Heimilisblaðið - 01.03.1962, Qupperneq 21
ar hafa losnað við allt að því 14 lítra
(kíló) af slíkum kroppvantslopa á aðeins
einni viku!
Einhver stórfenglegasta framförin í
meðferð hættulegra nýrnasjúkdóma er til-
flutningur nýrna — þar sem nýru eru
flutt úr einum manni í annan. Undan-
farna hálfa öld hafa skurðlæknar gert til-
raunir með þessa aðgerð sem hinzta neyð-
arúrræði, þegar öll von var úti, en í hvert
skipti hefur farið svo, að aðkomunýrað
eyðilagðist brátt af eiturefnum, sem mynd-
uðust í líkamsvefjum sjúklingsins.
Ýmsum vísindamönnum hafði komið til
hugar að slíkur tilflutningur kynni samt
að vera mögulegur með jákvæðum árangri
milli eineggja tvíbura, sem líffræðilega eru
svo að segja alveg eins, og í desember
1954 tóku þrír skurðlæknar í Boston sig
til og gerðu tilraunina, þeir J. Hartwell
Harrison, John P. Merrill og Joseph E.
Murray. Inn á Bringhami-sjúkrahúsið í
Boston var lagður ungur maður með bæði
nýru gjöreyðilögð eftir sjúkdóm. Sam-
kvæmt reynslunni fram til þess tíma, var
hann dauðadæmdur. En — hann átti ein-
eggja tvíburabróður, sem var fús til að
gefa honum annað nýra sitt. Skurðlæknar
skáru nú annað nýrað úr heilbrigða bróð-
urnum og settu það hægrameginn í hinn
sjúka. Aðgerðin tókst vel, og sjúklingur-
mn náði sér án hinna minnstu eftirkasta.
Síðan hafa aðrir skurðlæknar framkvæmt
tilflutning nýrna milli eineggja tvíbura og
uieð sama góða árangrinum.
En að sjálfsögðu eiga fæstir nýrna-
sjúklingar eineggja tvíburabróður eða
systur, sem getur hjálpað upp á sakirn-
ar- Þess vegna reyndu Bostonlæknarnir
þi’ír að ganga enn róttækar til verks, fyrir
tveim árum. Það sem eyðileggur nýrnavef-
mn eru einmitt varnarefni hans — anti-
efnin — þó ótrúlegt kunni að virðast. Var
e-t-v. hugsanlegt að framkvæma nýrnatil-
flutning, ef líkaminn var „afvopnaður“
til skamms tíma? Fullreynt var, að hægt
Var að hefta slíka efnamyndun líkamans
með því að beina röntgengeislum. Væri
fkurðaðgerð framkvæmd á meðan líkam-
lnn væri í slíku varnarleysisástandi, var
þá ekki hugsanlegt, að hann gæti vanizt
„aðkomuvefjunum“ og tekið þá sem sína
eigin, á meðan hann væri smám saman að
jafna sig eftir skort varnarefnanna?
Fyrri hendi var sjúklingur, sem tilval-
inn var til slíkrar tilraunar, því hann átti
sér enga aðra lífsvon. Þetta var ungur
maður, hafði áður fyrr verið manna
hraustastur og stæltastur, en vóg nú að-
eins 4414 kíló, því að nýru hans voru næst-
um hætt starfi sínu með öllu. Tvisvar var
hann látinn gangast undir næstum ban-
væna röntgengeislun, og síðan var pant-
að í hann nýra úr tvíburabróður hans (en
þeir voru tví-eggja tvíburar, og slíkir
menn geta verið líkamsfræðilega jafn
ólíkir og hverjir aðrir óskyldir menn).
Eftir aðgerðina var sjúklingurinn lengi að
ná sér, og nú, hálfu öðru ári síðar, er
hann fyrsti maðurinn sem hefur lifað svo
lengi eftir slíka aðgerð, og er að því er
virðist við beztu heilsu.
Síðan hafa verið framkvæmdar sams
konar aðgerðir og með jafn gleðilegum
árangri. Nú er takmarkið að finna upp að-
ferð, sem sé áhættuminni en röntgengeisl-
un, til að hefta antiefnaframleiðslu lík-
amans. Fyrst og fremst er leitað einhvers
sérstaks efnis þar til, og svo virðist sem sú
leið sé möguleg. Tveir bandarískir vísinda-
menn hafa t. d. gert tilraunir með efni,
sem þeir vonast til að geti heft vöxt
krabbafruma, og þeir hafa komizt að því,
að það heftir einnig myndun varnarefna
líkamans. Efni þetta er of eitrað til að vera
nothæft í lyf, en með tilraunum á dýrum
hefur komið í ljós, að hægt er að fram-
kvæma nýrnatilflutning með góðum ár-
angri með því að beita efni þessu áður, og
varla er það vafamál, að smám saman
verður hægt að þróa tilraunina þannig, að
fyrir liggi jafn árangursrík blanda, en
miklu síður skaðleg mönnum.
Sem betur fer munu fæstir nokkru sinni
kenna nýrnasjúkdóms. En færi svo, að
„efnafræðingar" líkamans tækju að van-
rækja störf sín, er það mikil raunabót að
vita, að læknarnir hafa nú yfir að ráða
ýmsum aðgerðum og meðulum til að fá
nýru til að starfa aftur.
Heimilisblaðið
65