Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1962, Qupperneq 30

Heimilisblaðið - 01.03.1962, Qupperneq 30
varla nokkur maður, því að hún er að hruni komin. Þar hafa uglur og hrafnar afdrep og kannski óaldaflokkur Rinaldinis á stundum.“ Rinaldo skildi, að hann gat engar gagn- legar upplýsingar fengið hjá þessum mönnum. Þegar þeir komu til Saldona, greiddi Rinaldo ríflega leigu fyrir reiðskjóta Lodovicos. Hann lét búa um sár hans, og svo héldu þeir félagar áfram ferðinni. Á leiðinni athugaði Rinaldo byssu sína og sá, að hún var óhlaðin. Þegar hann hugleiddi, hvernig á þessu gæti staðið, komst hann helzt að þeirri niðurstöðu, að skotið hlyti að hafa verið tekið úr henni í höllinni. Þess vegna hafði skotið á svarta munkinn geigað. Og gat verið eitthvert samband milli munkanna og Violöntu? Og hvernig stóð á því, að Lodovico var mis- þyrmt, þegar hann var að leita uppi veru- stað greifafrúarinnar? Fyrir utan Merona fóru þeir félagarnir úr vagninum og héldu gangandi áfram eftir hliðargötu. Brátt rákust þeir á menn og múldýr. Voru þar á ferð tveir af félög- um þeirra úr flokki Luiginos. „Hvar er Luigino?" spurði Rinaldo. Luzo og Jordano sögðust hafa orðið við- skila við flokk Luiginos, en væru nú að leita hann uppi. Rinaldo ákvað að slást í för með þeim. Smám saman stækkaði hópurinn, og þeg- ar þeir voru orðnir 19 alls, ákvað Rin- aldo að halda upp í fjöllin hjá Saldona, þar sem þessi alræmda kapella var. Þegar þeir höfðu dregið að sér birgðir skotfæra og vista, ákvað Rinaldo að láta til skarar skríða. Þeir réðust til inngöngu í kapelluna og fundu þar margar vistar- verur, en allar auðar. Þar settust þeir að. Daginn eftir hélt hann með lið sitt til hallar Martagno greifafrúar og bjóst til inngöngu, en þá bárust honum fregnir af þó nokkru riddaraliði í nándinni. Hann lét menn sína hörfa og dyljast í rjóðri í skóginum. Þeir sáu riddaraliðið nálgast með logandi blys. — Tólf riddar- ar voru umhverfis vagn, sem dreginn var af múldýrum. Rinaldo gekk til móts við riddarana með byssu sína til taks og félag- ar hans nokkrir að baki honum. Aðrir lágu í leyni viðbúnir því versta. „Stanzið,“ þrumaði Rinaldo. „Hér er maður, sem vill kynnast ykkur nánar. Ég er Rinaldini.“ „Rinaldini! Hvers vegna kemur þú í veg fyrir okkur? Hvað er þér á höndum?“ spurði fyrirliði riddaranna. „Ég vil jafna við ykkur misþyrming- ar þær, sem Lodovico hefur orðið að þola. Einnig vil ég fá að vita, hvað vagninn þarna hefur að geyma.“ „Við eigum ekki að standa neinum mönnum reikningsskap gerða okkar. Hættu misgjörðum þínum, annars bíður þín þung hegning.“ Rinaldo gaf félögum sínum merki. Þeir komu nær. „Ljúkið vagninum upp af fúsum vilja og gefizt upp,“ sagði Rinaldo. „Þú getur gert, sem þér sýnist, en þið eruð umkringdir. Á hæðunum hér í kring blikar alls staðar á vopnin.“ „Teningunum er kastað,“ hrópaði Rin- aldo til sinna manna. „Gerið árás, þegar ég gef merki.“ Svo sneri hann sér að óvinunum og sagði: „Ég spyr í síðasta sinni: Viljið þið gefast upp?“ „Nei.“ Nú hófst grimmilegur bardagi, og varð mannfall á báða bóga. Rinaldo náði vagn- inum, reif upp hurðina og bjóst við því, að Dianora kæmi í ljós, en í stað hennar sá hann líkkistu. „Fljótt af stað með vagninn upp til fjalla,“ hrópaði Rinaldo. Hann stökk á bak hesti, sem Lodovico færði honum. Jor- dano og Luzo fylgdu á eftir. Þeir héldu lengra og lengra upp í fjalllendið, og um morguninn, þegar liðskönnun var gerð í dal einum, vantaði engan nema þá tvo, sem fallið höfðu í viðureigninni við svörtu munkana. Rinaldo lét taka líkkistuna úr vagnin- um. Þegar lokinu var lyft, kom í ljós fjöld- inn allur af ýmis konar gull- og silfurmun- um: kertastjakar, könnur, bikarar, skraut- munir, hringir auk mikilla fjársjóða í peningum. „Sjáum til,“ sagði Rinaldo. „Þessir ná- 74 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.