Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1962, Side 14

Heimilisblaðið - 01.03.1962, Side 14
inn þar niður í einu lagi. — Þetta kom upp og grösin uxu og leið svo fram í október. Þá fór hann að athuga uppskeruna og fann fáeinar kartöflur niðri í moldinni í balan- um, en þær voru svo smáar, að. engin þeirra var stærri en piparkorn. Hann hirti þær samt og geymdi til að reyna hvort unnt yrði að hafa þær til útsæðis vorið eftir. Það tókst, enda var ekki annað útsæði að fá, og næstu tvö sumur (1759—60) heppn- aðist kartöfluræktin eftir atvikum vel hjá honum. Stærstu kartöflurnar, sem hann fékk, voru á stærð við hænuegg, en þær minnstu á við krækiber og svo þar á milli. Með þessum ræktunartilraunum þeirra Hastfers baróns og séra Björns í Sauð- lauksdal var sýnt, svo að ekki þurfti að ef- ast um það framar, að hér var hægt að rækta kartöflur, og síðan hefur það líklega alltaf verið gert á hverju ári einhvers stað- ar á landinu. En lengi kvað samt lítið að þessari ræktun og þess var langt að bíða, að hún væri almennt stunduð. Þó er nú svo komið fyrir löngu. (Þýtt og frumsamiS eftir ýmsum heimildum) Sigurður Helgason. Fyrrverandi þýzkur skíða- hlaupari, Josef Niklas frá Oberammengau, hefur fundið upp rafmagnstæki á skíðastafi, sem gefa frá sér hljóð. Tilgangurinn er sá að geta gert áliorfendum aðvart, þegar skíðamenn- irnir geysast niður snar- brattar fjalishlíðarnar. > < Brúðhjónm, sem liér eru að skála fyrir framtíðinni, hafa ekki gcrzt sek um neins konar glæpi. Þau vinna bæði hjá lögreglunni í Lundúnum, og þegar þau voru gefin saman, fannst nokkrum giensfullum fé- iögum ])eirra rétt að sýna samband ])eirra á þennan hátt. Nú er auðveldara fyrir konur að þvo hár sitt heima, ]>ví nú fást þurrk- hjálmar, sem ætlaðir eru til einkanota. Hér sést slík- ur plasthjálmur. Hitann getur hver og einn stillt að eigin geðþótta. > < Það er um að gera að allt sé í stakasta lagi, þegar foringinn kannar liðið. — Þessir litlu lífverðir i sín- um skrautlegu búningum, vöktu mikla hrifningu á góðgerðarsýningu, sem haldin var í Lundúnum ekki alls fyrir löngu 58 HEIMIfJSBLAÐTÐ

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.