Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1961, Side 32

Heimilisblaðið - 01.12.1961, Side 32
CH. A. VULPIUS: RINALDO RINALDINI Fratnhaldssaga Rinaldo lét tafarlaust söðla hest sinn og reiðskjóta Lodovicos, og héldu þegar á burt frá höllinni. Þeir töluðu fátt á leiðinni, og tveir dag- ar liðu, án þess að þeir töluðu saman nokk- uð að ráði. Raunar lá Lodovico margt á hjarta, sem hann hefði gjarnan viljað gefa útrás, en hann gerði ekki Rinaldo hluttakandi á hugsunum sínum, því að Rinaldo var í slæmu skapi. Á þriðja degi lögðu þeir árla af stað frá slæmum gisti- stað, svo að þeir gætu komizt yfir fjalla- skarð eitt, sem talið var afar hættulegt, áður en dimmdi að kvöldi. LFm hádegi komust þeir að skarðinu og höfðu vart hafið ferðina yfir það, er þeir heyrðu lág- vær óp og brátt fylgdu nokkur skot í kjöl- farið. „Af stað, Lodovico!" sagði Rinaldo. „Þarna liggja hættur í leyni. Við skulum flýta okkur. Ef til vill getum við látið til okkar taka.“ „Áfram þá,“ hrópaði Lodovico. „Eg skal ekki láta mitt eftir liggja.“ Þeir keyrðu hestana áfram. og sáu brátt vagn, sem sex eða átta villimannlegir bóf- ar höfðu stöðvað. Þeir voru einmitt að spenna múldýrin frá. „Hættið," hrópaði Rinaldo til þeirra og dró upp skammbyssuna. Um leið kvað við skot, og kúla þaut framhjá höfði eins þeirra. Lodovico gekk nú fram fyrir skjöldu og skaut á ræningjana. Einn þeirra féll til jarðar. Annar varð fyrir skoti frá Rin- aldo. Hinir flýðu þá, hver sem betur gat. „Þetta eru ekki okkar menn,“ sagði Lodovico. Rinaldo reið að vagninum, á meðan Lodovico hjálpaði ökumanninum á fætur. Rinaldo þekkti farþegana. Þeir voru Den- ongo barón og hin fagra dóttir hans, Lára. „Riddarinn!“ hrópuðu þau, er þau sáu hann. Baróninn mælti: „Kæri herra, ég á yður mikið að þakka. Ef þér hefðuð ekki gripið jafn ákveðið inn í, þá hefðum við verið rænd og sennilega sætt hörmulegri með- ferð.“ „Ég gerði ekki annað en skyldu mína,“ sagði Rinaldo. „Þér munduð hafa gert ná- kvæmlega hið sama undir sömu kringum stæðum. Ég skal veita yður fylgd, því að ég sé, að menn yðar eru annað hvort falln- ir eða særðir.“ „í sannleika sagt, herra riddari, þá uppfyllið þér óskir mínar með þessu göf- uga tilboði, áður en ég get borið þær fram. Ég á enn eftir sex stunda ferð, áður en ég kemst til hallar minnar og hef ekki leng- ur neina stoð af mönnum mínum. Gamall maður þiggur fúslega vernd ungs manns.“ Þeir skiptust á kurteisisorðum, en Lára þagði. Á meðan gerði Lodovico að sárum öku- mannsins og kom honum fyrir í sæti sínu. Hann spennti múldýr sitt fyrir vagninn til viðbótar hinum, sem fyrir voru, kom öllu í lag, settist upp í og svo var haldið af stað. Rinaldo reið við hlið vagnsins. Þeir fóru hratt yfir og komust til hallar bar- ónsins á fimm stundum. „Jæja, herra riddari, sagði baróninn. „Nú er komið að mér að vera veitandi björgunarmanns míns og bjóða yður til hallar minnar.“ Rinaldo var ekki viss um, hvað hann ætti að gera. Þá sagði Lára: „Þér hafnið nú ekki þessu boði.“ Hann steig af baki og stóð kyrr. Lodo- vico kom til hans eins og hann væri kall- aður. „Herra riddari,“ sagði hann. „Nú 252 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.