Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1961, Síða 7

Heimilisblaðið - 01.12.1961, Síða 7
Draumurinn Smásaga eftir Arnold Bennett. Hann var á hægri ferð eftir bröttum veginum, sem tók krappa beygju 1 áttina að sveitaþorpinu St. Zeno, hátt uppi í fjöllunum, er hann kom auga á hana. Hún var hvítklædd og leit út fyrir að vera þreytt og sveitt. Hann stöðvaði bílinn. „Viljið þér ekki aka með?“ spurði hann. Hún brosti. „Þakk fyrir, en ég er bráð- um komin alla leið,“ svaraði hún og hnykkti höfði í átt til hvítu húsanna fyrir ofan. „Væruð þér fugl, mynduð þér óðara vera komin alla leið,“ sagði hann. „En úr því þér þurfið að ganga, þá er drjúgur spölur eftir enn.“ „Þökk fyrir. Það er vingjarnlegt af yður,“ sagði hún þá og settist í bílinn við hlið hans. Þau voru bæði dvalargestir í gistihús- inu niðri við bakka Lago di Garda, og enda þótt þau hefðu aldrei skipzt á orðum fyrr, kunnu þau mætavel skil hvort á öðru, því að konur sem stjórna gistihúsum á arsannfæring, er eins farið og þessum fyrrverandi fursta á Bali. Þeir tileinkuðu sér hana ekki með því að ráðast á hlið himinsins með ópum. Þeir opnuðu aðeins hug sinn og hjarta, og þegar þar að kom, að trúin fann dyr sálarinnar opnar hjá þeim, tók hún sér bólfestu í hjarta þeirra. Þegar ég kvaddi þessa Edensey, fann ég, að Pandji Tisna hafði opnað augu mín fyrir þeim miklvægu sannindum, að ef við aðeins höfum opin augu fyrir því, sem gott er og eftirsóknarvert og opnum hug okkar og sál til að veita því viðtöku, þá er ekkert það „Bali“ til, sem ekki er unnt að öðlast. Italíu eru fúsar að veita hvers kyns upp- lýsingar. Hann vissi, að hún var ein á ferð og hét Anna Thistleton; og hún vissi, að hann var sömuleiðis einn á ferð og hét Richard Richardson. Þau fengu svo að segja engan póst sendan, hvorugt þeirra, en lásu mikið bæði og voru ágætir sund- menn. Þegar þau komu upp í fjallaþorpið, sem lá þögult í sólarbreiskjunni, stigu þau út og virtu fyrir sér útsýnið, orðlaus af hrifningu. „Garda er fegurst allra ítalskra vatna,“ sagði hann um leið og þau settust aftur inn í bílinn. Hann spurði ekki, hvort hún kærði sig um að aka aftur niður á bóg- inn. Hann settist aðeins inn í bílinn, og hún settist við hlið hans, án þess þau þyrftu um það að ræða. Eftir kvöldverð sá hann björtum líkama hennar bregða fyrir milli dökkra sýprus- trjánna í garðinum. Hún gekk til hans. „Þér tókuð mig upp í bílinn yðar,“ sagði hún. „Nú verð ég að endurgjalda það með því að bjóða yður í bátinn minn.“ „Ég þakka,“ sagði hann. Tíu mínútum síðar voru þau komin góðan spöl út á vatnið. Ljós blikuðu um- hverfis þau í fjallahlíðunum, á alla vegu. „Ég þykist vita, að þér séuð hér í fríi,“ sagði Richard varfærnislega. „Nei,“ svaraði Anna. „Ég er hér bein- línis vegna þess, að það kom dálítið dap- urlegt fyrir mig fyrir tveim árum.“ ,.Ó, — það var leitt að heyra ...“ „Ég átti litla forngripaverzlun við Beauchamp Place. Það var erfitt að halda uppi samkeppninni. Þá var það, að ég erfði peninga, þúsund punda árlega greiðslu. En þar með hefst sorgarsagan. Þetta reyndist mér ofviða. Ég á við: vegna skapferlis míns. Ég sneri baki við verzl- Heimilisblaðið 227

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.