Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1961, Síða 55

Heimilisblaðið - 01.12.1961, Síða 55
7 Góðar bækur eru beztu jólagjafirnar STÝFÐAR FJAÐRIR eftir GUÐRÚNU FRÁ LUNDI. Þetta er nýjasta bók Guðrúnar. Um hana segir Þor- steinn M. Jónsson rithöfundur og bókaútgefandi frá Akureyri: Guðrún frá Lundi kann þá list að gera alla atburði jafnt smáa sem stóra, sögulega. Og hún er jafnan snillingur í mannlýsingum. Hún hefur ó- þrjótandi söguefni úr hinu daglega lifi, án þess að tvinna inn í sögur sínar reyfaraatburðum. Sögur hennar eru réttar lýsingar á mönnum og þjóðlífi. — Mér finnst þessi bók meðal beztu bóka hennar. — Bókin er með sama lága verðinu og í fyrra, kr. 145,00. Á ÖRÆFUM eftir Hallgrim Jónasson. Þorsteinn Jónsson (Þórir Bergsson rithöfundur) segir m. a. um þessa bók í Mbl.: „Þessar frásögur Hallgríms Jónas- sonar tel ég alveg hiklaust í flokki allra beztu frá- sagna um ferðalög, sem ég hef lesið... Þetta eru ekki þurrar leiðarlýsingar, heldur lifandi frásagnir um náttúru landsins, samferðafólkið og atburðina, sem gerðust á ferðalaginu. Bókin er 272 bls., prent- uð á góðan pappír. Margar myndir prýða bókina, vel prentaðar á myndapappír. Vandað band. Kr. 190,00. BERNSKAN I—II eftir Sigurbjörn Sveinsson. Þær eru ekki margar íslenzku bækurnar, fyrr eða síðar, sem hafa átt meiri og almennari vinsældinn að fagna en Bemskan eftir Sigurbjörn Sveinsson. Þess- ar fögru og yfirlætislausu barna og unglingasögur, sem lesnar voru á svo til hverju heimili í landinu fyrir tveimur til þremur áratugum. Þá þekktu allir Bernskuna — Nú er hún komin í nýjum og fallegum búningi, ásamt öllum öðrum skrifum Sigurbjarnar, skreytt miklum fjölda mynda, eftir okkar beztu lista- menn. Tvö falleg bindi í vönduðu hylki. Kr. 180,00. MÁTTUR ÁSTARINNAR eftir Ingibjörgu Jónsdótt- ur. Ingibjörg er ung reykvísk húsmóðir. Þetta er fyrsta skáldsagan, sem hún lætur frá sér fara. Sag- an fjallar um ævintýri ungrar stúlku, sem telur sig hafa fundið hamingjuna á Keflavíkurflugvelli — og hamingjuna eltir hún til Ameriku. — En þar kemst hún að raun um, „að lífið er hverfult og lánið valt“. Hún snýr heim og ... FANNEY Á FURUVÖLLUM eftir Hugrúnu. Fanney á Furuvöllum er skemmtileg saga og vafalaust bezta bók skáldkonunnar. Hún er fjörlega rituð, falleg, margþætt og hrifandi ástarsaga, sem gerist bæði í sveit og borg. SVÖRTU VIKUDAGARNIR eftir Ásgeir Jónsson. í bókinni leiðir höfundurinn lesandann með sér á sex svörtu dögum vikunnar inn í langferðabíla, strætis- vagna, almennar skrifstofur, banka, biðstofur lækna o. fl. Hann skyggnist bak við tjöldin hjá lögfræðing- um og gægist inn í sjúkrahús. í sorta hversdags- leikans er margt að sjá og heyra, sem mönnum sést yfir í önn dagsins. HEIMSÓKN eftir Ólöfu Jónsdóttur. Ólöf Jónsdóttir er reykvisk húsmóðir af breiðfirzkum og norðlenzk- um ættum. Eftir hana hafa áður birzt i tímaritum, blöðum og útvarpi smásögur og ljóð og í barnatíma útvarpsins hefur hún verið sérstaklega vinsæl. ÍSLENZK FYNDNI, XXV. árg. íslenzk fyndni er ár- legur Jólagestur, sem eykur gleði á hverju heimili. CAROLA eftir John Grant (höfund bókarinnar Vængjaður Faraó). Þýðandi Steinunn Briem. Carola var skapmikil stúlka og frjáls í hugsun. Hún sá sýn- ir og öðlaðist dulræna reynslu, sem aðrir skildu ekki. Þegar hún óx upp, tóku að vakna hjá henni endur- minningar um fyrri jarðlíf. Var hún endurborin egypzk prestynja, „stúlkan með bláa lótusblómið'", prestynja ljóssins og Vængjaður Faraó? John Grant hefur unnið sér heimsfrægð fyrir bækur sínar, og þær eru lesnar á fjöldamörgum málum um allan heim. LÆRISVEINNINN eftir Sholem Asch, í þýðingu Magnúsar Jochumssonar. Bókin lýsir á frábæran hátt lifnaðarháttum í Landinu helga á örlagarikasta skeiði veraldarsögunnar. Lýsingarnar eru svo lifandi, að segja má að lesandinn lifi atburðina. Lærisveinn- inn er 2. bindi í hinu heimsfræga þriggja binda verki, Nazareinn. Lærisveinninn er talinn eitt hið snjallasta, sem Sholem Asch hefur ritað og er talið, að verkið sé brot úr guðspjalli, eignað Júdasi Ískaríot. YOGAHEIMSPEKI í þýðingu Steinunnar Briem. Bók þessi er ein af víðlesnustu og vinsælustu fræði- bókum, sem ritaðar hafa verið til að útskýra á ein- faldan og gagnlegan hátt grundvallaratriði dulvis- indanna. Boðskapur hennar á erindi til allra, sem láta sér ekki eingöngu nægja að líta á yfirborð hlut- anna, heldur finna sig knúða til að leita einhverrar lausnar á ráðgátum lífs og dauða. BARNABÆKUR: Matta-Maja í menntaskóla. Matta-Maja verður stúd- ent. Hanna og hvíta kanínan. Stína flugfreyja. Maríanna (fyrir 8—12 ára telpur). Fyrir 6—9 ára telpur: Dansi dansi dúkkan mín, Fríða, Kútur og Kata, — Lísa-Dísa í skólanum. KIM og dularfulla húsið. Bob Moran III (Græna vítið). Bob Moran IV (Eldklóin). Róbínson Krúsó í hinni vinsælu þýðingu Steingríms Thorsteinsson- ar skálds. Með eldflaug til annarra hnatta, drengja- saga. Jói og týnda skipið, eftir Örn Klóa. Konni er kaldur snáði. Baldur og boðhlaupssveitin. NÓTTIN HELGA (í bókinni er fjöldi mynda af frægustu listaverkum, margar litprentaðar, um fæðingu frelsarans). Þessar bækur eru í hinum vinsælu bókaflokkum Leifturs. Þær eru skemmtilegar og ódýrar, kosta aðeins 45—55 krónur. LEIFTUR heimilisblaðið 275

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.