Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1961, Page 49

Heimilisblaðið - 01.12.1961, Page 49
deiginu og penslað með bræddu smjöri og lagðir ofan á kremið. Tertan bökuð í heit- um ofni (225—250°). Hitinn minnkaður eftir ofurlitla stund og tertan bökuð á hálftíma. Borin fram heit. Svo eru hér nokkrir góðir ábætar. Súkkulaðimarengs: marengs: 4—5 eggjahvítur 200—250 gr. flórsykur. Eggjahvítur og flórsykur er látið sam- an í skál. Skálin er sett yfir heitt vatn. Þeytt vel í 20—25 mín. Þeytið ekki of lengi. Hvoðan látin í sprautupoka. Spraut- ið mismunandi stóra hringi á smurða plötu, og sprautið einnig nokkra toppa. Bakað við hægan hita. Skreyting: 50—100 gr. súkkulaði y2 1. rjómi 2 tsk. vanillusykur rauður eða grœnn ávaxtalitur. 25—30 möndlur. Súkkulaðið brætt. Möndlurnar afhýdd- ar og skornar í lengjur. Ristið þær ofurlítið í ofni. Rjóminn þeyttur með vanillusykr- inum. Litið helminginn grænan eða bleik- an. Leggið marengshringina á fallegt fat, og festið þá saman í pýramída með bræddu súkkulaði. Leggið einn toppinn efst og hina innan í. Smyrjið ólitaða rjómann yfir pýramídann og sprautið litaða rjómann í renndur yfir hvíta rjómann. Stingið rist- uðu möndlunum inn í hingað og þangað. Marengskaka með ís. 4 marengsbotnar eru búnir til úr 10 eggjahvítum og 300 gr. flórsykur. Bak- að við hægan hita. Búið til ís úr 1 1. rjóma, 200 gr. sykri, 5 eggjum eða 6—7 eggja- rauðum, sultu og möndlum. Á stórt fat er fyrst látinn marengsbotn. Á hann er lagð- ur ís, þá marengsbotn, yfir hann sulta, þá marengsbotn og þá afgangurinn af ísn- um og síðasti marengsbotninn. Afhýddar og ristaðar möndlur eru látnar ofan á. Kakan er lögð saman á síðasta augnabliki, því annars verður marengsinn mjúkur. Svo óska ég ykkur öllum, húsmæður góðar, hvar sem er á landinu, GLEÐILEGRA JÓLA! Á hárgreiðslusýningu, sem nýlega var haldin i Lundún- um, var þessi greiðsla sýnd, en hatturinn sjálfur er úr lausu hári. Skálin, sem stúlkan er með, steikir kjötið meðan súpan er horðuð, og er ]>ví til mik- illa þæginda. Myndin er tek- in á búsáhaldasýningu, sem nýlega var haldin i Hamborg. HEIMILISBLAÐIÐ 269

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.