Heimilisblaðið - 01.03.1962, Side 25
því sérstaklega, að bróðir minn er einn í
þeirra hópi. Innan þriggja vikna munu
fjórar freigátur reiðubúnar til brottfarar.
Allt virðist í bezta lagi, og það er einungis
hinn djarfi Rinaldo, sem er hikandi. Rósa
er í Fronteja. Á ég að skrifa, að þú viljir
fá hana hingað?“
„Viltu gera það?“
„Ég skal gera það. Ef til vill hefur ná-
vist hennar meiri þýðingu fyrir þig en ég.
Slíkt gæti verið ávinningur fyrir okkur
öll. Ef þú lifnaðir við, þá mundir þú að
nýju öðlast anda framtaksseminnar. Já, ná-
vist Rósu mun vekja hann. Hún verður hér
hjá þér, en ég fer til Fronteja."
„Af hverju?“
„Þú býst þó ekki við því, að ég sé hér
kyrr, eftir að Rósa er komin? Nei, Rin-
aldo, svo tilfinningarlaus er ég ekki, að
ég geti þolað návist slíks keppinautar án
afbrýðissemi. Með því að fara burt held ég
vináttunni við þig, og ég ætla að reyna að
sigrast á ást minni til þín.“
Rinaldo þagði. Olimpia kveikti ljós, bauð
honum góða nótt og fór út. — Rinaldo gekk
fram og til baka fyrir utan húsið, fór aftur
inn óg ráfaði um í draumleiðslu fram yfir
miðnætti. Skyndilega tók hann ljósið og
flýtti sér inn í herbergi Olimpiu. Hann
fór hljóðlega og sá hana í örmum læri-
sveinsins frá Fronteja. Hann hvarf jafn-
hljóðlega út og hann hafði komið inn ...
Nýr dagur rann upp. Elskendurnir voru
ekki sérlega upplitsdjarfir. Rinaldo fór í
yfirhöfnina, sagði lágum rómi: „Lifið
heil“, og hvarf á braut.
Um hádegi kom hann til þorps eins,
hvíldist þar litla hríð, en hélt svo ferð-
inni áfram. Um sólarlag húmaði að, en þá
hraðaði hann sér, svo að hann kæmist til
hallar einnar þar í nándinni. Hann knúði
þar að dyrum og var hleypt inn.
„Hver eruð þér?“ spurði dyravörðurinn.
„Tegnano barón. Ég villtist, þegar ég
var í veiðiferð,“ svaraði Rinaldo.
Dyravörðurinn horfði þegjandi á hann
°g var eins og í óvissu hvað hann ætti að
gera.
Rinaldo spurði: „Hver á þessa höll ?“
„Martagno greifafrú.“
„Martagno greifafrú?" greip Rinaldo
fram í fyrir honum. „Er hún hér?“
„Nei, hún er ekki hér,“ svaraði ayra-
vörðurinn rólega.
„Hver býr í höllinni?“
„Vinkona greifafrúarinnar. Hún heitir
Madonna Violanta."
„Madonna Violanta? Við þekkjumst.“
Hann ýtti dyraverðinum til hliðar og
skundaði inn í höllina. Þegar hann hafði
farið upp stiga, rakst hann á stúlku, sem
sagðist skyldi segja fyrirfólki hússins frá
komu Tegnano baróns.
Honum virtist þetta taka allt of langan
tíma hjá stúlkunni. Hann gekk inn í lítið
forherbergi meðan hann beið.
Vegna umgangs, sem fylgdi komu hans,
voru dyr einar opnaðar, og Signora Vio-
lanta kom fram.
„Hamingjan góða! Eruð þetta þér, Teg-
nano barón ? Hvernig eruð þér hingað kom-
inn?“
„Ég er að leita að náttstað."
Violanta virti hann þögul fyrir sér og
gekk svo aftur inn í herbergið. Hann fylgdi
á eftir henni. Hún settist á sófa og sagði
hikandi:
„Leyfið mér að átta mig.“
Hann leit í kringum sig í herberginu
og sá mynd greifafrúarinnar hanga þar
uppi á vegg.
„Er Dianora hér?“ kallaði hann upp yfir
sig. „Æ, það er aðeins mynd af henni.“
Hann tók í skyndi myndina af veggnum
og kyssti hana. — Violanta horfði þegj-
andi á hann. Hann gleymdi nærveru Vio-
löntu af hrifningu yfir að sjá þetta heitt-
elskaða andlit aftur. Eftir langa þögn gekk
hann til hennar, greip hönd hennar og
spurði:
„Hvar er Dianora? Hvar á hún heima?“
Violanta andvarpaði og þagði. Hann
spurði ákveðinni röddu: „Hvar er Dia-
nora?“
Violanta stundi þungan og leit niður.
„Er hún dáin?“ spurði hann.
„Hún er enn á lífi.“
• „Er hún lifandi og hamingjusöm?"
„Æ, hvernig getið þér spurt þannig,
barón?“
„Ég skil yður. Óhamingja mín hefur líka
heimilisb LAÐIÐ
69