Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1962, Síða 34

Heimilisblaðið - 01.03.1962, Síða 34
Við, sem vinnum Þegar kakan er orðin köld er hún skor- in í tvö lög. Á neðra lagið er fyrst smurt 4 msk. af appelsínumarmelaði og síðan helmingnum af kreminu. Kakan er lögð saman og ofan á er smurt afganginum af kreminu. Kakan er skreytt með rifnu súkkulaði. Flestar húsmæður hafa gaman af að reyna nýjar uppskriftir. Hér eru nokkrar mjög góðar: Sírópskaka 250 gr síróp 50 gr dökkur púður- sykur 50 gr smjörlíki 2 stk. egg 1 pk. vanillusykur 1 isk. möndluessens 2 tsk. sléttfullar kanill 1 tsk. sléttfull negull 250 gr. hveiti 4% tsk. ger Ca. 2 msk. mjólk. Ofuriítið salt Síróp, púðursykur og smjörlíki er brætt og kælt. Smátt og smátt er eggjum, van- illusykrinum, essensinum, saltinu og kryddinu hrært út í. Hveiti og ger er síað saman, er látið út í og síðan er mjólkinni hrært saman við. Deigið er síðan látið í kringlótt tertuform og bakað í ca. 45 mín. við heldur háan hita. Sörukaka Smjörkrem er búið til úr: 1 pk. af vanillu- 3% dl mjólk kremdufti 150 gr smjör. 75 gr sykur Kremduftið og sykurinn hrærist út í 4 msk. af kaldri mjólk. Suða er látin koma upp á afganginum af mjólkinni, hún tek- inn af plötunni og vanilluhrærunni jafnað út í, og suðan síðan látin koma upp og stöðugt hrært í á meðan. Látið kólna og hrært í annað slagið svo ekki myndist himna ofan á. Smjörlíkið er hnoðað og síðan hrærist kremið smám saman út í. (Gætið þess að smjörlíki og krem sé ekki of kalt þegar það er hrært saman.) 150 gr smjörlíki 125 gr sykur 1 pk. vanillusykur 2 stk. egg 1 tsk. sítrónuessens Ofuriítið salt 200 gr hveiti 50 gr mais- eða liris- mjöl 414 tsk. mjólk Ca. 4 msk. mjólk. Smjörlíki og sykur hrærist saman, van- illusykur, egg, essens og salt er látið út í, og síðast hveiti, ger og mais (sem er bland- að saman áður) látið út í ásamt mjólkinni. Kakan er bökuð í 70 mín. Krem: 150 gr flórsykur 20 gr (2 msk.) kakó Ca. 3 msk. heitt vatn. Flórsykur og kakó er síað saman og heita vatninu hrært út í. Þegar kakan er orðin köld er kreminu hellt yfir og jafnað yfir hana alla. 78 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.