Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1962, Síða 24

Heimilisblaðið - 01.03.1962, Síða 24
CH. A. VULPIUS: RINALDO RINALDINI F:í’iitn h iil tls Sit £n Hann gekk út fyrir húsið og leit í kring- um sig á þessum þröngbýla og eyðilega dvalarstað sínum. Olimpia var önnum kaf- in í eldhúsinu. Rinaldo náði í gítarinn, sett- ist niður fyrir utan dyr kofans og lék þar á hljóðfærið og söng. „Rinaldo,“ sagði Olimpia, sem nú var komin út og hafði lagt hönd sína á öxl hans. ,,Rinaldo,“ mælti hún aftur, „Ég kvelst af því að þurfa að heyra þig syngja svona. Það er hræðilegt! Hvers vegna þessi sjálfspynting?“ „Þetta er yfirbót mín,“ svaraði Rinaldo. „Nei, þetta er glötun þín,“ hélt Olimpia áfram. „Þetta rænir þig hugrekki og þori og gerir þig hikandi. Þú verður huglaus í hættum og lýtur fyrr í lægra haldi fyrir þessum sálarpíslum en óvinum þínum. Ef þú ert svona viðkvæmur, þá geturðu ekki farið í fylkingarbrjósti fyrir Korsíkubúum, og með því að halda áfram að kvelja þig þannig, þá geturðu aldrei barizt sem hetja.“ „Ég krefst einskis annars en fá að deyja á heiðvirðan hátt,“ sagði Rinaldo og and- varpaði. „Veslings föðurlandið mitt,“ sagði Olim- pia og stundi, um leið og hún gekk út. Hann sat lengi hugsi, stóð svo upp, tók gítarinn og kleif upp á fjall. Hann fleygði sér niður undir gömlu grenitré, og leit í kringum sig. Þá sá hann mann, sem gekk upp eftir dalnum og nálgaðist kofa hans. Maðurinn gekk inn, og brátt kom Olimpia fram í dyragættina og kallaði á Rinaldo. Hann gekk niður f jallshlíðina og tók á móti sendimanni, sem hafði bréf meðferðis. „Vinir þínir samfagna þér í tilefni af undankomu þinni og heiðra lífgjafa þinn. Meðlimum flokks okkar fjölgar með degi hverjum og nú þegar hafa skip verið keypt. Við hittumst þar, sem orðstír og heiður bíður þín, svo og hinir hraustu menn föð- urlandsins.“ Rinaldo ætlaði að ræða við bréfberann, en hann var þá á bak og burt. — Stuttu síðar kallaði Olimpia á hann í matinn. Mál- tíðin var í minna lagi, en gómsæt, og vínið glóði í bikarnum. Þannig liðu þrír dagar í einverunni. 01- impia skrifaði bréf og fékk einnig nokkur bréf með sendimönnum. Um kvöldið á fjórða degi sátu þau fyrir dyrum úti kyrrlát og þögul — eins og sorg- mædd hjón hvort við annars hlið, þegar maður einn sást koma upp eftir dalnum. Hann heilsaði þeim með þessum orðum: „Friður sé með ykkur í nafni öldungsins frá Fronteja, en ég er einn af lærisveinum hans.“ Pilturinn var fagur yfirlitum. Hann fékk Olimpiu bréf. Á meðan hún var að lesa það, spurði Rinaldo: „Hvernig líður herra þínum?“ „Honum líður mæta vel og lætur sér umhugað um heill vina sinna,“ var svarið. Þegar Olimpia hafði lokið lestri bréfsins, sagðist þessi ungi lærisveinn öldungsins frá Fronteja vera bæði þyrstur og svangur — og einnig sárþreyttur. Olimpia bar þegar í stað mat og drykk á borð fyrir hann og vísaði honum því næst til sængur. Rinaldo sat fyrir dyrum úti í heimspeki- legum hugleiðingum, þegar Olimpia gekk til hans og sagði: „Ég hef einmitt fengið fréttir um það að vinir frá Korsíku eru komnir til öld- ungsins í Fronteja og þeir brenna af löng- un til að kynnast þér. Þeir koma að heim- sækja okkur eftir fáeina daga. Ég fagna 68 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.