Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1961, Qupperneq 3

Heimilisblaðið - 01.12.1961, Qupperneq 3
CLARENCE W. HALL: t>að scm Bali kcnndi mcr ----------------------------------------------------------------------------------------------- Eyjan Bali eða Litla-Java er örskammt austur af Java, aðeins fjögra km breitt sund á milli þeirra. Hún er 5400 ferkílómetrar að flatarmáli og íbúarnir eru 1.8 milljón. Um miðbikið og norðan til er hún hálend og eldgígaröð eftir henni endilangri frá austri til vesturs. Aðal- láglendið er sunnan til á eyjunni, bæði vel ræktað og þéttbýlt. íbúarnir eru Malajar, náskyld- ir Javabúmn og líkir þeim að flestu, þó ekki að trúarbrögðum. Balibúar eru Brahmatrúar og skiptast í erfðastéttir, eins og tíðkast meðal Indverja, en flestir aðrir Malajar á þessum slóðum eru Múhameðstrúar. Fram yfir síðasta stríð skiptist Bali í furstadæmi, þar sem innbornir furstar, Rajar, fóru með æðstu völd undir yfirstjórn Hollendinga. „I NAFNI sumra staða er svo heillandi hljómur, að ef við hvíslum þau hægt og hljóðlega, þá er eins og andi lampans sé allt í einu kominn, tilbúinn að uppfylla allar óskir okkar. Jafnvel aðeins það að sjá þau á prenti nægir til þess, að við finn- um þann undraverða töframátt, sem fylgir þeim,“ segir enski rithöfundurinn H. M. Tomlison. Hjá mér og mörgum fleirum hefur ein- niitt nafnið Bali þennan töframátt í sér fólginn. Frá því á árunum 1930—40, að landið var opnað og útlendingum gefið frjálst að fara þangað að vild, hefur þessi dásemda staður, þar sem enginn á ann- ríkt og alls staðar andar friði og kyrrð, verið eftirlæti ferðamannanna, sem þang- að hafa komið. Það er ekki fyrst og fremst náttúrufeg- urðin á Bali, sem heillar mig, heldur þetta Nú telst eyjan til Indónesiskalyðveldisins. órannsakanlega andrúmsloft friðar, tillits- semi og tárhreinnar lífsgleði, sem leikur um eyjuna. Okkur Vesturlandabúunum, sárþjáðum og taugabiluðum af sífelldum eltingaleik við ekki neitt, verður fljótlega sannkölluð nautn að njóta þess, og okkur fer að dreyma þann sæla draum, að ef til vill gætum við tileinkað okkur þennan unaðsanda, sem svífur þarna yfir vötn- unum. — En hvernig má það ske? Ég reyndi að spyrja Anak Agung, Pandji Tisna. - Anak Agung þýðir „mikli drottn- ari“, en síðan árið 1950, að Pandji Tisna eftirlét yngri bróður sínum bæði höll sína og tignarheitið raja Bulelangfylkis og sett- ist að í smáþorpi einu hefur hann ekki drottnað yfir neinum nema þá sjálfum sér — sínum eigin anda, frjálsbornum og fagurheiðum, og lifað sama lífi og hver annar venjulegur maður.

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.