Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1961, Blaðsíða 38

Heimilisblaðið - 01.01.1961, Blaðsíða 38
um að ausa, sólarhringinn allan, og samt hafði Santa Maria verið hálffull af sjó all- an tímann. Santa Maria — var það nafnið á fleyt- unni þeirra? Voru þeir sem sagt kaþólskir? Já. Sernous leit á dósahnífinn sinn eins og væri hann krossmark, og signdi sig. En hvað um matinn? Jú, þeir höfðu haft kókóshnetur og brauðaldin með sér að heiman; auk þess viðarkol og tinnu, til að geta kveikt eld. En þegar maturinn var upp etinn og viðarkolin ónýt af vatnsgangi, höfðu þeir veitt fisk og étið hann hráan. Þeir höfðu verið heppnir með veiðina. Um það bil þrjátíu fiska höfðu þeir veitt, þ. e. a. s. einn fisk á dag. Einnig höfðu þeir verið heppnir, hvað vatn snerti, því að regnvatn höfðu þeir haft nóg til drykkjar. Verstar höfðu næturnar verið, því að þá voru þeir bæði blautir og gegnumkaldir. Voru þeir vissir um, hvar þeir voru niðurkomnir, þegar við rákumst á þá? Já-já. Þeir höfðu gert sér vonir um að komast til kóraleyjarinnar Ifalik. „Hún liggur hér handan við,“ sagði Sernous og benti til norðvesturs. — Skipstjórinn og stýrimaðurinn kinkuðu kolli brosandi. Ifa- lik var óneitanlega þarna „handan við“. Samkvæmt kortinu var hún 35 sjómílur þaðan sem við höfðum rekizt á þá félagana — og næstum 500 sjómílur frá Truk, hinu raunverulega takmarki þeirra. Eftir á ræddum við um það, hvernig viö myndum hafa spjarað okkur eftir 30 daga úti á reginhafi í annarri eins bátkænu. Og hvernig hefðum við brugðizt við, ef við hefðum verið teknir um borð í ókunnugt skip? Bátsformaðurinn gamli frá Pulap sagði sögu sína æðrulaust og skilmerkilega. Félagar hans sýndu heldur engin merki ójafnvægis eða vanstillingar. Þeir virtust ekki einu sinni hafa ofreynt sig neitt. Þeir höfðu hrakizt úr leið úti á reginhafi. En slíkt og þvílíkt hafði komið fyrir þúsund sinnum meðal fólks af þessum þjóðflokki. Sumir höfðu komið fram; aðrir týnzt fyrir fullt og allt. Enn aðrir höfðu hafnað á fjarlægum stöðum, svo sem í Nýju Guineu og á Filipseyjum. 30 dagar, 500 sjómílur — hvað þýddi það? Ekkert. Svarið var fólgið í afslöppum líkömum þeirra og hin- um rólegu, brúnu augum. — Enn sagði Sernous eitthvað, og túlkur- inn útskýrði það: „Hann spyr, hvort þeir fái leyfi til að dytta áfram að bátnum s111' um. Þeir vilja gjarnan, að hann sé í £° , ásigkomulagi undir ferðina aftur heim fra Truk til Pulap.“ „Að sjálfsögðu," svaraði skipstjórinm En svo datt honum dálítið í hug. „Spurua hann, hvað þeir séu eiginlega að gera ti Truk...“ Túlkurinn spurði, og Sernous svaraði- „Við fórum til að kaupa okkur sígarettur. „Sígarettur? og sigla alla þessa löngu leið — abra til að kaupa sígarettur?!“ „Já. Hann segir, að þá skorti ekki nei annað.“ Við gáfum þeim heila lengju af sí£ar' ettupökkum, og það sem eftir var leiðar- innar til Truk keðjureyktu þessir gestir okkar, á meðan þeir dyttuðu að Santo-' Maria. Þeir minntust ekki á það, hvaða tegund þeir myndu hafa keypt af sígaret - um. En þeir höfðu heldur ekkert út á þ®r sígarettur að setja, sem þeir fengu. TIL LESENDA: Vcgna andláts föður mins, Jóns Helgasonar, v’* ég taka fram, að Heimilisblaðið mun koma út el1’ og áður, og afgreiðslan verður á sama stað og 111 ég sjá um hana. Sigurður Jónsson. Þá, sem vantar einstök blöð i eldri árganga, vil eé biðja að senda pöntun á þeim sem fyrst, því VCÍ’D_ rúmleysis verða þeir látnir í geymslu um næstu mót, og þá verður erfiðara að ná í einstök blöð. Nýir áskrifendur fá eldri árgang i kaupb®11. HeimilishlaSi& kemur út annan mánuð, tvö saman, 44 blaðsíður. Verð árgangsins er kr, lausasölu kostar livert blað kr. 10.00. Gjalddagi 14. apríl. — Utanáskrift: Heimilisblaðið, Bergstaðu stræti 27. Pósthólf 204. — Prentsmiðjan Oddi b. jjvern tölublo® . 50.00. í er 38 HEIMILISBLAÐIÍ)

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.