Heimilisblaðið - 01.03.1962, Side 6
hyggjulaust horft fram á við. Ég hef haft
tal af hagfræðingi einum, sem á 15 árum
hefur kynnt sér kringumstæðurnar í u. þ.
b. tíu nýjum ríkjum, og hann sagði við
mig: „Þessi eyja hefur næstum allt, sem
er þess virði að eiga það, að olíunni einni
undantekinni.“
Þarna er víðlendi af frjósamri jörð sem
enn er ekki ræktuð, og í iðrum sínum
geymir landið auðlegð, sem enn er ekki
komin í ljós til fulls: grafit (Madagaskar
er næstmesti grafitframleiðandi heims,
Ceylon ein þar framar); skjásteinn, sjald-
gæfur kristall sem hefur mjög mikla þýð-
ingu fyrir elektro-tæknina; fjöldi málma,
sem einkum eru hagnýtir við smíði eld-
flauga, svo sem berylium, thorium, tantal
króm og nikkel; járn og kol.
Langmestur hluti þessara auðæfa er enn
ónýttur, og segja má, að á eynni sé enginn
iðnaður til. Nýlendustjórnin franska hafði
engan áhuga á því að gera íbúana efna-
hagslega sjálfbjarga, en einnig annað hef-
ur komið til, svo að iðnaður hefur ekki
blómgazt.
Sem dæmi þess má nefna hinn ástríðu-
fulla áhuga malagassanna á zebú-uxanum,
nautgripategund sem líkist indverskum ux-
um, með fituhnúð og risavaxin horn. Á
Madagaskar fyrirfinnast fleiri zebú-uxar
en manneskjur, eða um átta milljónir, en
yfirleitt má segja, að engum komi til hug-
ar að slátra þessum dýrum eða hagnýta
mjólkina úr kúnum. Samt hafa þau enga
trúarlega þýðingu eins og hjá Indverjum
— aðeins þykja þau bezta dæmið um jarð-
neska auðlegð. Því fleiri zebú-dýr sem
malagassi á, þeim mun meiri maður finnst
honum hann vera. Ekki þýðir hætishót að
segja eins og hver annar vesturlandabúi:
„Hvaða þýðingu hafa þessi dýr?“ Þegar ég
sjálfur varpaði fram þessari spurningu
eitt sinn, leit eigandi nautanna á hringinn
á hönd konu minnar og svaraði án þess að
láta sér bregða: „Hvaða þýðingu hafa dem-
antar konunnar þinnar?“
Forfeðradýrkunin gerir einnig sitt til,
að tækniframförin er engin. Engum mala-
gassa kemur til hugar að leggja fyrir róða
hina fornu búnaðarhætti eða yfirhöfuð
reyna nokkuð sem er nýtt og ókunnugt.
Hann óttast það nefnilega að vekja reiði
forfeðra sinna. Ekki er dauðinn álitinn
nein hörmuleg uppákoma, enda eru hinir
dauðu sífellt taldir með í fjölskyldunni.
Þeir hafa bara horfið til annarrar vistar-
veru, þangað sem maður vitjar þeirra ann-
að slagið. Á nokkurra ára fresti heldur
hver fjölskylda hátíð mikla, býður vinum
og kunningjum og heldur af stað til ættar-
grafreitsins. Hinir látnu eru grafnir upp,
bornir í skrúðgöngu, færðir í ný föt og
síðan lagðir í gröf sína á ný. Allt fer þetta
fram í mjög æðrulausum og vingjarnleg-
um anda, með hljómlist og söng og nógu
til að éta og drekka.
En á ýmsum sviðum héfur Madagaskar
notið góðs af tengslum sínum við Frakk-
land. Frakkar komu skólakerfi landsins á
legg, svo að 54% barnanna ganga nú í
skóla. Þúsundir ungra malagassa fara til
Frakklands til framhaldsnáms, og enn er
það Frakkland, sem borgar brúsann að
langmestu leyti. Á ári hverju flytja mala-
gassar út vaí’ning fyrir aðeins þriðjung
þess, sem þeir flytja inn, og það eru Frakk-
ar sem beinlínis gefa þeim afganginn. Álit-
ið er, að Frakkar borgi þriðjung og jafn-
vel helming allra opinberra útgjalda hins
nýja lýðveldis.
Eftir heimsstyrjöldina síðari var Mada-
gaskar meðal þeirra mörgu nýlendna sem
tóku að krefjast sjálfstæðis. Ekki tóku
Frakkar það mjög hátíðlega — fyrr en
hina hræðilegu nótt í marz 1947, þegar
malagassar réðust samstundis fram á 100
stöðum og myrtu einangraða, franska
landnema, embættismenn og hermenn, ein-
att á hryllilegan hátt.
Ekki er vitað, hversu margir malagass-
ar féllu í gagnárás Frakkanna. Árið 1948
taldi franski landstjórinn, að þeir væru
„yfir 50.000“, en samkvæmt nánari rann-
sókn franskra manna, sem fram fór 1950,
var aðeins um að ræða 9.500. (Án þess að
geta komið með beinar sannanir, halda
ýmsir malagassar því fram, að gagnráð-
stafanir Frakkanna hafi kostað allt að
175.000 mannslíf). En þessi blóðuga upp-
reisn opnaði allavega augu Frakka. Og þá
hófst hið venjulega reiptog milli nýlendu-
valdsins og þjóðernishreyfingar hinna inn-
50
HEI M ILISBLAÐIÐ