Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1961, Qupperneq 36

Heimilisblaðið - 01.12.1961, Qupperneq 36
gefið mér það, sem ég ætla að segja yður, jafnvel þótt það kunni að særa hjarta yð- ar. — Faðir minn hefur í huga að gifta mig. Það veit ég fyrir víst, en ég veit ekki hverjum. En hver sem það svo er, sem faðir minn hefur ákveðið, að verði eigin- maður minn, þá get ég ekki elskað hann. Sá, sem ég elska, er lægri að metorðum en ég. Hann er ekki aðalsmaður." „Ef hann er heiðarlegur og verðskuldar ást göfugs hjarta, þá er áreiðanlega hægt að kalla hann riddara. Má ég vita, hver hann er?“ „Ó, já, ég er óhrædd að segja yður það. Hann er ritari föður míns.“ „Hann er góður maður, eftir því sem mér bezt sýnist. Ekki get ég áfellzt yður vegna ástar yðar til hans.“ „Er það satt? Heldur ekki, ef ...“ „Heldur ekki, ef það væri ég, sem fað- ir yðar hefði ætlað hönd yðar ...“ Hliðardyr opnuðust í skyndi og ritar- inn gekk inn í herbergið, greip hönd Rin- aldos og þrýsti henni upp að sér. Hann ætlaði að fara að segja eitthvað, þegar Rinaldo ýtti Láru til hans og fór út úr herberginu. Rinaldo svaf lítið um nóttina og fór um dagmál úr höllinni til að leita að hinum leyndardómsfulla öldungi. — Hann hélt upp með fljótinu og kom í lítinn dal. Þegar honum lauk, var hann staddur á sléttu, sem umlukt var háum hæðum á alla vegu. — Framundan var olifuviðarskógur og gegnum hann lá vegur, sem lauk hjá þrem marmarasúlum með myndletri. Á bak við súlurnar stóð altari með fallegri hámynd. Rinaldo var enn niðursokkinn í að virða þetta allt fyrir sér, þegar hann sá holdgrannan, hvítklæddan mann nálgast, og var hann með ólifuviðarsveig í hárinu og stafprik, er minnti á slöngu í hendinni. Maðurinn heilsaði honum og sagði: „Vertu velkominn, virðulegi, ókunni maður, sem ræddir í gær við hinn ágæta meistara okkar.“ Rinaldo þakkaði honum þegjandi. Hann ætlaði einmitt að fara að spyrja eftir öldungnum, þegar hann kom í ljós, fagnaði honum vel, þrýsti hönd hans og sagði: „Ágætt, sonur minn, þetta er að standa við orð sín.“ Hann leiddi hann sér við hönd um blómgaða velli og sagði: „í þessum dai á ég heima. Hann ber enn sem fyrr sitt gamla nafn, og ég er við hann kenndur og kallaður öldungurinn frá Fronteja. Það er orðið algengt að kalla mig þessu nafni, svo að ég nota það oft sjálfur.“ Hægt er að ímynda sér hvernig Rin- aldo varð innan brjósts við þessar upp- lýsingar. Hann minntist bréfs Olimpiu og orða Romanos markgreifa um þennan mann, sem hann hafði kynnzt fyrrum mjög á óvænt og nú var hann í samræð- um við hann. Hann sá Olimpiu, mark- greifann og höfuðsmanninn fyrir innri augum sínum. Hann vissi ekki, hvort hann átti að halda áfram með öldungnum eða flýta sér til baka. Hann var hræddur um að rekast á þetta fólk, taldi sig svikinn og hvíthærða öldunginn svikara. Þeir voru einmitt komnir að litlu alt- ari, þegar öldungurinn beygði sig niður, tók tvær rósir af runna og lagði þær á alt- arið, hóf augu sín til himins og sagði hárri röddu: „Eilífi andi! Fórn vináttunnar!“ Síðan sneri hann sér að Rinaldo og sagði: „Hér ertu öruggur." „Hvað ætti ég að óttast?“ spurði Rin- aldo. „Mennina, svaraði öldungurinn rólega og hélt rakleitt áfram ; „Mennirnir eru alls staðar,“ sagði Rin- aldo, „og ég þarf ekki annað að óttast en það sem allir óttast.“ „Þú ert hér á meðal vina,“ sagði gamli maðurinn. Rinaldo gekk þögull áfram með leiðsögu- manni sínum. Hann sýndi honum hús sitt, sem byggt var í gömlum stíl. Einsetu- mannskofar voru í fjöllunum fyrir læri- sveina öldungsins, en þeir gáfu sig að sér- stökum íhugunar- og rannsóknarefnum. „Átt þú marga lærisveina?" spurði Rin- aldo. „Tuttugu og einn.“ Þeir gengu inn í hús hans. öldungurinn bauð gesti sínum til morgunverðar. Sjálf- ur neytti hann einungis nokkurra skeiða af hunangi með þunnum hveitibrauðs- sneiðum. Hann drakk mjólk með, en ekki vín. 256 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.