Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1961, Síða 44

Heimilisblaðið - 01.12.1961, Síða 44
hef gert á hluta Rinaldinis mundi hver góð- ur borgari hafa gert.“ „Það ætti að hegna þér fyrir það, að þú hefur ekki fyrr gert þessa skyldu þína,“ sagði Rinaldo. ,,En það var til fjár, sem þú inntir hana af hendi. Fyrir þig gátu smáríkin gert mig að skattpeningi, að- eins ef ég hefði gefizt þér á vald. Þá hefði ég orðið eins konar þrautaskildingar, sem þú hefðir getað eytt af, eins og þér þókn- aðist. ... „Hvað mundir þú hafa gert í mínum sporum, þú, sem unnið hefur hetjudáðir þínar til fjár,“ tók höfuðsmaðurinn fram í fyrir honum, „hvað mundir þú hafa gert í mínum sporum gegn ræningjanum Rin- aldini?“ „Ekki það, sem þú hefur gert.“ „Þú verður að útskýra það fyrir mig.“ Rinaldo leit á Luigino og spurði. „Viltu líka gefa mér þennan fanga?“ „Luigino svaraði strax: „Þú mátt eiga hann.“ „Ágætt,“ sagði Rinaldo, „þá skaltu fara þína leið, þú, sem alltaf ert að ofsækja mig, og þú skalt reyna að kynnast mér betur. Þú ert frjáls og getur farið, hvert sem þér sýnist og meira segja notið aftur þeirrar ánægju að ofsækja mig, koma upp um mig og ofurselja mig yfirvöldun- um eins og þú segir, að skyldan bjóði þér. Guð sendir mönnunum farsóttir og aðrar plágur, en þú ert hirtingarvöndur minn. Farðu og breyttu við mig eins og hjarta þitt býður þér. Ég ætla ekki að taka fram fyrir hendur örlaganna, sem bíða mín, og þú munt heldur ekki geta umflúið þín.“ Að svo mæltu fór Rinaldo út úr tjaldinu. Höfuðsmaðurinn horfði ögrandi á eftir honum. Luigino skipaði fyrir verkum, gramur í bragði. „Farið með þennan svik- ara á burt úr búðum okkar.“ Skipuninni var tafarlaust hlýtt. Höfuðs- maðurinn hélt af stað hrokafullur á svip. Luigino hrópaði á eftir honum: Luigino fer ekki eins að og Rinaldini. Gættu þess að verða ekki á vegi okkar.“ Olimpia var kyrr í tjaldinu, þangað til Rinaldo kom aftur. Hún kraup á kné fyrir honum og sagði: „Hversu göfugmannlegur og stórmann- legur ert þú, frægi Rinaldini." „Talaðu ekki svona.“ „Segðu mér hið rétta. Ertu ekki lengur foringi þessara manna?“ „Nei.“ „Þú ert samt með þeim?“ „Það er ekki mér að kenna. Ég fæ ekki að snúa aftur til menningarinnar." „Tekurðu þér það nærri? Vertu þá kyrr í dölunum þínum. Lifðu í friði og ró inni á milli fjallanna. Það er ekki erfitt að vera án þess, sem heimurinn hefur upp á að bjóða. Ó, ég vildi, að ég mætti lifa í kyrr- látri einveru.” „Getur þú ekki farið til gamla manns- ins frá Fronteja?" spurði Rinaldo. „Þekkir þú hann?“ „Ég hef bæði séð hann og talað við hann. Hann hefur margt sagt mér. En hvernig get ég leyft mér að segja, að ég þekki hann. — Þekkir þú hann, 01impia?“ „Ég hef hvorki talað við hann né séð hann, en samt finnst mér ég þekkja hann.“ „Þennan hátíðlega, leyndardómsfulla mann?“ „Hann er meira en það. Athygli hans hefur beinzt að þér. Þú varst þáttur í þeirri festi, sem hann var að leita að. Hann fann þig, áður en þú vissir af því. Þú varst hans, áður en þið höfðuð hitzt. „Hvað ertu að segja?“ „Það sem mér er kunnugt um. Hún brosti um leið og hún sagði þetta. Rinaldo leit til jarðar. Svo spurði hann: „Er höfuðsmaðurinn þá ekki hlekkur í festi gamla mannsins frá Fronteja?“ „Hann er liðhlaupi." „Á hverju lifir hann?“ „Á gróðabralli og hégómalátum.“ „Hvernig stóð á því, að þú fórst aftur til þessa svikara?" „Vegna peningavandræða." „Þetta göfuga samband þitt ...“ „Er komið til af nauðsyn, en sundur- slitið af duttlungum." „Hvað ætlarðu að gera núna, Olimpia?" „Vera hjá þér í öllum hættum, standa við hlið þér, jafnvel í dauðanum." „Ég er hættur að berjast. Ég ætla að skipta á vopnunum og reku og haka.“ „Og gerast einsetumaður?“ „Já, það vil ég.“ „Þá ætla ég að fara með þér í kofa ein- HEIMILISBLAÐIÐ 264

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.