Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1962, Qupperneq 31

Heimilisblaðið - 01.03.1962, Qupperneq 31
ungar reka þá sömu iðju og við undir þessu undarlega yfirskini. Af því stafar beiskja þeirra í okkar garð og þess vegna vilja þeir ryðja okkur úr vegi.“ Rinaldo skipti fengnum og tók sjálfur lítið í sinn hlut nema þá peninga. Þar sem hann bjóst við því, að þeim yrði veitt eftirför, dreifði hann liði sínu og lagði svo fyrir, að menn skyldu leita Luigino uppi. Sjálfur hélt Rinaldo ríðandi í fylgd með Lodovico og Jordano í átt til Nisetto. Þeir höfðu ekki farið langt, er vopnað- ur maður kom til móts við þá og fékk Rin- aldo bréf án þess að mæla orð af vörum. Rinaldo las bréfið: „Hrausti Rinaldini. Við undrumst hreysti þína. Þú hefur sigrað okkur og breytt óvinum þínum í vini. Við viljum gera bandalag við þig og vonum, að þú hafnir ekki því tilboði. Hvar getum við hitzt til að ræða þetta frekar? Sendimaðurinn er reiðubúinn að veita svari þínu viðtöku. Þinn vinur. Svarti dómarinn." Rinaldo reif blað úr vasabókinni og skrifaði: „Rinaldini fýsir ekki að kynnast ykkur íbekar en orðið er.“ Félagar hans furðuðu sig mjög á þessu svari, sem sendiboðanum var fengið í bendur. Þeir voru enn að ræða þetta sín í milli, Pegar þeir sáu vagn nálgast ásamt fylgd- arliði. Rinaldo þekkti, að þar var Olimpia komin og sat þar við hlið óþekkts manns, sem hlaut þó að vera tiginborinn eftir bhu að dæma. Olimpia kinkaði aðeins kolli | kveðjuskyni, þegar hún sá Rinaldo, og et seni hún þekkti hann ekki. Rinaldo gat spurt þjón, sem reið á eftir vagninum, hver hér væri á ferð. j.Jarlinn í Nisetto,“ var svarið. Þeir gerðu að gamni sínu við frétt bessa, hend en vonuðu, að Olimpia félli ekki í ur svörtu munkanna. Meðan þeir enn y°fu að ræða þetta, vakti Jordano athygli ?eirra á vopnuðum flokki manna, sem kom a móti þeim. Foringi flokksins heilsaði Rinaldo kurt- eislega og spurði: „Hvað heitið þér með leyfi?“ „Ég er ferðamaður, Tegnano barón, og þessir eru þjónar mínir.“ „Hafið þið vegabréf?" spurði liðsfor- inginn enn fremur. „Ó, já,“ svaraði Rinaldo. „Að auki höf- um við meðmælabréf frá jarlinum í Nis- etto.“ „Gott er það,“ hélt liðsforinginn áfram. „Þið megið búast við því að vera stöðvað- ir, hvar sem er, því að Rinaldini og menn hans eru hér á ferð einhvers staðar.“ „Ég hef heyrt það, en gat varla lagt trúnað á það,“ sagði Rinaldo. „Það er satt. Annar óaldarflokkur er á ferðinni. Þeir klæðast svörtum munka- kuflum. Ég er feginn að sjá hve vel vopn- aðir þið eruð. Þið farið þá til Molano?“ „Já, til Molano,“ svaraði Rinaldo. „Góða ferð.“ „Við vorum lánsamir að komast frá þeim,“ sagði Lodovico. „Ég var alltaf smeykur um, að hann vildi fá að sjá vega- bréfin og meðmælabréfið.“ Þeir héldu ekki til Molano, heldur til þorps eins í fjöllunum, þar sem þeir fengu gistingu. Meðan þeir biðu eftir matnum, lét Rin- aldo bréf svörtu munkanna í umslag, skrif- aði utan á til jarlsins í Nisetto. Auk þess lét hann þessar línur fylgja: „Herra jarl. Ég sendi yður hér með bréf frá hinu svarta bræðralagi, þar sem mér var boðið upp á bandalag við það. Ég hef enga til- hneigingu til að taka því boði, en ég vek athygli yðar á þessari svörtu pest, sem þrífst í skjóli myrkursins. Þér kunnið sjálfsagt réttu tökin á henni. Hinn fyrir- litni ræningjaforingi, sem skrifar yður, er enginn uppreisnarmaður. Hann mun brátt yfirgefa þessa eyju og hætta sinni fyrri iðju. Rinaldo Rinaldini." Þegar þessu var lokið gekk hann út til að virða fyrir sér þetta fallega fjallahér- að. Uppi á fjallstindi fyrir ofan gistihús- ið gnæfðu turnar hallar einnar, sem um- HeIMILISBLAÐIÐ 75

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.