstref jarn- ar voru farnar að slakna. Báturinn var hið eina, sem þeir virtust hafa hinn minnsta áhuga á. Svo merkilegt sem það var, virtist enginn þeirra þurfa neinnar læknishjálpar við. Hinsvegar var auðsjáanlega, að þeir þörfnuðust allir matar. En fyrst eftir að þeir voru vissir um, að allt væri í lagi með bátinn, gátum við fengið þá til að fara undir þiljur. Ýmis klæðisplögg voru dreg- in fram, í stað gegnblautra mittisskýlanna þeirra, og er þeir höfðu matazt, fengust þeir til að hvílast lítið eitt. Eftir það fengum við svo að heyra sögu þeirra, með hjálp eins af hásetunum, sem kunni skil á máli þeirra. Það var öldungurinn í hópnum, sem hafði orð fyrir þeim. Hann kvaðst heta Sernous og sagði, að félagar sínir væru bæði úr fjölskyldu hans og af sama kyn- þætti. Þeir komu frá kóraleyjunni Pulap og voru á leið til Truk. Frá Pulap — þessari agnarfleytu ?! Skip- stjórinn fletti upp kortinu. „En Pulap liggur meira en 300 sjómílur í austur héð- an,“ sagði hann. ,,Og Truk er 150 sjómílur handan við Pulap. Þið eruð sem sagt að villast?“ „Nei, stormurinn hrakti okkur af réttri leið.“ Þeir höfðu verið á hafi úti í 30 daga. Sernous opnaði sigggróna lófana og sýndi okkur. „í 30 daga,“ endurtók hann. Ferðin hefði átt að taka fjögur dægur; hann hafði farið þetta margsinnis áður. En í þetta sinn hafði verið stórsjór og ofsaveður. Og þar að auki hafði áttavitinn hans vísað skakkt. Þetta var gamall áttaviti úr japönsku fiski- skipi, og hann lak sprittinu. Gat skipstjór- inn máski gert við hann? — Dögum saman höfðu þeir hrakizt vestar og vestar, sagði gamli maðurinn. — Storm- urinn hafði verið svo mikill, að þeir höfðu ekkert getað gert. Þeir urðu að skiptast á ^Eimilisblaðið 37

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.